Vera - 01.10.1982, Side 33

Vera - 01.10.1982, Side 33
Breytum sverðum í aöalstöövum Sameinuðu þjóð- anna í New York er stytta sem sýn- ir mann vera aö breyta sveröi í plóg. Pessa styttu gáfu Sovétríkin á dögum Stalíns og átti hún aö minna á þaö ætlunarverk hinna samein- uöu þjóöa aö tryggja friö á jöröu. í dag er mynd af þessari styttu á merki friðarhreyfingarinnar í Aust- ur-Þýskalandi og liver sem meö það sést er handtekinn þegar í staö, sakaður um andkommúnisma. Þannig geta ætlunarverkin snúist upp í andhverfu sína. Það eru örlög þessarar styttu aö gera friðflytjend- ur heldur vansæla, hún sem í ein- faldleik sínum er ákall um friö og brauö í staö stríös og hungurs. En þannig vill ganga í baráttunni fyrir betri heimi. Um leiö og vald- hafar sjá sér ógnað á einhvern hátt, jafnvel þótt beðiö sé um frið, er gripið til valdbeitingar, hvort sem er austan tjalds eöa vestan, heima fvrir eöa í öörum löndum. Stóru orðunum er beitt og rykið blásiö af gömlu kaldastríðsstimplunum, en nú virðist sem slík ráö dugi ekki lengur. Utan viö herkastalana, á göturn og torgum blómstra þúsund blóm friðarhreyfingarinnar, fræin dreifast meö vindinum uni víöa veröld og ekkert fær stöövað þau. Þaö hefur kveikt nýja von í brjóstum okkar herstöövaandstæð- inga aö fylgjast meö vexti friðar- hreyfingarinnar í Evrópu og Ameríku. Eftir allar okkar löngu en góðu göngur hillir nú undir nýj- ar leiðir og annars konar umræðu en þá sem klofiö 'hefur íslensku þjóöina í hart nær 40 ár. Það er Ijúf tilfinning að finna til samstöðu meö öðrum þjóðum og vita sig eiga miljónir samherja út um allan heim. En þaö dugar auðvitað ekki að dást að öðrum og bíöa þess aö friðarhreyfing heimsins losi okkur viö NATO, herinn og allt hans drasl. Þaö gæti farið svo aö viö sæt- um uppi meö óvígan kafbátaher öslandi um hafiö kringum landiö, ef við höldum ekki vöku okkar og gerumst öll virkir þátttakendur í þeim mikla kór sem nú hrópar á frið meðal manna. Okkar bíöur þaö mikla verkefni aö sameina í eina sveit alla þá sem afneita vopnaskaki stórveldanna og vilja leggja sitt lóö á vogarskál friðarins. I mínum huga er friðarbaráttan órjúfanlega tengd kröfunni um brottför hersins og úrsögn íslands úr NATO, en viö vitum vel að um þær krölur næst ekki víötæk sani- staöa eins og málum er nú háttaö. Arfur kalda stríösins lifir of góðu lífi til þess, Spurningin er: á hvaöa grundvelli er hægt aö mynda sterka friðarhreyfingu, eöa erum viö ekki sammála um að hennar sé þörf? Reynslan frá Evrópu hefur sann- aö að þaö er engan veginn vanda- laust að starfrækja friðarhreyfingu. Spurningarnar eru margar og skoö- anir skiptar, breiddin er mikil og litrófiö frá nokkuö bláu yfir í eld- rautt. Þaö er spurt: á aö krefjast einhliöa afvopnunar? Er hægt aö treysta Sovétríkjunum til að draga samtímis úr hervæöingu sinni? Er raunhæft aö efla fjöldahreyfingar vestan megin, án samsvarandi sam- taka austan tjalds? Er hægt aö halda áfram friðarbaráttunni án þess aö lýsa stuðningi viö andófs- ötlin í Austur-Evrópu og frelsis- baráttu undirokaöra þjóöa? Verö- ur afvopnun möguleg meðan gróðaöfl nærast á vopnaskakinu? Veröur friður tryggöur fyrr en þau valdakerfi sem byggjast á kúgun og aröráni eru úr sögunni? Þaö er rök- rætt fram og aftur, en öllum er efst í huga að sameinast um þær kröfur aö framleiöslu kjarnorkuvopna veröi hætt, aö ákveöin svæði veröi lýst kjarnorkuvopnalaus og síðast en ekki síst afvopnun. í breiddinni og samstöðunni felst styrkur friðar- hreyfingarinnar, fram hjá henni verður ekki gengiö, enda um fram- tíö mannkynsins aö tella hvorki meira né minna. Og smám saman er íbúum Evrópu aö veröa Ijóst aö málið snýst ekki bara um sprengjur og eldflaugar, heldur um nýja póli- tík seni bindur enda á skiptingu Evrópu milli stórveldanna og skap- ar nýja Evrópu, lausa viö þá ógn aö veröa hugsanlegur vígvöllur í kjarnorkustyrjöld. Eitt er víst: Þaö í plóga er nóg viö þá peninga aö gera, sem ausið er í vopnakapphlaupið í sveltandi heimi. Þess er krafist aö vopnum veröi breytt í plóga. Uti í þeim stóra heimi hafa kvennasamtök látiö friöarmálin ntjög til sín taka. Er þar skemmst aö minnast undirskrifta V* millj. kvenna á Norðurlöndunum, friöar- göngunnar til Parísar í fyrra og göngunnar til Minsk í Sovétríkjun- um sem hefst eftir 10 daga. Konur friðarins minna á aö barátta kvenna gegn stríöi og ofbeldi á sér langa sögu, enda vilja konur ekki ganga með börn og fæða með þján- ingu til þess að sjá á eftir þeim í stríð, eöa sjá þau verða ógnunt styrjalda aö bráö. Um allan heim hrópa konur: Nú er nóg komið. Við líöum þaö ekki lengur að karl- veldi þessa heims steypi okkur öll- um í glötun. Þær benda á aö 400 þús. vísindamenn, eða 40% allra vísindamanna, vinna í þágu hern- aðar. Þeir hafa skapað vopn sem duga til aö sprengja hinn óskil- greinda óvin 40 sinnum í loft upp, en vísindamönnum og valdhöfum hefur ekki tekist að tryggja megin- þorra mannkyns mannsæmandi líf, hvorki mat, húsnæöi, góöa heilsu, menntun, vinnu né öryggi. Nei, mál er að linni. Afvopnun til aö tryggja varanlegan heimsfriö, mat í staö vopna, gegn stríði, þessar eru þær kröfur sem konur setja á oddinn. Enn sem komið er hafa konur á íslandi látiö lítið frá sér heyra um friöarmálin, ráöa þær þó yfir mörg- um samtökum og sterkum. Hljót- um viö ekki að spyrja eins og kyn- systur okkar á Norðurlöndum: Eiga börn þessa lands nokkra framtíö fyrir sér í þessari vitskertu veröld? Er ekki komið að okkur íslenskum konum aö grípa hamar- inn og taka til viö aö breyta sverö- um í plóga, í þeirri heimssmiðju sem friðarsinnar eru aö reisa? Er ekki komið aö okkur öllum aö ganga í smiðju og hamra járniö, meðan enn lifir í lífsglóðum mann- kynsins? Flutt á Miklatúni 3. júlí 1982 Kristín Ástgeirsdóttir 33 f

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.