Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 86
84
DOKTORSVORN
legura ástæðum ekki verið með ýtrustu nákvænrai. l'að hefði kostað
ineiri tíma en sá ágæti fræðimaður gat lagt til raeð æfi sinni allri.
Eins er það með það efnisyfirlit, sem doktorsefni birtir. Hann hefur
athugað handrilið í heild og lýsir því í fyrsta kafla ritgerðarinnar.
En hann hefur um leið haslað sér ákveðinn völl og fer ekki út fyrir
hann, nema tilneyddur, sem er til fyrirmyndar. Hins vegar sýnir hann
með vinnubrögðum sínum á þeim blöðum handritsins, sem skipta
máli gagnvart verkefninu, að hann er fljúgandi fær.
Það er því af varasemi og ásettu ráði, er hann strax í annarri máls-
grein fyrsta kaflans (bls. 33) segir: „Der Kodex — eine ... Misch-
handschrift — . ..,“ því að efnislýsing hans sýnir, að honum hefur
komið ýmislegt einkennilega fyrir sjónir, þótt hann sleppi vegna kjör-
sviðs síns að gera því fyllri skil.
Nú má færa haldgóð rök að því, að cod. AM 241 a, fol., er ekki
codex í venjulegum skilningi, heldur safn brota úr tveimur handrit-
um, og virðist svo um annað þeirra, að hafi það í Skálholt komið, þá
sé það fyrsl um 1600 eða eftir. Um hitt handritið verður ekki vitað
með fullri vissu.
Það, sem vitað verður elzt um brotin, hefur Árni Magnússon sjálf-
ur skrifað á miða, sem festur var fremst, er brotin voru bundin upp
1886. (Þau voru reyndar bundin upp aftur 1936). Þar segir: Ex libro
qui, nisi fallor, olim pertinuit ad templum Cathedrale Scalholtinum.
Upphafinu breytir Árni aftur svo: Liber hicce olim pertinuil .. . Af
þessu ætti að mega ráða, að um sundurlaus blöð — að einhverju
leyti — hafi verið að ræða í upphafi, er Árni komst yfir þau, en um-
mælunum hefur verið breytt, er blöðin voru bundin. Hins vegar gætu
þau hafa verið fest saman með einhverjum hætti, því að í elztu skrám
Árnasafns, er Jón Grunnvíkingur gerði, segir: Nockur Latinsk blod
saman bunden synest mestallt aj Psalmis Davidis þar j er ein Jslendsk
bœnar Jatning, og lil teikns nedatin a Spatiunne Á fremsla bladenu
er med hetide : Arna : Magnussonar : versus bis mille Sex centos Sex
canit ille.1 Þetta kemur öldungis heim við fremstu síðu brotasafns-
ins, eins og það liggur fyrir. Hins vegar hafa einhvern tíma orðið
1 Sbr. Lbs. 102, fol., bl. 6r; Lbs. 695, 8vo, bls. 45—46.