Vera - 01.10.1982, Page 16

Vera - 01.10.1982, Page 16
.. að lögum um byggingu leigu- húsnæðis á félagslegum grund- velli verði breytt Ekkert er vitaö um hve margir eru í húsnæöishraki nú. Aöeins liggja fyrir tölur frá húsnæðisdeild Félagsmálastofn- unar Reykjavíkur, en þar eru 800 manns á biðlista. Hjá Leigjendasamtökunum eru 130 manns á skrá. Fulltrúar Kvennaframboðs hafa nú flutt tvær tillögur sem snerta þetta mál. Viö lítum á þær sent tilraun til aö taka raunhæft á þessum vanda og viðurkenningu borgaryfirvalda á ábyrgö sinni í málinu, nái þær fram að ganga. Fyrri tillagan felur í sér að borgin hafi frumkvæöi aö því aö hefja viðræður viö Leigjendasamtökin og Flúseigendafé- lagiö um að þessir þrír aöilar komi á fót húsaleigumiöstöð, sem annist skráningu þeirra sem eru í leit aö húsnæði og hal'i milligöngu um útvegun leiguhúsnæöis. Þessi tillaga er nú til umsagnar hjá félagsmálaráði og húsaleigunefnd. Vonandi veröur hún ekki svæfö í þessum nefndum. Síöari tillagan gerir ráö fyrir aö borgarráð beiti sér fyrir endurskoöun á þeim þætti laganna um Húsnæðisstofnun ríkisins, sem fjallar um byggingu lciguhúsnæöis á félagsleg- um grundvelli. Núgildandi lagaákvæöi eru þannig aö Hús- næöismálastjórnarlán til bygginga leiguhúsnæðis eru afar óhagstæð og nánast útiloka byggingu slíks húsnæðis. Þessi tillaga liggur nú fyrir í borgarráði og má segja aö útgjaldalítiö sé fyrir ráðiö að santþykkja hana. Samþykkt hennar er þó fyrsta skrefið í þá átt aö borgin viðurkenni ábyrgö sína í þessu máli. Því ber aö fagna nái hún fram aö ganga og fylgja fast eftir aö ekki veröi látið sitja við orðin tóm. Gudrím Jónsdóttir. Ljósm. Um BYGGJUM í VATNSMÝRINNI Kvennaframboðið tekur af- stöðu gegn ónauðsynlegri þenslu borgarinnar til austurs Æskilegt er að færa fólk nær starfstækifærum & 16 Á fundi borgarstjórnar þann 1. júlí s. I. lagði Kvenna- framboðið fram tillögu um þaö, að Borgarskipulagi Reykja- víkur og skipulagsnefnd yröi falið aö kanna möguleikana á því aö flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni. í tillög- unni var jafnframt ráö fyrir því gert að Borgarskipulagið gerði samanburð á kostum og göllum viö blandaða íbúöa- byggð í Vatnsmýrinni annars vegar og norðan Grafarvogs hins vegar. Þessari tillögu var vísað til skipulagsnefndar til nánari umfjöllunar og er hún þar nú þegar þetta er skrifað. Ástæöan fyrir því aö borgarfulltrúar Kvennaframboðsins báru fram þessa tillögu er sú, aö í stefnuskrá sinni tekur Kvennaframboöið afstööu gegn ónauðsynlegri þenslu borg- arinnar til austurs, meðan innan hennar eru stór svæöi sem æskilegt væri aö leggja undir íbúöabyggö. í greinargerð sem fylgdi tillögunni segirm. a.: „Áframhaldandi útþensla borg- arinnar til austurs hefur í för meö sér aukið misræmi milli starfstækifæra annars vegar og búsetu hins vegar, sem leiðir af sér stöðugan umferöarstraum frá einum enda borgarinn- ar til annars. Reynsla undanfarinna áratuga hefur líka sýnt aö uppbygging atvinnufyrirtækja og þjónustu í úthvcrfum borgarinnar hefur ætíö rekiö lestina og er engin trygging fyrir því nú, að hið sama endurtaki sig ekki á fyrirhuguðu byggingarlandi borgarinnar á austursvæöum. Á svæöinu vestan Kringlumýrarbrautar eru hins vegar í dag u. þ. b. 12.300 starfstækifæri umfram íbúa og meö byggingu íbúö- arhúsnæðis á flugvallarsvæðinu er því veriö aö færa fólkið nær öllum þeim starfstækifærum sem eru í næsta nágrenni." I greinargerðinni er jafnframt á þaö bent að meðalaldur í borginni fari hækkandi sem hljóti aö valda því aö þörfin fyrir húsnæöi í borginni breytist og þar meö húsnæðismark- aöurinn. í framhaldi af því segir: „Þaö sem verður fyrst og fremst aö taka mið af er, aö fólk hafi ntöguleika á aö velja scr húsnæði eftir fjölskyldustærð á hverjum tíma, án þess að þaö þurfi að rífa sig upp með rótum úr því umhverfi sem orðinn er hluti af lífi þess. Bygging íbúöarhúsnæöis á flug- vallarsvæðinu gerir mögulegt að auka fjölbreytni húsnæðis innan gróins umhverfis, hún gæti gcrt gömlu fólki kleift að flytja í hentugri íbúðir innan síns hverfis og þar meö myndi hún opna möguleikana á tilflutningi nýrra kynslóða inn í gróin hverfi. Allt stuðlar þetta að jafnvægi í samsetningu hverfanna." í greinargerðinni er höfuðáhersian lögð á kosti þess að

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.