Vera - 01.10.1982, Síða 13

Vera - 01.10.1982, Síða 13
skapandi að ala upp börn44 — Pað er nú svo dæmigert fyrir mörg húsverk. Maður vaskar upp og eftir smá stund er vaskurinn aft- ur orðinn jafn fullur. Petta eru sí- felldar endurtekningar á sömu verkunum. Endu sjást húsverkin ekki nema í þeim tilvikum sem þau eru ekki unnin. Elinóra: „Já, ég er oft aö spekúl- era í aö þetta sé hálf vonlaust. Maður er ekki fyrr búin aö þrífa í kringum sig en allt er orðið jafn óhreint aftur. En,“ segir Elinóra og það léttir heilmikið yfir henni, ,,þá fer ég að liugsa um að nú sé t'jöl- skyldan orðin nærð og hlaðin orku og tilbúin að hefja sín störf og þá sé ég að þetta hefur tilgang. Manni líður betur eftir á.” Jónína: „Svo kemur þaö etv. fyr- ir einu sinni eöa tvisvar á ári að maður slær öllu upp í kæruleysi og hugsar ineð sér að maður nenni þessu ekki. Utilokar sig frá öllu sem maður þarf að gera, því maður hefur hvorki krafta né geö í sér til að gera hlutina. begar heimilisfólk- ið kemur svo heim er sagt við mann: Hvað ertu að gera allan daginn! Þaö er þetta sem bítur mann." Elinóra: „Maöur þarfnast viður- kenningar á öllu því sent maður gerir. Sama hvaða starf maður vinnur." Jónína: „Já, en þaö er aldrei tal- aö um það við húsmæður um hvað þær séu myndarlegar. Það þykir svo sjálfsagt aö allt sé tipp topp." „Fáum ekki viðurkenningu fyrr en í miiiiiiiigar- greinunum.“ Elinóra: „Það aö vera heima- vinnandi húsmóðir er mjög illa metið at’ þjóðfélaginu vegna þess að viö fáum ekki borgað lyrir þá vinnu í beinhörðum peningum. Fæðingarorlofiö sem húsmæöur fá er gott dæmi unt þetta. Þaö er reiknað út eltir því hve margar dagvinnustundir konan hefur unn- ið. Þar lenda húsmæður í lægsta flokki, eða með þeirn sem unnið hafa 516 stundir eöa færri sl. 12 mánuði." Hanna: „Vinnan innan heimilis- ins er ekki metin sent vinna. Það telst ekkert til vinnu nema það sent er verðmætaskapandi. Og þjóöfé- lagið telur það ekki verðmætaskap- andi að ala upp og hlúa að börnum. Skrítið?!" Jónína: „Vitið þið hvenær viö fáum viðurkenningu á húsmóður- störfunum? Það er í minningar- greinunum. Þetta er alveg satt... það er ekki fyrr! Því miður!" „Þá kemur það fyrst í ljós hvernig manneskjan sjálf er.“ Jónína: „Konur hugsa oft allt of lítið um sjálfar sig. Það er td. rnjög algengt að þær hafi ekki samvisku til að fá sér föt. því þær eru alltaf að klæða börnin sín upp og saunta á þau. Svo þegar þessar konur eru búnar að koma börnunum upp og geta farið að hugsa unr sjálfar sig án þess að vera stöðugt að pæla í börnunum, þá breytast þær of- boðslega, og njóta þess virkilega að vera til. Þegar þær eru komnar undan þessu oki og þessari miklu samvisku gagnvart börnunum og heimilinu, þá kemur það fyrst í ljós hvernig manneskjan sjálf er." Elinóra: „Viö leggjum svo mik- inn metnað í að hafa krakkana huggulega og fína, því við sem mæður erum dæmdar eftir því hvernig börnin okkar líta út." — Konur eru ekki bara dœmdar eftir því hvernig börnin líta út, held- ur einnig eftir því hvernig heimilið er. Sjáiist ryk eða skítur á heimilinu þá er það álitið konunni að kenna og hún er dæmd sóði! Hanna: „Við erum líka dæmdar eftir því hvcrnig eiginmennirnir líta út. Ef maðurinn minn fer t. d. í óstraujaða skyrtu, þá stendur mér ekki á sama því ég veit að ég verö dæmd fyrir það." „En enginn veltir því fyrir sér hvers vegna hann skuli geta hugsað sér að ganga í slíkri skyrtu,“ segir Elinóra, og allar erum við alveg hissa á að konur skuli láta bjóða sér þetta. Vinna 12—24 tíma á sólar- hring, alla daga vikunnar árið um kring. — Meðalvinnutími bresku hús- mœðranna reyndist vera 77 klst. á viku. Pá var ekki með talinn matar og kaffitími og sá tími er börnin sofa, þó svo húsmóðirin sé vissu- lega bundin yfir þeitn þann tíma. Ekki var heldur talinn með sá tími sem hún fer með börnin í heim- sóknir. Aðrar kannanir leiða svipað í Ijós. Petta er nánast tvöfalt lengri tími en lögbundin vinnutími er. Vinna íslenskar húsmœður svona langan vinnudag? Jónína: „Þegar börnin cru lítil þá er vinnutíminn 24 stundir á sólar- hring." Elinóra: „Eg nrundi segja aö í 13 £

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.