Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 280
278
Ritfregnir
hennar (Setningafrœðilegar breytingar á 19. öld—Þróun þriggja málbreytinga (1995,
útg. hjá Málvísindastofnun Háskóla íslands 1998)) en einbeitir sér nú að því að skoða
grundvallarbreytingar á orðaröð í íslensku allt frá elstu ritheimildum. I þeirri rannsókn
byggir hún á hugmyndum um algild lögmál í orðaröð (SVO-röð) sem stundum eru
kennd við bandaríska málfræðinginn Richard Kayne. Viðfangsefnið er þá einkum það
hvemig gera má grein fyrir þeirri staðreynd að andlag fer oft á undan sögn (oft kallað
OV-röð (object-verb) í málfræðiritum, sbr. Faðir minn mun því ráða) í íslenskum text-
um allt fram á 19. öld en þá snarfækkar slíkum dæmum (sjá einnig lýsingu hjá Eiríki
Rögnvaldssyni í íslensku máli 16-17:27-66). Gera þarf grein fyrir afleiðslu slíkraraða
ef röðin sögn-andlag (VO-röð) liggur til grundvallar frá upphafi og síðan í hverju hin
málfræðilega (setningafræðilega) breyting er fólgin þegar sú röð hverfur (að mestu) úr
málinu. Þar styðst Þorbjörg m.a. við hugmyndir um lýsingu á setningagerð þeirra ná-
grannamála íslenskunnar þar sem OV-röð er enn áberandi, t.d. þýsku.
Gunnar Ólafur Hansson varði doktorsritgerð sína við Kalifomíuháskóla í Berkeley
vorið 2001. Hún fjallar um það sem kalla mætti samhljóðasamræmi á íslensku (e.
consonant harmoný). íslenskir málfræðingar kannast trúlega betur við sérhljóðasam-
ræmi (e. vowel harmony, n. vokalharmoni), enda er það algengara og kemur til dæm-
is (eða hefur komið) við sögu í nágrannamálum. Það getur þá t. d. falist í því að á eft-
ir nálægu áherslusérhljóði fara aðeins nálæg áherslulaus sérhljóð en ekki áherslulaus
sérhljóð af öðra tagi og vangaveltur um slíkt samræmi má m.a. finna í skrifum um ís-
lenska hljóðsögu. En samhljóðasamræmi er líka til og það getur verið af ýmsum
gerðum, eins og Gunnar Ólafur rekur í ritgerð sinni. Fyrirbærið er mjög áhugavert frá
fræðilegu sjónarmiði, m.a. vegna þess að það virðist stundum fela í sér nokkurs kon-
ar fjarsamlögun (eitt samhljóð lagar sig að öðru sem er þó ekki grannstætt) og hljóð-
kerfisfræðinga fýsir að komast til botns í því hversu staðbundin hljóðkerfisleg ferli
þurfi að vera. Gunnar Ólafur rekur dæmi um samhljóðasamræmi úr fjölmörgum
tungumálum, ber samhljóðasamræmi saman við annars konar samræmi og gerir síð-
an fræðilega grein fyrir viðfangsefninu innan þeirrar tegundar hljóðkerfisfræði sem
hefur verið kölluð bestunarhljóðkerfisfræði (e. optimality theorý). Mikilvægur þátt-
ur í greiningu hans er síðan sú hugmynd að þetta samræmi eigi rót sína á því sviði þar
sem við skipuleggjum framburðinn, ef svo má segja, þ.e. röðum hljóðunum og orð-
hlutunum saman (e. domain of speech planning). Því til stuðnings bendir hann á að
samhljóðasamræmi líkist að ýmsu leyti framburðarmismælum, t.d. því að segja
Bemmi í staðinn fyrir Benni (gera nefhljóðið varamælt eins og b-ið í stað þess að hafa
það tannbergsmælt — dæmið er tilbúið og staðfært hér og ekki frá Gunnari Ólafi).
Veturliði Óskarsson varði sína doktorsritgerð við Uppsalaháskóla í júní 2001. Hún
fjallar um tökuorð úr miðlágþýsku í íslenskum skjölum fram til 1500 (þ.e.
1200-1500). Eins og kunnugt er voru þýsk áhrif á norræn mál fyrirferðarmikil á þessu
tímabili, einkum vegna umsvifa Hansakaupmanna (sjá t.d. ritfregn í Islensku máli
22:271-272 um sérstakt ráðstefnurit um þessi áhrif á norðurevrópsk tungumál). Vet-
urliði kannaði alls konar skjöl frá þessum tíma, m. a. til þess að kanna þá tilgátu hvort