Vera - 01.07.1986, Qupperneq 16
vðkallandi að
Einn sólbjartan sunnudagsmorgun í apríl, þegar fáir voru
komnir á ról, hittust sex konur á skrifstofu Kvennaathvarfsins
í Hlaðvarpanum á Vesturgötu. Þessar konur eiga það sam-
eiginlegt að starfa allar í Samtökum um Kvennaathvarf en hitt-
ust nú til að ræða um ofbeldi gagnvart börnum, barnalögin,
og uppeldi almennt. Þrjár kvennanna, mættu hér sem fulltrú-
ar Veru til að ræða við hinar þrjár, þær Borghildi Maack hjúkr-
unarfræðing, Ingibjörgu Georgsdóttur lækni og Jenný Bald-
ursdóttur læknafulltrúa, sem allar hafa starfað við umönnun
barna sem beitt hafa verið ofbeldi. Við byrjum á því að ræða
við þær um hvað átt sé við, þegar talað er um ofbeldi gagn-
vart börnum.
Spjallað um
ofbeldi gagnvart börnum,
barnalögin og
uppeldi almennt
Jenný: Þaö er mjög aðkallandi aö skilgreina hvaö sé ofbeldi.
Samkvæmt mínum skilningi er viss tegund af ofbeldi gagnvart
börnum látin viögangast hér á landi. Öll valdbeiting er ofbeldi,
hvort sem þaö er í formi rassskells eða einhvers annars.
tngibjörg: Fólki finnst allt í lagi aö flengja börn sín og segir oft:
,,Ég var flengd/ur og ég er ágætis borgari í dag“. En þaö má ekki
gleyma því aö ef börnin okkar alast upp viö það aö foreldrarnir
þeirra nota ofbeldi þegar þá skortir orö þá er ekki von til þess aö
þau grípi til annarra ráöa. Þau læra aö nota ofbeldi sem aðferð til
aö leysa vandamál sín bæði í leik, sem börn, og seinna þegar þau
eru oröin fulloröin.
Borghildur: í norskri barnalöggjöf eru uppeldisaöferöir, þar
sem foreldrar beita styrk sínum, skilgreindar sem ofbeldi.
Svo er vanræksla líka skilgreind sem ofbeldi.
Ingibjörg: Já, mjög alvarleg vanræksla, þegar nauðþurftum er
ekki sinnt, ekki skipt á bleyju og ekki gefið aö boröa er vissulega
líka ofbeldi. Oft stafar slík vanræksla af því aö foreldrarnir kunna
ekki betur. Þau hafa sjálf þá oft verið alin upp við slíkar aðstæður.
Þetta er iðulega ungt fólk meö sitt fyrsta barn. í Kanada eru þessir
foreldrar stundum lagðir inn meö börnunum til aö kanna hvort
hægt sé aö leiðbeina þeim eitthvað við uppeldið. Ef svo reynist,
er hjúkrunarfólk sent heim til þeirra daglega til aö kenna þeim
aö annast barniö sómasamlega.
Jenný: Slys á börnum, bæöi innan húss og utan, er hér á landi
með því hæsta sem gerist í Norður-Evrópu. Mikiö af þessum slys-
um veröur vegna þess aö enginn lítur eftir börnunum, eöa vegna
kæruleysis meö hættuleg efni og hluti.
Þaö er einnig mjög alvarleg vanræksla og mætti sannarlega
líkja viö ofbeldi. Þaö er barnaskapur aö ætla aö þaö sé eitthvaö
minna um barnaofbeldi hér á landi en annars staðar.
Ingibjörg: Það má benda á, í þessu sambandi, aö hér á íslandi
erum viö með lægstu dánartölu nýfæddra og stöndum mjög vel
að vígi hvað þaö varðar. En þetta forskot tapast á fyrstu 15 árun-
um. Börnin sem viö björgum viö fæöingu missum við í óþarfa slys-
um.
Borghildur: Barnaofbeldi er yfirleitt skilgreint sem ill meðferö
eöa vanræksla á börnum, þannig að líkamlegri eöa andlegri
heilsu og þroska barnsins sé hætta búin.
Ingibjörg Georgsdóttir.
Jenný: Eins og viö höfum kynnst í Kvennaathvarfinu, þá er
erfiðara að hjálpa konum sem hafa veriö beittar andlegu ofbeldi.
Yfirleitt hefur það átt sér staö í lengri tíma og konur eru oft verr
farnar og lengur að ná sér. Stundum eru þær líka gjörsamlega
niöurbrotnar og ófærar um aö takast á viö nokkurn skapaöan hlut.
Borghildur: Þaö er líka auðveldara aö lækna sjáanlega áverka
en andlega skaöa. Það tekur langan tíma að lækna þá, ef þaö er
þá nokkurn tímann hægt.
16