Íslenzk tunga - 01.01.1960, Qupperneq 74
72
ÁSGEIR BLÖNDAL MAGNÚSSON
því er talið er.12 En hvað um það, mér sýnist líklegast, að orðið
greppfujr sé orðið til úr germ. *grimpaz eða *grempaz — og að
rótin *grimp- eða *gremp- sé þá nefkveðin mynd af *grip- í grípa eða
*grep- í grápa og nno. grepja. En mjög er þetta þó efa orpið.
Roppugoð
Orðið roppugoð er til fært í orðabók Guðmundar Andréssonar og
talið merkja ,ung og óreynd kona eða stelpa‘ („fæmina novitia“).13
Guðmundur skrifar roppa / roppugoð og á því ef til vill við, að
roppa sé til eitt sér í sömu merkingu og roppugoð. Ekki er mér kunn-
ugt um, að orð þessi séu til annarsstaðar á íslenzkum bókum, en þau
lifa ennþá í mæltu máli, eftir því sem hlustendur hafa skýrt okkur frá.
Eru þau dæmi, sem við höfum enn um orðið roppugoð, bundin við
Norðurland, eða nánar tiltekið Skaga- og Eyjafjörð og Þingeyjar-
sýslu. Roppugoð er haft í merkingunni ,stelpugægsni, himpingimpi1,
og er sú merking þekkt á því svæði, er fyrr greinir. En einnig kemur
það fyrir, að orðið merki sama og stelpuskinn e. þ. h., án þess að
nokkur niðrun fylgi. En til er líka, að það sé haft um rolluskjátu. Þá
bregður og orðinu fyrir í vísu einni, sem einn heimildarmaður okkar
roskinn, nam í æsku í Skagafirði. Og er vísan svona: „Trúi ég hoppi
til og frá / tíðum snoppuloðið, / klærnar loppum hvessir á / kattar-
roppugoðið.“ Ekki er víst, hve gömul vísan er, en auðsætt af stuðla-
setningunni, að hún getur varla verið eldri en frá 19. öld.
En hver er þá uppruni orðsins roppugoð og hvernig er það hugs-
að? Síðari liðurinn, goð, er hér vafalaust í annarlegri merkingu, ef
til vill ekki ólíkri þeirri, er það hefur fengið í orðtakinu að setja gull
upp á goðið. Guðmundur Andrésson segir, að orðið goð sé notað
um brúður, sem stelpur leiki sér að,14 og má vera,að sú merking orðs-
ins eigi hér bezt við. Svo sem ég drap á áður, getur hugsazt, að fyrri
liður orðsins, þ. e. roppa, hafi verið til sjálfstæður og í sömu merk-
12 Matthias Lexers Mittelhochdeutsches Taschenwörterbuch (20. útg.; Leip-
zig 1932). 116.
13 Lexicon, 200.
14 Sama rit, 94.