Vera - 01.10.1982, Qupperneq 36

Vera - 01.10.1982, Qupperneq 36
Viö viljum frið Við viljum 3Ö framleiðsla kjarnorkuvopna verði stöðvuð og bann verði lagt á framieiðslu efnavopna og sýklahernað. Við//viljum\að öil kjarnorkuvopn verði eyðiiögð. / Við viljum afvopnun. Við viijuni^ að konur béiti samtakamætti sínum til að vinna að friði stuðii að samstárfi allra þeirra hópa og einstaklinga sem vilja taka upp baráttu fyrir friði og afvopnun. Öll erum við ábyrg fyrir því hvort þjóðfélagið sem við tökum þátt í að móta stefnir að stríði eða friði. \ Við lýsum eindregnum stuðningi við ályktun Prestastefnu íslands 1982 um friðarmál og hvetjum iandsmenn til að taka þátt í þeim aðgerðum sem þar eru boðaðar. Við tökum undir þau sjónarmið evrópskra og bandarískra friðar- hreyfinga að þjóðir heimsins marki sér stefnu óháð hagsmunum risa- veldanna. Við óskum samstarfs við alla sem vilja vinna að friði og tryggja að mannréttindi séu í heiðri höfð. Gífurlegum fjármunum er varið til vígbúnaðar meðan stór hluti mannkyns sveltur. Bilið milli ríkra og fátækra þjóða eykst stöðugt. Vígbúnaðarkapphlaupið magnast þó að þau vopn sem þegar eru til nægi margfaldlega til að útrýma mannkyninu. Þúsundir vísinda- manna nota hugvit sitt og krafta til að fullkomna vopn sem geta eytt öllu lífi á þessari jörð. Þetta er mesta ógnun sem mann- kynið hefur nokkru sinni staðið andspænis og hún er verk okkar mannanna sjálfra. Við verðum því sjálf að snúa þessari þróun við. Við verðum að taka höndum sam- an, konur sem karlar, og vinna markvisst að því að ókomnar kyn- slóðir fái að byggja þessa jörð. Okkur er Ijós sá styrkur sem felst í samtökum kvenna og því skorum við á allar konur á íslandi að þær hugleiði þessi mál og taki þau til umræðu og umfjöllunar hvar sem því verður við komið. Sigríður Thorlacius Unnur S. Ágústsdóttir María Pctursdóttir Elín Pálmadóttir Esthcr Guðmundsdóttir Guörún Gísladóttir Guölaug Pctursdóttir Margrct Sigrún Björnsdóttir Hclga Jóhannsdóttir Margrct Einarsdóttir Kristín Ástgcirsdóttir Valborg Bcntsdóttir Gcröur Steinþórsdóttir Guöríöur Porstcinsdóttir Björg Einarsdóttir Bcssí Jóhannsdóttir Kristín Guömundsdóttir Auöur Eir Vilhjálmsdóttir Hrcfna Arnalds Ólöf P. Hraunfjörö María Jóhanna Lárusdóttir Ragna Bcrgmann Hclga Kristín Möllcr Sigrún Sturludóttir Álfhciöur Ingadóttir Svanlaug A. Árnadóttir í sumar og haust hcfur hópur kvenna á höfðuborgarsvæðinu komið saman í allmörg skipti og rætt samstarf íslenskra kvenna að friðar- og afvopnun- armálum. í hópnum eru konur sem starfa í Bandalagi kvenna í Reykjavík, Kvenfélagasambandi íslands, Kvennaframboðinu, Kvenréttindafélagi ís- lands, Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna, Prestafélagi ís- lands, samvinnuhreyfingunni. skátahreyfingunni, stjórnmálaflokkunum fjórum og verkalýðshreyfingunni. Konurnar hafa þó tekið þátt í starfinu sem einstaklingar en ekki fulltrúar félaga eða flokka. Hópurinn hefur komið sér saman um ávarp sem hér fylgir og er undir- ritað af 27 konum. Hefur það verið sent stjórnum kvenfélaga og kvenna- samtaka um land allt ásamt bréfi þar scm leitað er liðsinnis félaganna við starf á þeim grundvelli sem í ávarpinu felst. Óskað er cftir því að félögin haldi fund um friðunarmál og ræði hvernig konur geti beitt samtakamætti sínum til að vinna að þessu brýnasta hagsmunamáli mannkynsins. Verði undirtektir góðar er áformað að boða til ráðstefnu á fyrri hluta næsta árs með fulltrúum sem flestra félagasamtaka og einstaklinga. Þar yrði tekin ákvörðun um stofnun friðarhreyfingar íslenskra kvenna og þau verkefni sem slík hreyfing skuli vinna að. Utanáskrift hópsins er: Friðarhópur kvenna, Hallveigarstöðum við Túngötu, Reykjavík. Einnig er hægt að hafa samband við konurnar sent undirrita frumvarpið. Fréttatilkynning frá Friðarhópi kvenna

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.