Íslenzk tunga - 01.01.1960, Side 147

Íslenzk tunga - 01.01.1960, Side 147
RlTFREGNIR 143 hljv.-lausra orðmynda bæði í nútímamállýzkum — eftir heimildum, sem kunnar cru og eru ýinist prentaðar eða tiltækar á söfnum — og í eldra máli, á grund- velli athugana á gömlum handritum og skjölum. 1 þessari söfnun liggur mikil og tímafrek vinna, unnin við flestar helztu menntastofnanir á Norðurlöndum. Er söfnunin að mörgu leyti hin þarfasta og nytsamasta, en þó er erfitt að verjast þeirri hugsun, að ástæðulaust hafi verið að stefna að svo tæmandi efnissöfnun sem höf. hefur gert (s. 18), heldur hefði mátt komast að jafngagnlegum og haldgóðum niðurslöðum með nokkuð öðrum vinnubrögðum og minni fyrirhöfn. Eins og höf. tekur fram (s. 19), eru upplýs- ingar um útbreiðslu einstakra orða mjög mismunandi ýtarlegar og upplýsingar um framburð þeirra mismunandi nákvæmar (s. 23). Einnig eru upplýsingar um sum landsvæði, einkum Norður-Noreg (norðan Þrændalaga), minni en um önnur (s. 19). Hin raunverulega útbreiðsla orðanna er og mjög misjöfn og notagildi þeirra til rannsóknar á þessu viðfangsefni því misjafnt. Auk þess er elzta mynd sumra orðanna óviss eða umdeild, og hefur höf. að jafnaði sleppt þeim (s. 18, n. 1). Hefði því vafalítið verið nægilegt að taka með úrval þeirra orða, sem fyllstar upplýsingar eru um, en í staðinn liefði heldur mátt taka með algengustu orð, þar sem sérhlj.-skipti mynduðust við klofningu, en þeim sleppir höf. í heild (s. 17), enda þótt þau séu, a. m. k. í vesturnorr., alveg hliðstæð þeim orðum, þar sem sérhlj.-skipti í beygingu mynduðust við u-hljv. (g/p/, gjafar eins og sgk, sakar; jata, jgta eins og gata, gptu). Þá virðist og vera eðlilegri önnur flokkun og niðurröðun orðanna en eftir stafrófsröð, t. d., auk beygingarflokka, eftir útbreiðslu orðanna, einkum hljv.- lausra mynda þeirra, og svo undirflokkun eftir þeim atriðum, sent rannsóknin sýndi, að skipt hefðu máli í þróuninni (merkingu orðanna, hljóðfræðilegri byggingu þeirra o. s. frv.). Séð er fyrir þeim kostum, sem stafrófsröðin hefur — að fljótlegt er að slá upp á einstökum orðum — með orðalistanum, sem bókinni lýkur á (s. 357—366). Æskilegra hefði verið, að útbreiðsla miklu fleiri orða hefði verið sýnd á kortum, og hefði í staðinn mátt stytta mjög eða jafnvel sleppa textaköflunum um þau. Kort eins og þau, er bókinni fylgja og framúrskarandi vel eru gerð, varpa einatt fram í einu vetfangi miklu skýrari mynd en löng textaskýring getur gert. Enda eru slík kort nauðsynlegur grundvöllur að mállýzkulandafræðilegum athugunum eins og höf. fæst við. Á hinn bóginn hefði mátt setja tvö eða fleiri orð á hvert kort og fækka þannig kortunum, með því að nota mismunandi liti auk hinna ólíku tákna, sem notuð eru. Hefði þannig oft á tíðum fengizt gleggri samanhurður milli einstakra orða, sem hefði verið gagnlegt, þar sem höfuð- einkenni þessa viðfangsefnis er, að útbreiðsla hinna hljv.-lausu mynda ein- stakra orða er mismunandi. Slík framsetning hefði auk þess orðið skýrari, þar eð þá hefði verið látið nægja að nota tvenns konar tákn, eftir því hvort orðmynd er hljv. eða hljv.-laus,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Íslenzk tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.