Íslenzk tunga - 01.01.1960, Blaðsíða 158
154
RITFREGNIR
Fjórir stytztu textarnir (RMI, RMII, 279, LXV) haía háa hundraðstölu, en
fimm lengstu textarnir (237, 673, 674, 1812, SII) lága. Eftir þessu að dæma er
hugsanlegt, að hundraðstala sé óeðlilega há, ef textinn er mjög stuttur. Tveir
textanna (315 og OS), einkum OS, benda hins vegar til þess, að eitthvað annað
en dæmafjöidinn hafi áhrif á hundraðstöluna. Verður þá að telja iíklegast, að
hundraðstölurnar séu háðar efni og stíl textanna, eins og áður voru leiddar
h'kur að. Auðvitað er ekkert hægt að fullyrða um það, hver áhrif mislengd
textanna kann að hafa á hundraðstölurnar. Við vitum ekki, hvenær texti er nógu
langur, dæmi nógu mörg, til að gera megi ráð fyrir, að niðurstaðan verði ekki
algerlega tilviljunum háð. Þess vegna hefði verið æskilegt að velja lengri texta
til rannsóknar, sérstaklega með alþýðustíl.
í ITl. hluta ritsins gerir höf. tilraun til að afmarka eða skilgreina forsetningar
sem orðflokk „from a descriptive point of view“. Tlann tekur skýrt fram, að
skilgreiningin sé takmörkuð við þá texta eina, sem liann hefir rannsakað, og
leggur áherzlu á, að ekki sé um endanlega niðurstöðu að ræða, því að „syntactic
classes must be determined on the basis of their own mutual interrelationships
and the total syntax" (16.5).
Kaflafyrirsagnir eru sem hér segir: General Remarks, Immediate Consti-
tuency, Adverb or Preposition? Additional Prepositions, Compounds og
Summary of Part III.
Ég ætla aðeins að drepa á, hvernig höf. fjallar um samsetningar. Þær komu
öðru hverju við sögu í II. hluta, og var þá fjallað um einstök dæmi, en hér er
efnið í heild tekið nýjum tökum. Samböndum þeim, sem til greina kemur að
telja samsetningar, er skipt í fernt: (1) (á) miðli, (2) í gegrwm, (3) á h(>nd,
(4) jyrír-an.
(1) f II. hluta var á greint sem atviksorð í sambandinu á miðli. í stað þess
að greina á sem atviksorð og miðli sem forsetningu bendir höf. á þá lausn, að
gera megi ráð fyrir morfeminu miðli, en miðli/ámiðli/ímiðli (o. s. frv.) séu
allómorf þess. Eins má skýra hjá/íhjá sem allómorf af hjá.
(2) Á sama hátt má fara með í gegn og í gegnum, þar sem í var fyrst (í II-
hluta) greint sem atviksorð. Eini munurinn er sá, að gegn og gegnum koma —
að sögn höfundar — aldrei fyrir nema á eftir í í þeim textum, sem um er að
ræða.
(3) f þriðja lagi eru nokkur sambönd, sem Ileusler taldi til forsetninga, svo
sem á hgnd, á jund, á móti, í stað, jyrir sakar. Höf. telur einfaldast að greina
þau sem forsetningarliði („preposition plus object“).
(4) í fjórða hópnum eru eingöngu sambönd af gerðinni jyrir -an. Höf. fjallar
fyrst um sambönd af þessu tagi í II. hluta ritsins. Fyrsta dæmið er á þessa leið:
... þa es ... byrgia jxi jyr utan cristne goþs .. .<5 (4.7.B). Þar bendir höf. á, að
n byrgia og jyr eru prentvillur fyrir býrgia og jýr.