Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 134

Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 134
130 LUDVIG LARSSON brot, aðeins eitt blað, úr Jóns sögu ens helga, ritað á íslandi líklega um 1350. Þar koma fyrir fáeinar orðmyndir sem virðast fornar og mætti helzt álíta leifar úr gömlu frumriti. Það þarf ekki að ítreka hvaða þýðingu þetta getur haft fyrir slíkar textarannsóknir. Þar kem- ur einnig fyrir orðið jrum, skammstafað fram. Engan gaum gaf ég þessari skammstöfun fyrr en dr. Ole Widding í Kaupmannahöfn, sem er manna fróðastur í þessum efnum, benti mér á að þetta minnti á fornan rithátt, enda er hægt að sjá af Ordjörrádet að skammstöfunin fram, sem er algeng í yngri handritum, er mjög sjaldgæf í elztu heim- ildum.30 En hvað þýðir þessi ritháttur í brotinu? Líklega getur eng- inn sagt það með vissu fyrr en miklu meira er vitað um rithætti á mörgum handritum frá 13. og 14. öld og hægt verður að ákveða að hve miklu Ieyti slík fyrirbrigði eru tímabundin eða staðbundin. Frá þessu sjónarmiði er það miður að flestar nútímaútgáfur sýna ekki hvernig orðin eru skammstöfuð. Það er auðvitað mikinn fróðleik að finna í formálunum fyrir þeim mörgu stafréttu útgáfum sem hafa komið út á síðustu áratugum, og nú höfum við prýðilegar ljósmyndaðar útgáfur að auki. Ef til vill munu flestir telja það alveg vonlaust að við fáum fleiri orðabækur eins og bók Larssons, en það sem þarf er aðeins fé og skilningur á hversu mikilvægt efni þetta er. Það er svo margt óljóst í sögu ís- lenzks máls og íslenzkra bókmennta á fyrri öldum að það mætti vel vera metnaðarmál þjóðarinnar að koma slikum rannsóknum á fót. Ég býst við því að það verði hægt að nota nýtízku ljósmyndunarað- ferðir og jafnvel reikningsvélar til slíkra hluta — ég get hugsað mér til dæmis að það væri oft bezt og fljótlegast að klippa orðin úr stækk- uðum ljósmyndum, líma þau á seðla og raða þeim svo niður. Það þarf ekki einu sinni að hugsa um að láta prenta verkið þegar það er tilbúið — seðlasafnið sjálft myndi nægja og verða traustur grund- völlur undir síðari og í sjálfu sér þýðingarmeiri rannsóknir. Þeir fræðimenn sem þyrftu upplýsingar um einstök atriði gætu fengið þær á mjófilmu, hinir sem fást við meiri háttar rannsóknir myndu sækja til safnsins eins og Oðinn til Mímisbrunns. Allt þetta myndi varla a0 fram (aS meðtöldum iafnfram og umbfram) 119 dæmi, from 6 dæmi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Íslenzk tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.