Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 144
140
RITFREGNIR
74, §114: samr beygist bæði veikt og sterkt. Sterkar myndir koma fyrir t. d. í
elztu handr., þó að sjaldnar sé. — S. 88, §125: Ilöf. telur eignarforn.-myndirnar
ór, órum o. s. frv. hinar hljóðréttu tvímyndir við vár, várum o. s. frv. í „Fyrstu
málfræðiritgerðinni“ kemur þó fram, að sérhlj. í ór- var nefkveðið. Er því senni-
legt, að þetta orð komi af *unzera-, þ. e. sé skylt got. unsar, uns(is), ísl. oss,
ossir o. s. frv. (eftir Vernerslögmálum). Um hitt eru menn hins vegar ekki sam-
mála, hvort várr sé af annarri rót (skylt flt. vér — upprunaleg rótarmynd *wei-
— effa tvít. vit — upprunaleg rótarmynd *we-/*wö-) eða sé til orffið af þessum
sama stofni, við áhrifsbreytingu og síðan samdrátt (nf. et. kk. *ÖRarR (fyrir
áhrif frá flt. órir o. s. frv., í stað hljóðréttu myndarinnar *unnarr < *unzeraz
eða *ósarr < *unseraz) > *óarr (hljóðfirring; sbr. fgotl. oar) > várr). Ekki er
vitaff, hvort sérhljóðið í várr var nefkveðið, en ef svo hefur veriff, væri síðari
kenningin sennilegri. — S. 89, §126: Mjög er óviss uppruni ábend.-forn.-stofn-
anna *so- og *to-, en ekki er sennilegt, að *so- sé skylt endingunni *-s í nf. et.
Yfirleitt eru þær kenningar, er skýra i.-evr. beygingarendingar þannig, að þær
séu komnar af sjálfstæðum rótum, vafasamar. Ein nýjasta skýringin á *so- og
*to-, sem verðnr að teljast sennilegri en sú, er höf. setur fram, er, að þessir
stofnar séu samsettir af tveimur smáorðum, með merkingunni ,og‘, og ábend.-
forn. *e/o-, sem þekkt er t. d. í sanskr. (ef. et. a-sya). Styffst þetta einkum við
þaff, að í hettítísku eru til bæði fornöfnin sas og tas, er hafa þar merkinguna
,og hann‘ og eru samsett af forn. a- (nf. et. as), sem kemur fyrir sjálfstætt, og
smáorðunum su og ta, sem koma fyrir sjálfstæð í elzta máli og merkja ,og‘. —
S. 89. §126: Ilöf. virðist telja, að ísl. livat svari til lat. quod (og þat því einnig
til i.-evr. *tod) og er þá eflaust þeirrar skoðunar, að hvat og got. huia séu tvi-
myndir, sem tii hafi orðið við mismunandi stöðu orðsins í setningu (*-t liafi
fallið brott í lok setningar eða á undan þögn, en haldizt t. d. á undan sérhlj.)-
Sennilegra er þó, að hvorki hvat né ]>at svari til upprunalegu myndanna. heldur
sé -t varðveitt í þeim vegna þess, að þau hafi haft viðskeylt smáorð. Hins vegar
sé got. hwa upprunalega myndin. Þetta styðst einkum við got. ]>ata, sem er
greinilega samsett með viðskeyttu smáorði. — S. 90, §128: Hvk. af hinn er yfir-
leitt hitt (þannig í elztu handr.), af enn, inn hins vegar ct, it. — S. 91—92,
§128: Nefna hefði mátt þf. et. kvk. sólna o. s. frv., sem er allalgengt fyrir sól-
ina o. s. frv. — S. 95, §132: Þgf. n0kkvi, nekkvi af nakkvat er algengt í elzta
máli. — S. 103, §140: Bæði brinna og rinna f. brenna, renna, koma fyrir, eink-
um í skáldamáli. — S. 103—104, §§141—143, gætir ástæðulauss ósamræmis í 3.
kennimynd, þar sem ýmist er tilfærff 1. p. fl., t. d. bárum, átum, eða 3. p. fl->
svámu, tráðu, hlógu. — S. 105, §146: Ekki verður séð ástæðan til að flokka
valda með 3. flokks tvöföldunarsögnum (lialda o. s. frv.). — S. 108, §152: Geta
hefði átt um elztu beygingu knýja (þát. hníða). — S. 122, §174: I staðinn fyrir
þeir leituðusk jyrir getur komið þeir leituðu jyrir sér, ekki jyrir sik. —
Prentvillur í bókinni eru ekki margar og fæstar alvarlegs eðlis. Nefna má s.