Vera - 01.07.1986, Side 18

Vera - 01.07.1986, Side 18
Aðkallandi að skilgreina ofbeldi Ingibjörg: Lengi vel hafa læknar og lögfræðingar ekki haft mannskap né þekkingu til að takast á við barnaofbeldi. Ég man eftir því að hafa orðið vör við börn með grunsamlega áverka, þeg- ar ég starfaði sem aðstoðarlæknir á slysavarðstofunni. Ég man líka eftir að hafa fundist eitthvað bogið við skýrslur barns og að- stæður slyss og haft orð á því þegar barnið var lagt inn. En spítal- arnir höfðu heldur engin úrræði. Lengi vel voru engir félagsráð- gjafar við spítalana. Ég er hrædd um að við séum búin að horfa á mörg lítil börn meö áverka án þess að gera okkur grein fyrir hvernig þau hlutu þá. í hvert skipti sem við verðum vör við böm með áverka eigum við að velta fyrir okkur hvernig barnið hlaut þá. Á sama hátt þurfa kennarar og fóstrur í hvert skipti, sem sjást áverkamerki á barni, að velta fyrir sér hvernig barnið fékk hann. Viðkomandi ætti alltaf að spyrja sig hvort ekki sé ástæða til þess að athuga þetta nánar? Kennarinn þarf ekki að hafa áhyggjur af því að koma sjálfum sér í vandræði. Það er enginn vandi að spyrj- ast fyrir um og fá úr því skorið hvort atburðurinn eins og honum er lýst hafi átt sér stað, hvort barnið hafi í raun gengið á hurð eða hvort eitthvaö annað hafi gerst. Borghildur: Reynsla geðheilbrigðisstétta segir okkur aö mikill fjöldi kvenna sem leita aðstoðar vegna geðrænna vandamála hafi orðið fyrir andlegu — líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi í hjóna- bandi eða í æsku og þá af völdum náins fjölskyldumeðlims, stjúp- föður, föður eða öðrum. (,Mér finnst við eiga að kenna börnum öryggi í samskiptum við fólk" Jenný: Sumar konur sem eru búnar að eiga við geðræn vanda- mál að stríða í mörg ár ganga til alls kyns sérfræöinga án þess að fá lausn sinna mála. En svo kemur kannski upp þegar þær eru komnar á geðdeild, að þær hafi verið kynferðislega misnotaðar í æsku. í gegnum allt heilbrigðiskerfið er aldrei spurt réttra spurn- inga. Þetta er svo forboðið umræðuefni að konan útilokar það sjálf, en svo virðist sem engin meðferð dugi fyrr en tekið er á þess- ari hræðilegu reynslu þeirra. Það hefur komið fram í könnunum frá Þýskalandi, Bandarikjunum og Svíþjóð að kynferðisleg mis- notkun á börnum er algengasta tegund barnaofbeldis. Hvað getum við gert til að stuðla að því að eitthvað verði gert i þessum málum hér á landi? Borghiidur: Það er erfitt að segja til um hvað sé best. Þegar byrj- að var að stemma stigu við barnaofbeldi í Noregi voru gerðar kannanir fyrst þar sem kom fram hve víðtækt ofbeldi gegn börn- um er. Heilsugæsluhjúkrunarfræðingar voru mikilvægir aðilar í könnuninni, því þeir eru eini faghópurinn sem hittir öll börn og hafa möguleika á að fara inn á öll heimili. Þeim var kennt að þekkja barnaofbeldi og hvernig þeir áttu að takast á við vanda- málið. Þannig hefur heilsugæslukerfið verið nýtt til að reyna að stemma stigu við barnaofbeldi þar í landi. Ingibjörg: í Manitoba byrjaöi þetta á því að barnalæknir sagði frá tilfelli, í kvennablaöi, þar sem barn hafði dáið vegna misþyrm- ingar. Blaðið fór og hafði upp á föður og móður barnsins. Faðirinn hafði misþyrmt barninu svo það dó. Þetta var ungt fólk sem hafði enga ráðgjöf fengíð og alveg eins víst að þetta myndí henda þau aftur. Fyrir utan það, að þarna var um morð að ræða, sem aldrei var tekið á af hálfu löggæsluvaldsins. Þessi grein og margar aðrar af svipuðu tagi urðu til þess að gripið var til mjög harðra aðgerða, miklu fé veitt í að setja á stofn „child protection centre" barna- verndar miðstöð, sem var staðsett á sjúkrahúsinu. Einnig stóð ríkisstjórnin fyrir könnun á barnaofbeldi í fylkinu, þar sem kom fram m.a. að þriðja hver stúlka veröur fyrir kynferðislegri áreitni áður en hún nær 18 ára aldri og sjöundi hver drengur. Niðurstöð- urnar bentu til þess að vandamálið væri stærra en nokkurs staðar í heiminum. Þegar þetta var Ijóst var miklu fé veitt til