Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 282
280
Ritfregnir
Pétur Helgason varði sína doktorsritgerð við Stokkhólmsháskóla í nóvember 2002. Hún
fjallar eins og málfróðir lesendur munu sjá um aðblástur í norrænum málum frá sam-
tímalegu og sögulegu sjónarmiði. Aðblásturinn svokallaði hefur lengi þótt áhugaverður
ffá hljóðkerfislegu og hljóðfræðilegu sjónarmiði, en í íslensku kemur hann fram á und-
an lokhljóðum í orðum eins og uppi, léttur, sokkar, opna til dæmis, eins og kunnugt er.
Meðal þeirra atriða sem hafa vakið athygli í því sambandi er að aðblástur virðist tiltölu-
lega sjaldgæft fyrirbæri í tungumálum heimsins en hann finnst þó í allmörgum málum
og mállýskum í norðvestanverðri Evrópu, m.a. í íslensku, færeysku og ýmsum norskum
og sænskum mállýskum. í ritgerð sinni gefur Pétur yfirlit yfir útbreiðslu aðblásturs í Evr-
ópu og gefur sérstakan gaum að kerfi lokhljóða í þeim málum og mállýskum þar sem
aðblástur er að finna, einkum þætti röddunar í þeim. Síðan skoðar hann lengdarhlutföll
í tengslum við aðblástur í færeysku og nokkrum sænskum mállýskum. I þeim athugun-
um kemur m. a. fram að þar eru meiri tilbrigði í lengdarhlutföllunum en yfirleitt er gert
ráð fyrir í lýsingum á aðblæstri og athuganimar benda einnig til þess að aðblástur komi
reglulega fram í „venjulegri miðsænsku" (e. Central Standard Swedish). í framhaldi af
þessu veltir Pétur svo upp spumingum um frumnorræna lokhljóðakerfið og heldur því
fram að það hafi ekki verið ýkja ffábmgðið lokhljóðakerfinu í venjulegri miðsænsku.
Camilla Wide er meðal þeirra erlendu stúdenta sem hafa stundað hér íslenskunám á
undanfömum ámm og náð mjög góðum tökum á málinu. Hún varði doktorsritgerð
sína við Helsinkiháskóla í desember 2002 og ritgerðin fjallar um lokið horf/liðna tíð
í íslensku af gerðinni er/var búinn að. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að kanna
notkun þessa orðasambands í samtölum með það í huga meðal annars að fá skýrari
mynd af því á hvem hátt orðasambönd sem varða horf og tíðir em notuð í mæltu máli.
Að því leyti er ritgerðin kærkomin viðbót við íslenskar mállýsingar því þar hefur til
skamms tíma verið gefinn heldur lítill gaumur að samtölum og orðræðu. Þetta hefur
þó verið að breytast á síðustu missemm, m.a. eftir að komið var upp íslenskum tal-
málsgrunni (sjá tilvísanir í hann í grein Eiríks Rögnvaldssonar í þessu hefti íslensks
máls). Gögnin sem liggja til gmndvallar athugunum á notkun orðasambandsins vera
búinn að í talmáli em bæði upptökur á venjulegum samtölum (m.a. samtölum við
böm) og upptökur úr útvarpi og sjónvarpi. Auk þessa var tíðni orðasambandsins at-
huguð í ýmsum tegundum texta. Þar kom t.d. fram að orðasambandið er tiltölulega
lítið notað í nytjatextum af ýmsu tagi (fræðitextum, kennsluefni, fréttatextum), tals-
vert meira í tímaritsgreinum, æviminningum og skáldritum og vemlega miklu meira
í bamabókum, en þar fer tíðnin að slaga upp í tíðnina í samtölum á borð við Þjóðarsál-
ina, en upptökur af þeim útvarpsþætti vom meðal þess efnis sem skoðað var. í fram-
haldi af þessu er svo hugað að setningafræðilegum og merkingarfræðilegum þáttum
sem varða orðasambandið. Þar er m.a. skoðað hvers konar fmmlög koma helst við
sögu þegar þetta orðasamband er notað, hvaða merkingareinkenni þær aðalsagnir hafa
sem orðasambandið er einkum notað með og hvemig er vísað til tíma í setningum þar
sem orðasambandið kemur fyrir. Auk þessara athugana er gerð grein fyrir fræðilegum
bakgmnni verksins í inngangsköflum, fjallað um hlutverk málfræðiformdeildanna tíð
og horf og sagt frá fyrri athugunum á orðasambandinu. — Ritstjóri