Vera - 01.07.1986, Qupperneq 10
Umræðan um ofbeldi í fjölskyldum hér á landi hófst um og
í kringum árið 1982, en í júní það ár voru Samtök um Kvenna-
athvarf stofnuð. Markmið samtakanna var að koma á fót og
reka athvarf fyrir konur og börn þeirra, þegar dvöl í heimahús-
um er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis
en einnig að vinna gegn ofbeldi með því að stuðla að opinni
umræðu um ofbeldi í þjóðfélaginu. Þann 6. desember sama
ár var svo Kvennaathvarfið opnað og þann 20. maí 1986
höfðu u.þ.b. 540 konur og 491 barn sótt þangað.
Ofbeldi í fjölskyldum bitnar ekki einungis á konum heldur
einnig á börnum. í könnun sem Grayford nokkur gerði í
Bandaríkjunum, kom í Ijós að af 100 konum sem beittar voru
ofbeldi, sögðu 54 að eiginmenn þeirra beittu börnin líka of-
beldi.
Barnaofbeldi er skilgreint sem ill meðferð eða vanræksla á
börnum þanpig að líkamlegri heilsu og þroska barnsins sé
hætta búin. Óþarfi er að taka fram að ef andlegum og líkam-
legum þörfum barns er ekki fullnægt er hætta á varanlegu
andlegu og líkamlegu heilsutjóni. Komið hefurfram í könnun-
um í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Svíþjóð að kynferðisleg
misnotkun er algengasta tegund barnaofbeldis.
Margir álíta að á íslandi, þar sem börn eru svo velkomin,
fari enginn að beita þau ofbeldi. Eitt er víst að flestir sem hafa
eitthvað með börn að gera, hér á landi, hafa orðið varir við
að barnaofbeldi er til, bæði andlegt og líkamlegt svo og kyn-
ferðisleg misnotkun á börnum og því miður er allt sem bendir
til að ekki sé minna um það hér á landi en í nágrannalöndun-
um.
Samt sem áður er ekki vitað með vissu hve algengt ofbeldi
gagnvart börnum er á íslandi, en í skýrslum sem til eru um
aðsókn að Kvennaathvarfinu kemur fram að af 488 konum
sem hafa leitað þangaðsögðu u.þ.b. 14.5% að ofbeldi gagn-
vart börnunum væri ein af ástæðunum fyrir því að þær leituðu
til Kvennaathvarfsins.
Konur í Samtökum um Kvennaathvarf hafa orðið varar við
að umræðan um barnaofbeldi er skammt komin hér á landi
og að börn sem hafa verið beitt ofbeldi eiga í fá hús að venda.
Sama má eflaust segja um flesta sem hafa með börn og fjöl-
skyldur að gera. Það er orðið mjög brýnt að eitthvað sé gert
í þessum málum, sem sést kannski best á þeirri umræðu sem
nú þegar er hafin í þjóðfélaginu. Til dæmis hélt Félagsmála-
stofnun Reykjavíkurborgar námsstefnu um ofbeldi gagnvart
börnum, í Gerðubergi sumarið 1984. Fræðsluhópur félags-
ráðgjafa og sálfræðinga hélt námstefnu á Akureyri vorið 1985
um sama efni og í apríl s.l. var haldin námsstefna á vegum
læknanema i Norræna húsinu.
Þann 14. desember s.l. opnaði Rauði Kross íslands hjálp-
arstöð fyrir börn og unglinga að Tjarnargötu 35 i Reykjavík.
Aðalhvatinn að stofnun barna- og unglingaathvarfsins var
vaxandi vímuefnavandi ungmenna en oft er erfitt að greina á
milli orsaka og afleiðinga í vanda barna og unglinga og þótti
því ráðlegt að takmarka ekki aðgang vegna annarra vanda-