Vera - 01.07.1986, Qupperneq 17
skilgreina ofbeldi
Borghildur Maack
Jenný Baldursdóttir Ljósmyndir: A.H.
Ingibjörg: Þá má líka segja að það sé viss tegund af ofbeldi þeg-
ar við segjum við drenginn okkar þegar hann kemur inn og græt-
ur, að hann skuli fara út og berja þann sem barði hann. Við ölum
börnin okkar upp við tvískinnung, það má ekki berja mömmu, en
Það má beita afli á félagana.
Það virðist vera munur á uppeldisviðhorfum okkar kynslóðar
°9 kynslóðanna á undan. Til dæmis þá var í ákvæði í gömlu
barnalögunum frá um 1700 að foreldrar ættu að berja börnin sín.
„Fremji börnin nokkuð ósæmilegt, þá eiga foreldrarnir
ekki eftir hingaö til brúkanlegum siðvana að láta of-mikið
eftir þeim, heldur straffa þau með alvarlegum orðum (þó
fyrir utan blót og ósæmileg illyrði) ellegar og so með hendi
og vendi eftir ásigkomulagi yfirsjónarinnar". (Okkar undir-
strikun)
(Úr Alþingisbókum íslands 1741—1750)
Borghildur: Hér á landi er barnaofbeldi samfélagsvandi sem
hefur lítið verið ræddur, en er þrátt fyrir það þekkt fyrirbæri í þjóð-
félaginu. Það er látið viðgangast þó það sé bannað með lögum
að beita börn ofbeldi hérálandi. Þaðereinsogfólki hafi ekki verið
kynnt hvað má og hvað má ekki.
í 45. gr. barnaverndarlaganna frá 1966 stendur:
,,Ef maður viðhefur í návist barns eða ungmennis ósiölegt,
ruddalegt eða ósæmilegt orðbragð eða athæfi, ertir það
eða dregur dár að því eða særir það á ósæmilegan hátt eða
beitir það refsingum, ógnunum eða hótunum og slikt orð-
bragð eða athafnir má telja því skaðsamlegar andlega og
líkamlega, þá varðar það sektum, varöhaldi eða fangelsi
allt að 3 árum". (Lög um vernd barna og ungmenna frá
1966)
Ingibjörg: Nýju barnalögin islensku leggja áherslu á barnið og
rétt barnsins til umgengnis við foreldra, rétt barnsins á heimili, á
nauðþurftum fyrir sig, á menntun o.fl.
Jenný: En það er til lítils að hafa góð barnalög ef enginn fer eftir
þeim.
Ingibjörg: Það þyrfti að kynna lögin fyrir þeim sem hafa afskipti
af börnum og láta þau vita hvernig á að bregðast við ef þau verða
vör við að börn séu beitt ofbeldi.
48. gr. barnaverndarlaganna hljóða svo:
,,Hver, sem verður þess vís, að foreldrar, forráðamenn,
kennari, meistari eða aðrir þeir, sem forsjá barns eöa ung-
mennis er falin, leiða það í siðferðislega glapstigu, mis-
bjóða því eða vanrækja á annan hátt uppeldi þess svo
mjög, að líkamlegri eða andlegri heilsu þess eða þroska sé
hætta búin, skal skyldur að tilkynna það barnavernda-
nefnd, þar sem barnið er. (Okkar undirstrikun).
Vanræksla í þessu efni varöar sektum, varðhaldi eða
fangelsi allt að tveim árum.
Annars er hverjum manni rétt að gera barnaverndar-
nefnd viðvart um hvert það tilvik, sem telja má, að barna-
verndarnefnd eigi að látasig skipta“. (Lög um vernd barna
og ungmenna frá 1966)
17