Íslenzk tunga - 01.01.1960, Síða 152
148
KITFREGNIR
Heusler skipti forníslenzkum forsetningum í tvo flokka eftir aldri. Hinar
eldri („primare Prápositionen") eru arfur frá frumgermönsku, en hinar yngri
(„sekundáre Prápositionen") eru norrænar, orðnar til úr atviksorðum eða nafn-
orðum. Rannsókn höf. á þróun forsetninga er bundin við hinar eldri, sem hann
kallar ,sögulegar forsetningar' („historical prepositions") og telur 15 alls: á, o/,
án, at, eptir, jrá, jyrir, í, meS, of, ór, um, undir, við og y/ir.
Áður en sú rannsókn hefst, skilgreinir höf. til bráðabirgða hugtakið ,forsetn-
ing‘ („preposition") (1.5):
By preposition I mean those words traditionally so classified, when
they immediately precede their ohject or their object with its adjectival
modifiers. A pieposition is solely responsible for the case of its object.
A postposition is a subtype of preposition which occurs after its object.
Þessi bráðabirgðaskilgreining hefði mátt vera nákvæmari. T. d. greinir höf.
við forsetningu í sambandinu við svá búit (13.14.E). Það er í samræmi við hefð-
bundna greiningu, en við fer ekki næst („immediately") á undan andlagi sínu,
og svá er ekki „adjectival modifier".
,Atviksorð‘ (,,adverb“) hefir aftur víðtækari merkingu en venjulega (1.6):
I will use the term adverb in a much broader sense than is customary,
to designate all other usages. This is justified, since many of these
usages would actually be termed adverbial in traditional analyses . • •
Adverb will thus be a sort of cover term and equal „non-preposition,“
and a preposition-adverb used in any other way than strictly as a pre-
position (or postposition) will be classed as an adverb.
T. d. verða sagnforskeyti talin til atviksorða, á i ábyrgjaslc, at í athyllask o. s.
frv. Höf. ritar forskeytið ávallt laust frá sögninni, þótt það sé í handritum ýmist
laust frá eða áfast eins og hann tekur fram. Forskeytum nafnorða sleppir hann
alveg.
Höf. minnist hér einnig á tvíyrtar forsetningar/atviksorð, sem hann nefnir
,samsetningar‘ („compounds"), og gerir lauslega grein fyrir því, hvernig þekkja
megi samsetningu. Söguleg forsetning er aldrei tvíyrt, en hún getur verið hluti
samsetningar. Nú er ætlunin að greina hinar sögulegu forsetningar sér, og eru
þær víst undantekningarlaust taldar atviksorð, ef þær eru hluti samsetningar.
Efniviðurinn í þessa rannsókn er sótlur til 11 handritatexta, sem eru meðal
elztu handrita íslenzkra, frá h. u. b. 1150—1250. Höf. notar viðurkenndar texta-
útgáfur og hefir sjálfur athugað mörg handritanna. Þessir textar eru flestir
stuttir, stundum slitur eða brot, en úr þremur þeirra hefir höf. valið stutta
kafla. Hann hefir sneitt algerlega hjá bundnu máli og segist hafa valið textana
þannig, að stíllinn yrði sem fjölbreyttastur.
Aðferð höf. er sú að greina hvern texta sem fulltrúa sérstaks málsstigs, reikna
út, hve mörg dæmi af hundraði verða fundin um atvikslega notkun sögulegra