Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Blaðsíða 284
282
Ritfregnir
Bókin The Handbook of Contemporary Syntactic Theory er hluti af ritröð sem
Blackwell hefur verið að gefa út undanfarin ár. Þetta eru vænar handbækur um ýmis
svið málvísinda og allar af svipaðri gerð. I þeim eru greinar eftir sérfræðinga á við-
komandi sviði, sérstaklega samdar fyrir handbókina, og auk þess er þar jafnan inn-
gangur eftir ritstjórann eða ritstjórana. Meðal handbóka sem höfðu komið út í þessari
ritröð á undan setningafræðihandbókinni má nefna handbók um bamamál og máltöku
(ritstjórar Paul Fletcher og Brian MacWhinney), handbók um hljóðkerfisfræði (rit-
stjóri John Goldsmith), handbók um merkingarfræði (ritstjóri Shalom Lappin), hand-
bók um félagsleg málvísindi (ritstjóri Florian Coulmas), handbók um hljóðfræði (rit-
stjórar William Hardcastle og John Laver) og handbók um orðhlutafræði (ritstjórar
Andrew Spencer og Amold Zwicky). I setningafræðihandbókinni em alls 23 greinar
eftir jafnmarga höfunda (ritstjóramir skrifa hvor sinn kafla) um öll helstu svið setn-
ingafræði. Höfundamir starfa bæði í Norður Ameríku, Evrópu og Asíu og greinamar
eru allar með býsna fræðilegu sniði þótt nokkuð mismunandi sé, enda er á þetta að
vera handbók um kennilega eða teoretíska setningafræði samkvæmt heitinu. Islensku
er allvíða getið og tekin dæmi úr henni, þótt reyndar séu þau fyrirferðarmest í þeim
kafla sem undirritaður skrifar um andlagsfærslu og stokkun (e. object shift og scram-
bling), en það em fyrirbæri sem finna má í býsna ólíkum tungumálum þótt þau eigi
ýmislegt sameiginlegt.
Pólski málfræðingurinn Edmund Gussmann stundaði íslenskunám hér á landi fyrir
meira en 30 ámm og hefur auk þess verið býsna tíður gestur hér á landi undanfarin ár.
Þær heimsóknir tengjast áreiðanlega að hluta til vinnu hans að þessari bók því þar em
víða tekin dæmi úr íslensku, svo sem um fráblástur, aðblástur, atkvæðagerð, stutt tví-
hljóð, reglur um sérhljóðalengd og fleira. Einn kaflinn (af níu) er m. a. s. alveg helg-
aður íslensku efni, þ.e. sérhljóðalengd og tengslum hennar við atkvæðagerð. Af þeim
kafla má sjá að Gussman er vel að sér um íslenska hljóðkerfisfræði og íslenskt mál og
er fundvís á dæmi sem skipta máli frá fræðilegu sjónarmiði. Kunnáttan kemur líka
fram í góðum frágangi dæma, bæði að því er varðar stafsetningu og hljóðritun. Þótt
höfundur segi í formála að ekki sé gengið út frá tilteknu kenningakerfi kemur þó fram
að kveikjan að bókinni er öðmm þræði sú hugmynd að skrifa kennslubók í afleiðslu-
lausri hljóðkerfisfræði (e. non-derivational phonology). En eins og allir góðir
kennslubókarhöfundar reynir Gussmann að leggja megináherslu á að fá lesandann
(nemandann) til að hugsa sjálfstætt og átta sig á því að kennslubókarhöfundurinn og
kennarinn vita ekki svör við öllum spurningum en þeir þekkja fleiri spumingar en
nemandinn og vita um fleiri tilraunir til að svara þeim. I þessu skyni segist Gussmann
stundum setja fram ögrandi staðhæfingar eða kenningar í bókinni og íslenskir hljóð-
kerfisfræðingar geta áreiðanlega fundið þar ýmislegt sem verkur þá til umhugsunar og
jafnvel andmæla.
Ritstjóri