Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 143
RITFREGNIR
139
og virðist hallast að þeim í grundvallaratriðum (s. 18, § 20). — S. 26, § 41, setur
höf. upp þá reglu, að we verði o, og tilfærir sem dæmi koma < *kveman (got.
qiman), kona < *kvenö (got. qino). Geta hefði mátt þess, að þessi breyting er
engan veginn örugg og a. m. k. koma er að jafnaði talin hafa annað hljóð-
skiptastig (hvarfstig, sbr. fe. cuman, fsax. kuman) en gotn. myndin (á sama
hátt og t. d. troSa, got. trudan, en fe., fsax. tredan), en slík nútíðarmyndun er
ekki óalgeng í öðrum i.-evr. málum. — S. 30, §51, segir höf., þar sem hann ræð-
ir um „spar av ieur. och urg. förandringar": „Om ett t-suffix lagges till en rot-
stavelse pá palatal-velar konsonant (gli, g, k), blir ieur. -kt- > urg. ht > nord.
tt.“ Hér vantar það, sem kalla má leifar i.-evr. breytingar, að k, g og gh -(- t
falla saman og verða kt, en breytingin kt > lit heyrir hins vegar germ. hljóð-
færslunni til, en á hana minnist höf. fyrst í næstu grein (§52) og vísar þar til
annars rits. Svipuð ónákvæmni er í §50 um tt > ss. — S. 31, §53, 1: Geta hefði
mátt þess, að skiptin / : b eftir Vernerslögmálum eru varðveitt í ísl. á eftir nef-
hljóði (fífl : jimbul-). — S. 31, §53,4: Engin ástæða er til að telja skiptin milli
r og s í miðstigi og hástigi, -(a)ri : -(a)str, til samhlj.-skipta samkvæmt Vern-
erslögmálum. í hástigsviðskeytunum *-ista-, *-östa- er s óraddað eingöngu vegna
þess, að á eftir fer óraddað lokhljóð, ekki vegna þess að áherzla hafi hvilt á
næsta atkvæði á undan, enda mun áherzla hafa hvílt á sama atkvæði bæði í
miðst. og hást., sem sé fyrsta atkvæði orðsins, ekki á viðskeytinu (sbr. sanskr.
miðst. svádXyas-, hást. svádistha-, en frumst. svádú- ,sætur‘, með áherzlu á öðru
atkvæði). — Ósamræmis gætir, er á s. 33, §58, er talað um „dentilabialt v-ljud“,
en á s. 42, §75, um „labiodentalt“ v. — S. 41, §73: Ekki verður dregin sú álykt-
un af fornum vísuorðum eins og reiðr vas þá Vingþórr ..., að v sé þar enn varð-
veitt á undan r (þ. e. vreiSr ...), þar sem ekki er óalgengt, að aðeins einn
stuðull sé í línu. — S. 42, §74: Geta hefði átt þess, að til frumnorr. miðst.
*framÍR (got. jramis) svarar fyrst og fremst ísl. fremr. Hvort jram(m) sé upp-
runalega sama mynd í áherzlulausri stöðu, eins og Sievers taldi, er vafasamara.
Ilelztu rökin fyrir því eru langa m-ið í jramm. Sennilegra er þó, að fram sé
í-laus hvk.-mynd af lo. framr (eins og djúp af djúpr, Ijós af Ijóss o. s. frv.). —
S. 62, 64 og 67, §§100, ath. 4, 104 og 107: Upprunalega endingin *-ír í nf. flt.
samhlj.-stofna í germ. málum (t. d. feSr < *faSr-iu) svarar ekki til -es í latn.
samhlj.-stofnum (t. d. patres). í latn. endingunni er e-ið langt, og er hún kom-
in frá i-stofnum, þar sem hún er hljóðrétt (-és < *-eyes, sbr. sanskr. -ayah, got.
-eis, ísl. -ir). — S. 67, §107: Upprunalega germ. þgf.-endingin *-i í feSr, brœSr
(< *faSr-i, *bröþr-i) svarar heldur ekki til -i í lat. þgf. patri, jrátri, sem er
langt (< *-ei), heldur er hún talin svara til þgf. í gr. patrí, lat. sviptif. patrc
(með upprunalegu stuttu i, sem vera mun staðarfallsending). Gamalt langt t
«i. -evr. ei eða t) hefði varðveitzt í gotn. (sbr. t. d. nf. mauii < i.-evr. *-t), en
þar er þgf.-myndin broþr, endingarlaus. — S. 73, §112: Lat. nouus, gr. né(w)os
eru ekki /o-st., heldur o-st. Vísa hefði mátt til lat. Nouius, gr. neios o. fl. — S.