Íslenzk tunga - 01.01.1960, Qupperneq 26
24
HALLDÓR HALLDÓRSSON
merkt en ,allt er háð hringum‘. Koma mætti að vísu með þá mótbáru,
að sögnin binda komi ekki fyrir í þessari merkingu í fornsænsku. En
þess ber að gæta, að sögnin hefir þar ýmsar óeiginlegar merkingar,
t. d. ,skuldbinda‘, og þá er orðið skammt í merkinguna ,gera háðan‘.
Auk þess er rétt að minnast þess, að svo fátt er lil rita á fornsænsku,
að fásinna er að ímynda sér, að allur merkingarforði málsins komi
þar fram. Málið hefir vitaskuld ráðið yfir mörgum merkingum, sem
ekki finnast i þeim fáu og einhæfu ritum, sem skráð hafa verið og
geymzt hafa. Setningin alt ir baugum bundit verður í rauninni fyrst
skiljanleg, þegar haft er í huga, að menn trúðu á töframátt hringa,
trúðu því, að þeir gætu ráðið um örlög manna. Eins og fram hefir
verið tekið, er sennilegt, að vísan — og þá jafnframt málshátturiun
— sé miklu eldri en sagan. Það er enn fremur trúlegt, að málsháttur-
inn sé eldri en vísan. Hann kann því að vera ævaforn. Hins vegar er
ekki gerandi ráð fyrir öðru en málshátturinn sé þarna notaður í
samhengi, þar sem hann á vel við, og samkvæmt skýringu minni á
honum er því einmitt þannig háttað.
íslenzkar heimildir henda til þess, að orðið baugr hafi verið mjög
títt í vesturnorrænu, og ekki er ólíklegt, að svo hafi einnig verið i
elztu sænsku. En í fornsænskum ritum virðist það aðeins koma fyrir
ósamsett á þessum eina slað. Að minnsta kosti tilfærir Schlyter ekki
annað dæmi þess í orðasafni sínu.51 Þetta bendir til þess, að orðið
hafi verið orðið fátítt, er ritöld hófst í Svíþjóð. Er þetta enn til
styrktar því, að vísan í Gotasögu sé allgömul. Þess má þó geta, að af
samsettum orðum með baugr (bauger) tilgreinir Schlyter baug.sband
og baugliþer. Skemmtileg tilviljun er það, að orðið guUbaug geymist
enn á Gotlandi. Bau kemur fyrir í sænsku mállýzkunni á Dagö. Að
öðru leyti er orðið glatað nú í Svíþjóð, ef treysta má mállýzkuorða-
bók Rietz.
51 í Helsingjalögum kemur fyrir orðið bogher, sem líklega er sama orð og
baugr. Próf. Gerhard Hafström telur það tökuorð úr norskum rétti. Um þróun
sérldjóðsins segir hann: „Dá diftongen au ej liingre fanns i halsingskan, sub-
stituerades den med ett niirliggande ljud“ („Böter och baugar,“ sérprent úr
Riittshistoriska studier, II (1957), 4).