Íslenzk tunga - 01.01.1960, Side 39
UM TVENNS KONAR FRAMBURÐ Á LD
37
í um 480 af 612 jöfnum vísuorðum.18 Er því sýnilega ekki mikið
upp úr þessu dæmi leggjandi. — Svipað er að segja um Náð 701
(ÍM II 18): SJcildizt : kaldra. í þessu kvæði eru mörg dæmi um óná-
kvæmar skothendingar;19 auk þess er textinn torskilinn á þessum
stað og getur verið úr lagi færður.
Ótalin eru þá fjögur dæmi úr ÍM. Eitt þeirra er Krosskvæði 63 C
þrataldri : heiins alldri. Rím er víða ónákvæmt í þessu kvæði, enda
hafa ýmsar uppskriftir kvæðisins breytt orðalagi, svo að rímið verði
rétt í þessu erindi. Hin þrjú eru dærni um að þát. af sögninni að þola
(þoldi, þoldir) rími við orð með eldra Id: Blómarós 2812 (þolder :
holldi), Píslargrátur 165 (Þoldi : milldi) og 233 (þoldi : halldi).
Ilér er um brot á reglunni að ræða, eða ónákvæmt rím (rétt aðal-
hending við þoldi er ekki til ), því að þoldi er annars bæði fyrr og
síðar rímað (í skothendingum ) við orð með yngra Id.
Lokseru tvö dæmi úr rímum: Virgiless rímur II 35 er rímað saman
hpldum : kpldum. Hér verður naumast gert ráð fyrir myndinni hauld-
um, enda væri hún heldur ekki rétt rím. Sennilega er aðeins um óná-
kvæmt rím að ræða, en um það eru fleiri en eitt dæmi í rímunum
(t. d. lopt : gott I 29, jram : hann II 11). Hitt dæmið er í Sturlaugs
rímum IV 5, þar sem ualdr (ptc.) rímar við hialldr : alldr : Balldr.
Hér er sennilega einnig um ónákvæmni í rími að ræða; að vísu
stendur í staðinn fyrir þegnin ualdr í einu handriti þegna valldr, en
það getur verið leiðrétting til þess að bjarga ríminu.
2.2. Niðurstaðan af þessu yfirliti er því sú að af tíu dæmum er
túlka mætti sem brot á reglunni eru tvö sennilega úr leik með öllu,
fjögur eru úr kvæðum þar sem mikið er um ónákvæmt rím; hin
fjögur eru undantekningar eða brot á reglunni, og er sú tala ekki há
í samanburði við hinn mikla fjölda dæma þar sem reglunni er fylgt.
Vitnisburður kveðskaparins er ótviræður: hér hlýtur að vera um að
ræða tvö /-hljóð sem voru svo ólík að ekki hefur verið eðlilegt að
ríma þau saman. Aðgreiningin er því síður en svo aðeins í rithætti.
Um ritháttinn má bæta því við að í kvæðahandritunum er yfirleitt
18 Sama rit, I, 2, 67.
18 Sama rit, II, 2—3.