Vera - 01.02.1985, Side 20

Vera - 01.02.1985, Side 20
*má Styrkir til kvennarannsókna Borgarstjórn samþykkir að veita kr. 4.000.000 til stofnunar sjóðs í tilefni 200 ára afmælis borgarinnar. Tilgangur sjóðsins er að veita tíu konum starfs- styrki til listsköpunar og/eða rannsókna sem varpi Ijósi á líf og starf kvenna í Reykjavík í 200 ár. Starfs- styrkirnir eru ársstyrkir og miðast við laun f Ifl. 113 skv. samningi BHM. Sérstök stjórn kosin af borgarstjórn skal hafa með höndum stjórn sjóðsins og úthlutun úr honum, en starfsstyrkirnir skulu auglýstir opinberlega til um- sóknar. Stjórn sjóðsins skal setja honum nánari starfs og úthlutunarreglur. Greinargerð með tillögunni er svohljóðandi: Líf og starf kvenna í aldanna rás er efni sem hlotið hefur til- tölulega litla umfjöllun. Hin opinbera menningararfleifð er fyrst og fremst verk karla um karla. Hlutur kvenna er þar stórlega fyrir borð borinn. Tillagan miðar að því að bæta nokkuð úr þessu og draga fram í dagsljósið ýmsilegt sem varpi Ijósi á hlut kvenna í þróun og uppbyggingu Reykjavíkur í 200 ár. Flutningsmenn tillögunnar telja vel við hæfi að borgin minnist loka kvennaáratugarins og tveggja alda afmæl- is síns með þessum hætti. Þegar þetta er skrifað er ætlunin aö freista þess að ná samstöðu allra kvenna í borgarstjórn um að flytja þessa tillögu. Þegar þið fáið blaðið í hendurnar hefur tíminn leitt í Ijós hvernig til tókst. Hver á að borga brúsann? Allar þær tillögur sem hér hafa verið tíundaðar kosta mikla fjármuni. í heiid nema hækkunartillögur Kvennaframboðsins rösklega 110 milljónum. Með breytingum og niðurskurði á öðrum liðum fjárhags- áætlunar hefur okkur tekist að fjármagna þessar til- lögur. Gatnagerðin hefur löngum reynst okkur drjúg matar- hola og í ár sækjum við um 87 milljónir til hennar. Eru rök okkar þau að gatnagerðin hafi haft óeðlilegan for- gang á undanförnum árum og nú verði einfaldlega að fresta þeim framkvæmdum sem ekki eru bráðnauðsyn- legar s.s. breikkun Sætúns, brú á Bústaöaveg, sem við erum reyndar mjög efins í að eigi rétt á sér, o.fl. Þá ger- um við ráð fyrir að aksturskostnaður borgarinnar lækki um 5 milljónir en hann hefur hækkað óeðlilega mikið á undanförnum tveimur árum. Frá því í jan. ’83 hefur hann hækkað um 147.2% á sama tíma og bensín hefur hækkað um 97.1%. Þarna hefur því verið um beina aukningu að ræða. 3 milljónir ætlum við að sækja á risnureikning borgar- sjóðs en sá reikningur hefur tilhneigingu til að þenjast út. Þá gerum við ráð fyrir að sækja um 2 millj. í vasa borgarfulltrúa og borgarráðsmanna. Þær milljónir verða teknar með því aö þessir aðilar afsali sér þeirri launahækkun sem kjaradómur skammtaði þeim en taki hækkun í samræmi við nýgerða kjarasamninga launa- fólks. Jafnframt gerum við ráð fyrir að borgarfulltrúar og borgarráðsmenn greiði sjálfir fyrir þann mat sem þeir borða þegar þeir eru að störfum en ekki borgarsjóður. Þá gerum við ráð fyrir að skrifstofukostnaður á borgar- skrifstofum í Austurstræti og Skúlatúni verði skorinn niður um 6 millj. enda teljum við ástæðulaust að hann hækki meira en kostnaður hjá öðrum stofnunum borg- arinnar. Og svona mætti lengi telja. Með því aö fara nákvæmlega ofan í einstaka liði fjárhagsáætlunar hefur okkur tekist að ná í það fjármagn sem við þurfum og við náum endum saman. Er það að sjálfsögðu skoðun okk- ar að með þessu móti hafi okkur tekist að leggja fram tillögu að fjárhagsáætlun sem taki félagslegar þarfir fólks framyfir einkabílisma og malbik. Okkar tillögur framhald: það sé samdóma álit þeirra starfsmanna borgarinnar sem vinna að unglingamálum að heimilislausum ungl- ingum fari sí fjölgandi. Er t.d. vitað að 35—40 unglingar á aldrinum 12—19 ára voru heimilislausir á tímabilinu sept.-nóv. '84. Er neyðarathvarfinu ætlað að vera skammtímaþjónusta við þessa unglinga og í rauninni frumaðstoð við lausn á vanda þeirra. Bókasafniö Gerðubergi Borgarstjórn samþykkir að verja kr. 5.500.000 um- fram áætlað fé í frumvarpi til fjárhagsáætlunar 1985 til bókakaupa fyrir bókasafnið í Gerðubergi. í frumvarpi að fjárhagsáætlun 1985 er gert ráð fyrir að verja 9.5 milljónum í bókakaup fyrir safniö. Er þessi fjár- veiting of naum til að hægt sé að tryggja að safnið eigi lágmarksbókakost þegar það opnar í ársbyrjun 1986. Gerir tillagan ráð fyrir að hægt sé að uppfylla staðla og bókaeign safnsins veröi 40 þúsund bindi þegar það opnar. 20 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifaði borgarmálasíðurnar

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.