Vera - 01.02.1985, Síða 30
Meiri háttar
mannamyndir
Konan hér á sjálfsmyndinni heitir ekki Elísa
Níelsdóttir og er ekki á íslensku elliheimili held-
ur heitir hún Alice Neel og er 85 ára gömul,
bandarísk og málar. Hefur málað í rúma 6 ára-
tugi. Myndefni hennar hefur löngum verið hefð-
bundið: andlitsmyndir, uppstillingar, útsýnið út
um gluggana heima hjá henni, einstaka lands-
lagsmynd en fyrst og fremst fólk. Hún málar sín-
ar andlitsmyndir yfirleitt í einni lotu meðan
manneskjan situr fyrir. Slíku fylgir meiri spenna
en því að vinna eftir Ijósmyndum, og kannski
næst sterkari tilfinning í málverkið en um það
eru þó skiptar skoðanir.
í fyrra sá ég tvær yfirlitssýningar á verk-
um Alice Neel í New York sem segir mikið
til um hve vinsæl hún er um þessar mund-
ir. í gegnum tíðina hafa verk hennar ekki
verið helstu „smellirnir” á veggjum safna
og gallería í New York. Reyndar hefur
Neel löngum verið höfð að háði og spotti
vegna mynda sinna. Það hefur verið bent
á hendurog fæturog spurt hvort konan viti
ekki hvernig mála eigi útlimi? Liðamót
hafa þótt í tognara lagi og hendurnar eins
og á liðagigtarsjúklingum. En auðvitað er
Alice Neel ekki að kortleggja hnéskeljar og
fingurkjúkur heldur að tjá tilfinningu sína
gagnvart fyrirmyndunum og notar til þess
þá myndrænu möguleika sem bjóðast.
Vinnumáti hennar er sá að hún teiknar
með bláum þunnum lit línuteikningu af fyr-
irmyndinni beint á strigann. Þá setur hún
liti í og/eða yfir teikninguna. Hún notar oft
sterka liti og skilur oft stóra fleti léreftsins
ómálaða. Þessir stóru Ijósu fletir virka oft
vel með sterkum litum og einfaldri mynd-
byggingu.
Það eru aðallega hennar nánustu sem
Alice hefur málað svo og nágrannar og
aðrir listamenn. Hún hefur búið á Manhatt-
an síðan 1927 og þvi kynnst fjölda lista-
manna. Enginn skortur á fólkinu þar á eyj-
unni Manhattan. Ég hef séð hana leika
með málurunum Larry Rivers og Al Leslie
í 8 mm kvikmyndinni ,,Pull My Daisy” frá
1959. Sprenghlægileg mynd sem lifir ein-
ungis á því að fyrir utan fyrrtalda leikara þá
voru i myndinni Frank O’Hara og Allen
Ginsberg. Og myndina gerði Robert Frank
sem hefur hálfguðsstatus í Ijósmyndun í
júessei. Neel var beðin um að leika í mynd-
inni af því að hún liti út eins og hefðbundin
íhaldskona. Þegar hún mætti til leiks var
þar Allen Ginsberg og hún lét sér detta til
hugar að hann hefði verið beðinn að leika
í myndinni á sömu forsendum og sagði
,,Nú, svo þú átt að leika hlutverk Allen
Ginsberg?” ,,Ég er Allen Ginsberg” var
svarið. Hann hafði ekki sama húmor og
Alice Neel.
Líf Neel hefur ekki verið eintómur tangó-
dans á rósum sí og æ. Hún fæddist fátæk-
um foreldrum árið 1900 á austurströnd
Bandaríkjanna. En bittinúnú, hún getur þó
alla vega rakið ættir sínar til eins þeirra
manna er undirrituöu Sjálfstæðisyfirlýs-
ingu Bandaríkjanna og slíkt er nú enginn
smáklassi í landinu því. 25 ára lauk hún
B.A. prófi í myndlist frá sæmilegum skóla
og giftist kúbönskum bóhem og málara og
fluttist með honum til Kúbu. Þar eignaöist
hún dóttur og flutti fljótlega meö hana og
manninn til New York. Þar dó dóttirin og
önnur fæddist ári síðar en hana fór Kúban-
inn með til Kúbu og sást mest lítið meir. Af-
leiðing þessa var að Alice fékk taugaáfall
og gerði sjálfsmorðstilraun og var um tíma
á geðsjúkrahúsi. Síðan hefur gengið á
ýmsu hjá henni og hún búið með afar
skrautlegum mönnum. Einn eyðilagði fjöl-
mörg verk hennar með hnífum eða eldi.
Annar hrelldi annan son hennar. Sá þriðji
P.S. Alice Neal lést s.l. haust
forðaði sér með annarri konu er Alice lá á
sæng. Hvernig stendur á þvlað svona klár
kona gat ekki skipulagt líf sitt betur? Sú
spurning er tóm tjara því það er meðal
annars þessi lífsreynsla sem gerði hana
að þeim málara sem hún varð.
Algengasta myndefni Alice Neel eru
synir hennar tveir og fjölskyldur þeirra.
Strákarnir ollu rómantískri móður sinni
nokkrum vonbrigðum. Hún lét sig dreyma
um að annar yrði balletdansari og hinn
konsertpíanisti en nú eru þeir lögfræðing-
ur og læknir og hafa engan hug á að skipta
um greinar. Hún málar þá nú í jakkafötum
og allegræer og aldrei með börnum sín-
um. ,,Nú þeir eru aldrei með þau” segir
hún aöspurð. Ekki svo aö skilja að hún sé
ósátt við lífiö. Hún segir að þegar hún hafi
veriö ung og átt lífið framundan hafi hún
reynt að stytta sér líf, en nú þegar hún sé
orðin gömul og dauðinn nálægur þá vilji
hún endilega lifa sem lengst. Kannski er
hún að mála núna nýjar sjálfsmyndir, átta-
tíu og fimm! Svala Sigurleifsdóttir.
30