Vera - 01.07.1986, Side 27
aðferðir, um það hvaöa vettvangur biöi Kvennafram-
boðsins ef ekki yröi um framboð að ræða, það var rætt
uni virkni og óvirkni í starfi og um frelsi kvenna til að
9anga eigin götur. Það var rifjuð upp saga kvennafram-
boða og um möguleikana hvað varðaði úrslit núna.
Þetta voru hollar umræður, sem brýnt er að halda
áfram þó undir öðrum formerkjum verði. í þeim kom
fram skoðanamunur á því, hvert kvennahreyfing ætti að
beina kröftum sínum og hvernig. Það er ekki svo lítið
arnhugsunarefni! En sjálfsagt verða svörin, sem leitað
var að bíða eftir úrskurði sögunnar enn um skeið.
Akvörðunin stökk ekki fullsköpuð í heiminn. Undir
^°kin tók Kvennalistinn af skarið þegar hann lýsti því yfir
að hann myndi standa að framboði. Og — eins og fram
hefur komið; flestar þeirra, sem eru félagar í Samtökum
um Kvennalista í Reykjavík, hafa einnig verið félagar í
Kvennaframboðinu frá upphafi. Þær Kvennaframboðs-
k°nur, sem hlynntar voru framboðinu, en voru ekki
félagar í Kvennalistanum, gengu þá til liðs við hann.
Voru þá sameinaðar undir einu merki allar þær, sem
te|ja framboðsleiöina þá réttu enn sem komið er. Þær
elagskonur í Kvennaframboðinu, sem voru mótfallnar
ramboði á ný, velta því nú fyrir sér hvað bíði þess,
^rgar hafa þegar snúið sér að nýjum verkefnum, ann-
aö hvort sem einstaklingar eða i hópi félaga. Kvenna-
ramboðið stendur því á krossgötum um þessar mundir
en allar getum við staðið saman um að halda sjónarmið-
Um kvenfrelsis og mannréttinda vakandi, hvað svo sem
V|ð ákveðum að láta boðberann heita. Það verður sjálf-
sagt mest um vert þegar upp er staðið.
Ms
Hvernig
hefur
tekist til?
Það gefur auga leið að á undanförnum mán-
uðum hafa Kvennaframboðskonur — sameigin-
lega og hver fyrir sig — horft um öxl og reynt að
meta starf sitt að borgarmálum á undanförnum
fjórum árum. Við höfum m.a. spurt okkur þeirr-
ar spurningar hverju við höfum fengið áorkað.
Höfum við haft árangur sem erfiði af starfi okk-
ar?
Ég er ekki í nokkrum vafa um að framboð til borgar-
stjórnar fyrir fjórum árum var rétt aðgerð á réttum tíma
sem hefur þokað kvennabaráttunni talsvert áleiðis.
Kvennaframboðin hrundu af stað mikilli hreyfingu með-
al kvenna og gerðu það að verkum að mun fleiri konur
en áðurtóku afstöðu til kvennabaráttunnarog urðu virk-
ir þátttakendur í henni. í þessu sambandi nægir að
nefna að konur í stjórnmálaflokkunum fengu aukið
vægi, Kvennaathvarfi var komið á fót, Samtök kvenna á
vinnumarkaðnum stofnuð, Kvennaráðgjöf komið á
laggirnar, tímarit um kvenfrelsismál, Vera, fékk fastan
sess á tímaritamarkaðnum, konur komu sér upp menn-
ingarmiðstöð o.s.frv. Með þessari upptalningu er ég
ekki að segja að Kvennaframboðið eigi heiðurinn af
þessu öllu saman heldur aðeins að benda á þá hreyf-
ingu sem skyndilega fékk byr undir báða vængi.
Ef litið er á sjálf borgarmálin þá verður upptalningin
ekki eins glæsileg því það má öllum Ijóst vera að
Kvennaframboðið hefur ekki átt miklu fylgi að fagna
innan veggja borgarstjórnar. Það gildir um okkur, eins
og alla í minnihlutanum, að við getum talið þær tillögur
á fingrum beggja handa, ef ekki annarar, sem við höf-
um fengiö samþykktar i borgarstjórn. Það segir hins
vegar mun meira um meirihluta Sjálfstæðismanna
heldur en okkur. í borgarstjórn er bara einn vilji sem öllu
ræður og hann er andstæður konum. Stefna Kvenna-
framboðsins er í grundvallaratriðum ólík stefnu Sjálf-
stæðisflokksins þannig að það er borin von að við kom-
um mikilvægum málum í gegn. Þrátt fyrir þetta má
benda á ýmis mál þar sem við höfum fengið einhverju
áorkað, ef ekki beint þá óbeint. Þau mál sem vega
þyngst í þessu sambandi eru dagvistarmálin og launa-
mál kvenna.
Dropinn sem holar steininn
Á fjárhagsáætlun ársins 1983, sem var fyrsta fjár-
hagsáætlun núverandi meirihluta, var framlagið til
byggingar dagvistarstofnana aðeins 9 milljónir en á
áætlun ársins 1986 er það komið upþ í 49.2 milljónir
sem er 447% hækkun á kjörtímabilinu. Þessi mikla
hækkun á m.a. rót sína að rekja til þess að eftir tilkomu
Kvennaframboðsins hefur Sjálfstæðismönnum orðið
Ijóst að það getur orðið þeim skeinuhætt að láta dag-
vistarmálin sitja algerlega á hakanum. Krafan um næg
og góð dagvistarheimili hefur fengið aukinn hljóm-
grunn. Þrátt fyrir þessa hækkun hefur ekkert átak verið
gert í þessum málaflokki sem á sér þá einföldu skýringu
að Sjálfstæðismenn sveltu hann fyrstu tvö árin en hertu