Íslenzk tunga - 01.01.1960, Side 142
138
RITFREGNIR
6. flokks sagna hafa önnur hljóðskiptastig en í hinum flokkunum — heldur
væru hljóðskiptin sjálf annars eðlis í þessari röð, svo og í röðinni á : ö, sem
ekki er nefnd — en það er aftur á móti tæpast rétt. — S. 11, 13 og 18, §§ 12, 14
og 20, skýrir höf., án nokkurs fyrirvara, áherzluna á fyrsta atkvæði í germ.
málum, brottfall sérhljóða og „eldra“ f-hljóðvarp með „ett páskyndat [eða:
hastigare] taltempo". Af framsetningu höf. mun ólærður byrjandi sjálfsagt,
kannske óafvitandi og gagnrýnislaust, draga þær ályktanir, að ekki aðeins sé
slíkur aukinn talhraði fullnægjandi til skýringar á þessum breytingum, heldur
sé það og vitað með vissu, að slík sérstök hraðaaukning hafi átt sér stað um það
leyti, er þessar breytingar urðu, ef hann getur þá yfirleitt gert sér grein fyrir, í
hverju þessi hraðaaukning væri fólgin. Slíkar ósannanlegar og ósennilegar kenn-
ingar eiga ekki heima í byrjendabók. í staðinn hefði t. d. verið nær að skýra
frá því, sem sögulegri hliðstæðu, að „vokalharmonisk“ fyrirbæri svipuð og
hljóðvörpin eru ekki óþekkt í öðrum málum. Jafnvel væri betra, og raunar æski-
legt í byrjendabók, að leggja á það áherzlu, hve lítið við vitum um orsakir
málhreytinga og að í málssögu séu ýmis vandamál, sem ekki séu líkur til, að
leyst verði, af þeirri einföldu ástæðu, að upplýsingar vantar. — S. 27, § 44, segir
höf., að því er virðist til skýringar á lengingunni í úlfr, jólk o. s. frv., án þess
að það sé þó sagt berum orðum, að sennilega hafi l verið rismælt („kaku-
minalt") í þessum orðum. Þessi kenning um framburð / er í mörgum handbók-
um, en það ber að taka fram, að a. m. k. í íslenzku eru fyrir henni engin bind-
andi rök. llana er einnig að finna í inngangi höf. um framburð (s. 3, § 3), en
þar eru ekki frekar en í flestum öðrum kennslubókiim neinar almennar athuga-
semdir um, af hvers konar eða hvaða rökum draga megi ályklanir um fornan
framburð. Ekki fer hjá því, að jafnvel einstaka byrjandi spyrji, hvernig við
getum vitað um mismunandi framburð / að fornu, en við þeirri spurningu er
ekkert svar. Auk þess verður ekki séð, á hvem liátt slíktir framburðiir mætli
skýra lenginguna í úljr, jólk.
Skal nú vikið frekar að einstökum atriðum. S. 8, § 10: Ekki er víst, að lat.
molö svari nákvæmlega til ísl. mala (i.-evr. ö), heldur getur molö verið koinið
af *melö (sbr. colö < *lc^elö, uolö < *uelö) og svarað til fornírsku melim. —■
S. 10, § 11, 1. 14: Skýrara hefði verið, að í stað och kæmi eller („... alla tryck-
svaga vokaler har reducerats eller fallit bort“). — S. 12, § 13: Nefna hefði mátt
dæmi um brottfall langra sérhlj. í miðsamstöfu, t. d. ef. et. *hauzinaiz (got-
hauseinais) > heyrnar. í *kallön-sik > kallask er tæpast um brottfall í mið-
samstöfu að ræða. — S. 14, § 16: Mjög er óvíst, hvort i-hljv. (é > V hefur
orðið í biðja (< *beðjan). Ef biðja er skyld bíða, lat. jidö, gr. peíthö o. s. frv.,
eins og oftast er talið, er germ. myndin *biðjan, og hefur þá sögnin síðar flutzt
yfir í 5. flokk við áhrifsbreytingu (svipað og vega ,drepa‘). — S. 19, § 21: Höf.
hefði mátt minnast á kenningu Kocks um ÍR-hljv. í tekr, hn0tr o. s. frv., en á það
er hvergi minnzt, enda þótt höf. reki helztu atriði kenninga Kocks að öðru leyti