barnaverndar og mikið starf skipulagt til að stemmastigu viðofbeldi gegn börn- um þar í fylkinu. Það var sett í gang mikil fræðsla í sjónvarpi, útvarpi og blöðum. Alls staðar, sama hvert litið var, voru auglýsingar um að ekki væri hægt að líða það að koma svona fram við börnin. Allir voru hvattir til að tilkynna ef þeir urðu varir við ofþeldi gegn börnum. Meðan ég var þarna urðu miklar breytingar. Fyrst komu tilvik sem voru búin að ganga lengi en síðan voru skólastjórar, kennarar og fóstr- ur farnar að hringja í barnaverndarnefndir til að láta vita af börn- um sem komu marin og blá í skólann. Jenný: Börn sem eru kynferðislega misnotuð eru ekki endilega marin og blá. Kynferðisleg misnotkun er ekki, eins og margir ímynda sér, gróf meðferð, heldur byrjar það oft sem klapp og þukl, en eykst svona stig af stigi þannig aö barniö veit ekki þegar farið er yfir markið. Það er mjög erfitt að fá sönnun fyrir því hvort barn er misnotað kynferðislega. Eini möguleikinn er að þaö komi sjálft og segi frá hvaö sé að ske. Ingibjörg: En ýmislegt veldur því að barnið segir ekki frá. Al- gengt að pabbinn fái barnið til að þegja með því að segja: ,,Þú mátt ekki segja frá, því þá fer mamma frá okkur“, eða ,,þá þarf ég að fara“. Jenný: Einnig er algengt að hann segi að allir pabbar geri svona við dætur sínar, en það má bara ekki segja frá. Barnið finnur að þetta er rangt en trúir engu að síður pabba. Það er helst að upp komist þegar barnið er komið á unglingsár. Þá hefur það öðlast styrk til þess að segja frá, það hefur fengið aukið sjálfstraust, eignast vini, jafnvel trúnaðarvini og öðlast vitneskju um að þetta er ekki svona á hinum heimilunum. En því miður þá dugir það oft ekki því unglingsstelpur gera sér grein fyrir því að ef þær segja frá, þá leysist fjölskyldan upp og oft er þeim þá kennt um að hafa splundrað fjölskyldunni. Siðan er algengt að fórnarlömbin kenni sjálfum sér um allt saman og leiti því enn síður aðstoðar (sjá reynslusögu 10 ára stúlku). Ingibjörg: Það er vert að leggja áherslu á að þetta er aldrei barn- inu að kenna. Það er aldrei barnið sem vekur þetta upp með hegðun sinni. En hvað er gert þegar upp kemst um svona tilfelli? Jenný: í Svíþjóð gekk það þannig fyrir sig, að mamman eða ein- hver annar nákominn kærði verknaðinn. Pabbinn varsíðan settur í gæsluvarðhald og telpan oft í meðferð á BUP (barna- og ung- lingageðdeild) þar sem veitt er sálfræðileg þjónusta fyrir börn og unglinga. Yfirleitt er reynt að vinna meö bæði móður og börnun- um en oft kemur það opinbera inn í, því þó mamman sé öll af vilja gerö hefur hún oft orðið sjálf fyrir svipaðri reynslu og reynir allt hvað hún getur til að breiða yfir það sem hefur gerst. Ég get sagt ykkur eina dæmisögu sem lýsir þessu mjög vel. ,,í einu tilfelli sem ég þekki vel til í Svíþjóö var kona í sambúð með manni. Þau áttu saman 2 litil börn en konan átti 2 dætur frá fyrra hjónabandi. Eldri telpan, 13ára, kom til mín og sagði að hún fengi engan frið fyrir stjúpa sínum, en hingað til hafði henni alltaf tekist að hindra hann í að komast að sér. Þegar farið var að at- huga máliö kom fram að hann hafði líka leitað á 11 ára systur hennar sem hafði ekki tekist að hindra hann. Málið var kært og maðurinn settur í gæsluvarðhald. Hann neitaði stíft og hefur aldrei játað, en það gera þeir sjaldnast þvi þetta er afbrot sem þykir lægst af öllu lágu, líka innan veggja fangelsisins. Þegar ég talaöi viö mömmuna kom fram að hún hafði sjálf orðið fyrir því all- an sinn uppvöxt, að vera beitt grófu líkamlegu ofbeldi og kynferð- islegri mistnotkun. Hún sagðist hafa orðið vör við að samband mannsins og telpnanna var ekki eðlilegt en einfaldlega ekki trúað því aö það væri verið að leggja það á herðar henni einu sinni enn. Hún vildi ekki horfast í augu við þetta, jafnvel ekki þegar eldri telp- an sagði henni að hann væri að koma upp í rúm til sín á næturnar, 18

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.