Vera - 01.07.1986, Blaðsíða 30

Vera - 01.07.1986, Blaðsíða 30
 Um kvöldmatarleitið þann 23. apríl var 108. Alþingi íslendinga slitið. Þetta var óvenju stutt þing, enda kosningar í nánd og því mikið álag á allri starfsemi stjórnmála- flokkanna. Á þessu þingi lagði Kvennalist- inn fram 5 frumvörp til laga, 12 þingsályktun- artillögur og 31 fyrirspurn. Kvennalistaþing- konur voru einnig meðflutningsmenn á 7 frumvörpum og 10 þingsályktunum annarra þingflokka. Frumvörp Kvennalistans voru: Frv. um fæðingarorlof, sem var nú lagt fram í þriðja sinn, og fylgifrumvarp þess um fjár- mögnun fæðingarorlofs, frv. um fjarnám, frv. um lágmarkslaun, og frv. um heilbrigðis- fræðsluráð. Þingsályktunartillögur Kvenna- listans voru um: mat heimilisstarfa til starfs- reynslu, bann við hönnun og framleiðslu hergagna eða hluta þeirra hér á landi, fryst- ingu kjarnorkuvopna, fræðslu meðal al- mennings um kynferðismál, þátttöku sjúkra- samlags í kostnaði vegna getnaðarvarna, skólasel, fullorðinsfræðslu, endurskoðun og samræmingu á lögum um smitsjúkdóma, úrbætur í ferðaþjónustu, aðgerðir til úrbóta á högum hinna efnaminnstu í þjóðfélaginu, friðarfræðslu og upplýsingasöfnun um markaðsaðstæður erlendis. Tvær af þingsályktunartillögum Kvenna- listans voru samþykktar á þessu þingi. Önn- ur þeirra var mat heimilisstarfa til starfs- reynslu, sem samþykkt var með miklum breytingum, en hin var þingsályktunartil- laga um úrbætur í ferðaþjónustu. Konur í fararbroddi kjarabaráttunnar Kvennalistinn hefur alla tíð látið sig kjaramál miklu skipta enda konur stærsti láglaunahópurinn í landinu. Svo virðist sem Samtök um Kvennalista séu það póli- tíska afl á Alþingi sem lætur sig mest varöa kjör hinna lægstlaunuðu og er skemmst frá kjarasamningunum að segja, eða frumvarpi því er framfylgir ákvæðum kjarasamninganna og samþykkt var á Alþingi í febrúar s.l. en þá var Kvennalistinn, ásamt Bandalagi Jafnaðar- manna, þau einu sem ekki greiddu atkvæði með þessu frumvarpi, sem ekkert tillit tekur til þeirra lægst launuðu í landinu. Lágmarkslaun Samkvæmt nýju kjarasamningunum þá hækka lægstu laun úr 16.930 kr. í 19.236 kr. á mánuði, en til samanburðar má geta þess, að Hagstofa íslands reikn- ar með að hver einstaklingur þurfi 30.000 kr. á mánuði til þess að hafa fyrir nauðsynjum. Af þessu er Ijóst að stór hluti íslendinga býr við fátækt. Kvennalistakonur gátu ekki setið við svo búið og lögðu fram frumvarp til laga um lágmarkslaun, þar sem bannað er með lögum að greiða lægri grunnlaun fyrir 40 dagvinnustundir á viku en sem nemur framfærslukostnaði einstaklings skv. mánðarlegum útreikningi Hagstofu íslands. Grundvallar forsendur sem gengið er út frá í frumvarp- inu, eru að það sé siðferðilegur réttur hvers vinnandi manns að geta framfleytt sér af afrakstri fullrar dag- vinnu. Einnig kom fram í máli Sigríðar Dúnu, sem mælti fyrir því í efri deild þann 14. apríl s.l., að markmið frum- varpsins væri að ,,koma í veg fyrir að fólk beri minna úr býtum fyrir fulla vinnu en sem nægir til að sjá sér far- borða“ Sigríður Dúna sagði að frumvarpið væri neyðar- ráðstöfun þar sem eiginlega væri það hlutverk aðila vinnumarkaðarins en ekki Alþingis að sjá til þess að full dagvinnulaun nægðu einstaklingi til framfærslu. ,,Þeg- ar aðilar vinnumarkaðarins sinna ekki þessu hlutverki sínu og neyðarástand skapast á mörgum heimilum landsins getur Alþingi hins vegar ekki setið hjá aðgerð- arlaust", sagði hún. Ef tryggja á hag allra er ekki nóg að setja lágmarks- laun. Aldur, hjúskaparstaöa, barnafjöldi og heilsufar hafa einnig áhrif á afkomu fólks. Frumvarpinu um lág- markslaun var því fylgt eftir með tillögu til þingsálykt- unar um aðgerðir til úrbóta á högum hinna efna- minnstu í þjóðfélaginu, þar sem stungið er upp á að settur verði á stofn starfshópur til að fjalla um hækkun á mæðralaunum, ellilaunum, örorkubótum, barnabót- um o.fl. atriðum, sem bætt gætu kjör þessara þjóð- félagshópa. Örlög láglaunafrumvarpsins urðu þau sömu og margra stjórnarandstöðuþingmála, það hlaut ekki sam- þykki Alþingis og var aldrei tekið til seinni umræðu þótt nefndarálit kæmu fram. Fulltrúar stjórnarflokkanna lögöu til að frumvarpinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar, en fulltrúum Alþýðuflokks og Alþýðubandalags fannst ótímabært og tilgangslítið að afgreiða það úr nefnd, þrátt fyrir að þeim fannst það efnislega sanngjamt.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.