Íslenzk tunga - 01.01.1960, Side 16
14
HALLDÓR HALLDÓRSSON
johan Fritzner hefir þetta til málanna að leggja um orðtakið í
orðabók sinni:20
4) særligen om lling, som man træder gjennem noget, eller
paa hvilken man træder noget ind, saaledes at man ved Hjælp
deraf har det hos sig eller i sin Besiddelse: mon eigi þú draga
Leviaþan á öngli eða bora kiþr hans með baugi ( = Vulg. armilla
perjorabis maxiLlam ejus Job. 20, 21) Homil. 75-°. (...) Som
Ordet her er brugt om en Ring (den være nu af Vidje eller
Jern, jvf. hönk), ved hvilken man fastholder en Ting og drager
den med sig, er det i samme Betydning det anvendes i de figur-
lige Udtryk: eiga e-t á baugi (a: have noget at drage paa,
trækkes med), vera á baugi (o: være det man har at drages
med og ikke kan slippe, ikke kan undgaa).
Segja verður, að skýring Fritzners hvíli á mjög veikum stoðum.
Merking sú, sem hann telur, að liggi til grundvallar orðtakinu, kemur
aðeins fyrir á einum stað — í þýddri tilvitnun. Auk þess má um það
deila, hvort skilningur hans á þessum stað er réttur, en út í þá sálma
skal ekki farið hér. En telja verður, að þetta sé ekki nægilega traust
undirstaða til þess að reisa skýringu orðtaksins á.
Finnur Jónsson skýrir orðtakið á þessa lund:21
2) i udtrykket eiga á b-i ... má b. antages at betyde
nögleringen som (isœr) husmoderen bœrer ved sit bœlte, „at
have noget (o: en til jorskellige láse passende nögle) pá sin
ring“ betyder ,at have noget i sin magt, kunne noget‘.
Skýring þessi er að ýmsu leyti girnileg. En rökin, sem færð eru
fyrir henni — og hægt er að færa fyrir henni — eru þó svo veik, að
ógerningur er að festa trúnað á hana. Það er alls ókunnugt, að baugr
hafi merkt ,lyklahringur‘. Auk þess er alls óvíst, að menn hafi að
fornu notað lyklahringa á Norðurlöndum. Heimildir geta þess ekki,
þótt sumir ritskýrendur geri ráð fyrir tilvist slíkra hringa í skýring-
20 Johan Fritzner, Ordbog over Det gamle norske Sprog (endurpr. af 2. útg.;
Oslo 1954), undir baugr.
21 Lexicon poeticum (1931), undir baugr.