Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 283
Ritfregnir
281
Fjórar erlendar fræðibækur þar sem íslenska kemur við sögu
Olaf Koeneman. 2000. The Flexible Nature ofVerb Movement. LOT — Nether-
lands Graduate School of Linguistics, Utrecht. v + 226 bls.
Janez Oresnik. 2001. A Predictable Aspect of (Morpho)syntactic Variants.
Slovenska akademija znanosti in umetnosti, Ljubljana. 243 bls.
Mark Baltin og Chris Collins (ritstj.). 2001. The Handbook of Contemporary
Syntactic Theory. Blackwell, Oxford. xii + 860 bls.
Edmund Gussmann. 2002. Phonology. Analysis and Theory. Cambridge Text-
books in Linguistics. Cambridge University Press, Cambridge. xiii + 234 bls.
Þessar fjórar bækur eru býsna ólíkar að efni og gerð og hlutur íslensku í þeim er líka mis-
mikill. Bók Koenemans er í raun doktorsritgerð og það hefði því komið til greina að
nefna hana um leið og þær sex sem taldar voru upp hér áður. Það var þó ekki gert vegna
þess að viðfangsefnið er ekki fyrst og fremst íslenska og höfundurinn ekki íslenskur. ís-
lenska kemur þó talsvert mikið við sögu því að viðfangsefnið er svonefnd sagnfærsla,
þ.e. umfjöllun um þá staðreynd að sagnir standa yfirleitt á öðrum stað í setningunni í ger-
mönskum málum ef þær eru persónubeygðar en ef þær standa í fallhætti. Germönsku
málin eru t.d. öll svonefnd V2-mál (persónubeygða sögnin kemur oftast í öðru sæti)
nema enska, en staða persónubeygðrar sagnar í aukasetningum er þó ólík í þessum mál-
um. f bók Koenemans er gefið yfirlit yfir þetta og þar er hann að mestu leyti á slóðum
sem eru orðnar nokkuð kunnuglegar fyrir setningafræðinga sem hafa sýnt þessum efhum
áhuga á undanfömum árum. Hann kemur hins vegar með sitt eigið afbrigði af skýring-
um á þessu háttalagi sagnanna í germönskum málum, reyndar með nokkrum samanburði
við rómönsk mál, og í þeirri umræðu skipa íslensk dæmi talsvert veigamikinn sess. Höf-
undur virðist þekkja vel til nýlegrar fræðilegrar umræðu á þessu sviði og fer yfirleitt rétt
með dæmin sem hann tekur, ólfkt ýmsum öðmm setningafræðingum.
íslenska gegnir miklu veigaminna hlutverki í bók Oresniks. Meginmarkmið þeirrar
bókar er að prófa tiltekna (setningafræði)kenningu sem er að nokkm leyti sprottin upp
úr eðlileikakenningu (e. naturalness theory) þeirri sem oftast er kennd við austurrísku
og þýsku málfræðingana Mayerthaler, Wurzel og Dressler. Þeir beittu þeirri kenningu
einkum á orðhlutafræði (beygingafræði og orðmyndunarfræði) en Oresnik og sam-
starfsmenn hans í Slóveníu hafa verið að gera tilraunir með að teygja hana yfir á setn-
ingafræðisviðið líka. í þessari bók er kenning Oresniks og félaga prófuð á efni úr meira
en 50 ólíkum tungumálum, svo það liggur í augum uppi að umfjöllunin um hvert
þeirra verður ekki löng. íslenska efnið varðar einkum fallendingar nefnifalls í karlkyni,
kvenkyni og hvorugkyni; notkun fomafna til að vísa til tengdra nafnliða af ólíku kyni
(Sigga og Jón ... þau) og loks persónuendingar í framsöguhætti nútíðar. Framsetning-
in er knöpp og ekki hlaupið að því fyrir ókunnugan að grípa niður í bókinni miðri og
ætla sér að draga aðalatriðin út úr henni þar. En það á náttúrulega við um margar fræði-
bækur.