Íslenzk tunga - 01.01.1960, Page 154
150
RITFREGNIR
þó að vera forsetning (eftirsetning), ef rétt er lesið. Greinilegra hefði verið að
tilfæra framhaldið: at siá er agœtligr hlutr,- Um 13.12.D er svipaða sögu að
segja. Þar tekur höf. upp: ... at ráþa vmb hverso ..., en hefði átt að taka alla
setninguna: þeír scyldi standa imóti ovinom sínom? Höf. segir, að atviksleg
notkun umb sé hér greinileg og hætir við innan sviga: „at least within the
limits, and for the purposes, of Part II“. Ég tel, að umb sé hér forsetning íneð
aukasetningu, og fæ ekki betur séð en slík greining sé í fullu samræmi við það,
hvemig höf. skilgreindi hugtakið forsetning í upphafi.
Loks skal drepið á eitt vafaatriði og hvernig höf. bregzt við því. Spurningm
er, hvernig greina skuli jrá í þessu sambandi: ... oc þeim orþom er jrá knvtz
jóro ... (13.6.F). Höf. nefnir fyrst tvær lausnir á málinu. í fyrsta lagi mætti
hugsa sér, að jrá gæti stýrt eignarfalli. Sú lausn myndi sennilega eiga betur við
lítið eitt yngra málsstig, en þetta er eina dæmið um jrá með eignarfalli í textum
höf., og hann telur rétt að forðast við greiningu að gera ráð fyrir atriðum, sem
eiga sér enga hliðstæðu. I öðru lagi mætti gera ráð fyrir „zero constituent",
þ. e., að andlag forsetningarinnar sé núll. En höf. vill beita núll-hugtakinu með
varúð, og hvorug lausnin þykir honum fullkosta. Niðurstaðan verður sú, að hann
heldur fast við formið og greinir jrá sem forsetningu með eignarfaili. Á sama
liátt telur hann at í at eins forsetningu með eignarfalti.
Þetta má e. t. v. heita fullgóð synkrónísk greining („descriptive analysis").
En er það nóg? Að hverju er höf. raunverulega að leita? Hvað átti Heusler við
með „Ubergang von Praposition zu Adverb"?
Þegar höf. hefir skýrt frá greiningu sinni, ræðir hann um niðurstöður hennar
og setur þær fram í töfluformi. Hann telur þær sýna, að atviksleg notkun for-
setninga fari jafnt í vöxt. Á eftirfarandi skrá sjást niðurstöðutölurnar, í hve
mörgum tilvikum af hundrað sögulegar forsetningar koma fyrir sem atviksorð
í textum þeim, sem rannsakaðir voru. Skammstafanir texta eru frá höf.:
237 7% 673 11%
315 20% RMII 19%
RMI 19% 279 20%
1812 7% OS 20%
674 8% LXV 38%
SH 9%
Tveir textanna, AM 315d og RMI (þ. e. fyrsti hluti Reykjaholts máldaga),
sýna miklu hærri hundraðstölu en vcra ætti, ef um jafna þróun væri að ræða.
Höf. tekur fram, að RMI sé mjög stuttur texti. Þar er aðeins 21 dæmi um
notkun sögulegra forsetninga „of both prepositional and adverbial usage“. Þessi
2 Otte Brudstykker aj den œldste Saga om Olav den hellige, udgivne ved
Gustav Storm (Christiania 1893), 91.
s Sama staS, 1021.