Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 70

Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 70
68 ÁSGEIR BLÖNDAL MAGNÚSSON heystál í hlöðu o. s. frv.‘, og rennir sú orðmynd frekari stoðum undir hljóðskiptatilgátuna — og ætti samkvæmt þessu að rita jrylcja, en ekki jrikja. Eg þykist hér að framan hafa fært fyrir því gild rök, að til hafi ver- ið í íslenzku orðin jreykja og frykja og hafi einkum verið höfð um e-ð laust í sér og glypjulegt, t. d. jarðveg, gróður, ullarflíkur og -band, við, brýni o. fl. Ekki er mér til efs, að Freykju-na.íni(S á Geir- fuglaskeri er sama orð og jreykja sú, er áður er frá greint. Hitt orkar aftur á móti tvímælis, hvaða merking orðstofnsins á þar helzt við, og skal ég fara um það nokkrum orðum. Vel mætti hugsa sér, að nafnið væri af því leitt, að bergtegundin í eynni væri sérstaklega meyr eða holótt og laus í sér, líkt og sandsteinn (sbr. jrekjubrýui), en sú hug- mynd virðist naumast geta staðizt, því að sr. Jón Austmann segir, að eyjan sé gjörð úr hörðu, svörtu mógrjóti með blágrýtiseitlum innan um, og er það sízt meyrara berg en annarsstaðar á þessum slóðum, nema síður sé. Þá væri og hugsanlegt, að nafnið Freykja lyti hér að froðu eða sædrifi við skerið, sbr. sæ. stöðuvatnsheitið Fryken, sem á skylt við orðið jreykja og hefur sennilega merkt eitthvað þesshátt- ar. En heldur er sú tilgáta ósennileg. Líklegast þykir mér, að nafnið Freykja lúti að jarðvegi eða gróðri. Nú mun ey þessi reyndar svo til gróðurlaus og nakin, en vel má vera, að fyrr á öldum hafi verið þar meiri jarðvegur og gróður. Og hafi einhvern tíma verið þar lunda- varp, er ekkert líklegra en jarðvegurinn hafi verið sundurgrafinn og holóttur, og gæti nafngiftin þá átt við það. Ekki er heldur óhugsandi, að nafnið væri dregið af gróðrinum, sinujrykju eða sinurubbi, sem hefði vaxið þar, eða jafnvel af fugladrit, sem þar ber mikið á. Ég hef nefnt hér nokkra skýringarmöguleika á örnefninu Freykja; hver þeirra sé líklegastur, get ég ekki skorið úr að svo stöddu, en skýt því til kunnugra manna og náttúrufróðra. Svo er það samband, afstaða og aldur nafnanna, Freykja og Geir- juglasker. Ekki er mér kunnugt um, hversu gömul þessi nöfn eru, og ekki hef ég fundið þau í fornum heimildum, en reyndar ekki rannsak- að það rækilega. Ólíklegt þykir mér, að bæði þessi nöfn hafi tíðkazt samtímis frá upphafi. En hvort er þá eldra? Er hugsanlegt, að geir-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Íslenzk tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.