Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 285
Ritfregnir
283
Árbók og ráðstefnurit
Henrik Holmboe (ritstj.). 2002. Nordisk sprogteknologi. Nordic Language
Technology. Árbog for Nordisk Sprogteknologisk Forskningsprogram 2000-
2004. Museum Tusculanums Forlag, Kpbenhavns Universitet, Kaupmannahöfn.
277 bls.
Svavar Sigmundsson (ritstj.). 2002. Kristendommens indflydelse pá nordisk
navngivning. Rapport fra NORNAs 28. symposium i Skálholt 25.-28. maj 2000.
Noma-förlaget, Uppsölum. 204 bls.
Árbókin sem Henrik Holmboe ritstýrir var gefin út í tilefni af því að Norræna ráð-
herranefndin samþykkti að koma af stað sérstakri rannsóknaáætlun á sviði tungutækni
á Norðurlöndum. Markmið árbókarinnar var einkum að gefa hugmynd um við hvað
menn væru að fást á þessu sviði á Norðurlöndunum þegar hún var tekin saman. I sam-
ræmi við það er sagt frá fjölmörgum norrænum rannsóknaverkefiium í bókinni og þau
eru af ýmsum toga. Þá er þama einnig sagt ffá rannsóknarhópum, skólum og rann-
sóknarstöðvum á þessu sviði. Alls em yfir 30 greinargerðir af þessu tagi í bókinni og
þar segir Eiríkur Rögnvaldsson t. d. frá íslenska talmálsbankanum ÍS-TAL (sjá einnig
tilvísanir í hann í grein Eiríks í þessu tímaritshefti). Auk þess má nefna að Pétur
Helgason segir frá vinnu við færeyskan talgervil, en Pétur vann einmitt við gerð ís-
lensks talgervils á sfnum tíma. í heild gefa þessar frásagnir fróðlega mynd af því sem
var að gerast á þessu sviði árið 2001. Það gæti orðið gaman að bera þá lýsingu sam-
an við ástandið við lok rannsóknaáætlunarinnar árið 2004.
Ráðstefnuritið sem Svavar Sigmundsson ritstýrir birtir fyrirlestra frá 28. þingi nor-
rænu nafnfræðisamtakanna en það var haldið í Skálholti vorið 2000. í ritinu em 11
greinar sem fjalla allar um áhrif kristninnar á norræna nafnsiði, auk nokkurs konar
samantektar eða yfirlitsgreinar í lokin. Þrjár greinanna era eftir íslenska nafnfræðinga.
Guðrún Kvaran skrifar um áhrif kristninnar á íslensk mannanöfn, svo sem nöfn sem
em beinlínis tekin úr Gamla testamentinu (Abraham, Adam, Davíð, Móses o.fl.) eða
Nýja testamentinu (Andrés, Jakob, Pétur, Páll... Anna, Birgitta, Elísabet, María o. fl.)
eða þá nöfn sem hafa Krist- sem upphafslið. Jónína Hafsteinsdóttir skrifar um vest-
firsk ömefni þar sem kirkja kemur fyrir (Kirkjuból, Kirkjubœr ... ; Kirkjuklettur,
Kirkjusker ...), en ýmsir munu kannast við að bæjamafnið Kirkjuból er býsna algengt
vestur þar. Loks skrifar Svavar Sigmundsson um ömefni sem tengjast kirkjunnar
þjónum, einkum prestum og biskupum (Biskupstungur, Biskupsþúfa, Biskupsháls ...,
Presthólar, Prestsvatn, Presthús) þótt djáknar, prófastar, munkar og nunnur komi þar
líka við sögu (Djáknabakki, Prófastshöfði, Munkaþverá, Nunnugerði). Greinamar era
allar á einhverju norrænu meginlandsmáli en útdráttur á ensku fylgir.
Ritstjóri