Íslenzk tunga - 01.01.1960, Blaðsíða 91
nOKTOKSVÖRN
89
Mannsnafnið Halci er reyndar mjög sjaldgæft, en er þekkt á síðari
Hluta 16. aldar. Úr ytra jaðri bl. 71/72 hefur verið skorið að ofan
og neðan, og blöðin sýna merki þess með brotlínum að hafa verið
höfð í band. í efri spássíu bls. 71 stendur með hendi frá um 1600:
þessa hok a eg ion jinnson og arne--------son, en arnne er nefndur
bls. 18. Bls. 31 hefur óþekkti íslendingurinn Jón Jónsson skrifað
nafn sitt. Bls. 17 stendur með hendi frá síðari hluta 15. aldar: œrlig-
um manni sira sueine helga syne heilsar egh sira sueinn jonsson. En
bls. 18 stendur með hendi frá því um 1500: þat geire ek arnne ions-
son prestur godum monnum viturlet [sic/] med þessu minv opnu
hreje. Bls. 30 segir: Gud vere med þier Jon diakne haflida son *jiar
vetur [?], og: þorleijur hejur klorat; hvort tveggja með höndum frá
því um 1550. Með þessu er ekki búið að lýsa öllu spássíukroti. Bls. 66
er nefndur petur, bls. 59 oddur, bls. 56 are, bls. 22 þormodr.
Mannanöfnin um 1600 sýnast benda til þess, að bókin hafi þá
verið í einstaklingseign, og tekið skal fram, að áskriftin bls. 70 stend-
ur þannig af sér, að hún hefur ekki verið rituð eftir, að tvíblöðungur-
inn fór í band.
Það má ætla, að síra Sveinn Jónsson sé sá, er var ráðsmaður í
Kirkjubæjarklaustri, beneficiatus í Eydölum lengst af og officialis í
Austfjörðum. Þetta álit hefur nokkra stoð í þeim þremur frumbréf-
nm, sem varðveitzt hafa, en hann gefið út. Og ennfremur hefur þetta
aukna stoð í kroti bls. 18 með annarri hendi en bréfsupphaf síra
Arna, þar sem stendur: gisting vis i klijshaga.
Enn líklegra verður þetta, sé athuguð uppskrift Árna Magnússonar
ur Eydalamáldögum, sem illu heilli hafa týnzt. Þar segir við árið
1538: lcomonshok syngiandi oc er a Davids psaltare.10 Þetta er að
visu ekki fullnægjandi lýsing á skinnbókinni, eins og hún hér hefur
verið greidd í sundur, en mjög freistandi.
Það er örðugt að álykta, að þessi meginuppistaða í 241, sem nú
hefur verið fjallað um, hafi ætíð til forna verið eign Skálholtskirkju.
Þá eru eftir blöð þau, er doktorsefnið hefur einkum valið sér til
1,1 Diplomatarium Islandicum; íslenzkt fornbréfasafn, X (Reykjavík 1911—
2D, 398.