Vera - 01.07.1986, Qupperneq 32
Kvennalistinn hefur einnig fjallað mikið um heilbrigðismál á
þessu þingi enda ýmsu ábótavant hér á landi, bæði hvað varðar
heilbrigðisfræðslu og heilbrigðisþjónustu, hvort sem er fyrir
aldraða eða aðra. Mest áberandi í umræðunum um heilbrigðismál
á Alþingi síðastliðinn vetur er án efa umræðan um ,,Aids“ eða
ónæmistæringu enda þeirri umræðu gerð mikil skil í fjölmiðlum.
Mörgu ábótavant í
heilbrigöismálum
í beinu framhaldi af þeim umræöum lagði Kvennalist-
inn fram þingsályktunartillögu um endurskoöun og
samræmingu á lögum um smitsjúkdóma, en íslensk
lög, sem taka til smitsjúkdóma, eru orðin úrelt og þörf
á aö endurskoða þau. Einnig bar Kvennalistinn fram
ýmsar fyrirspurnir er varða heilbrigðismál og má þar
nefna fyrirspurnir um leit aö brjótakrabbameini, athvarf
fyrir unga fíkniefnaneytendur, leghálskrabbameinsleit
og hlutdeild kvenna í kostnaði við hana, fyrirspurn um
kostnað af starfsemi Krabbameinsfélags íslands og
leitarstöð þess og fyrirspurn um könnun á heilsugæslu
á höfuðborgarsvæðinu.
Á landsfundi Kvennalistans, sem haldinn var í Gerðu-
bergi í nóvember s.l. var rætt m.a. um heilbrigðismál. í
ályktun frá landsfundi kom fram að Kvennalistinn vill
leggja aukna áherslu á heilbrigðisfræðslu og heilsu-
vernd á þeirri forsendu að miklu fjármagni er eytt í dýra
viðgerðarþjónustu en of lítið gert til að stuðla að fyrir-
byggjandi aðgerðum. Fræðsla og heilsuvernd þurfa að
stuðla að því að einstaklingurinn verði sem virkastur í
því að viðhalda eigin heilbrigði.
Kvennalistinn lagði fram frumvarp til laga um Heil-
brigðisfræðsluráö (405 mál, þingskjal 749), sem Guð-
rún Agnarsdóttir mælti fyrir í neðri deild þann 10. apríl
s.l. í frumvarpinu segir i annari grein:
„Heilbrigðisfræðsluráð skal annast heilbrigðis-
fræðslu sem miðar að því að koma í veg fyrir sjúk-
dóma og slys. Það skal samræma og skipuleggja
heilbrigðisfræðslu fyrir almenning í landinu í
samvinnu við stjórnendur heilbrigðis-, skóla- og
félagsmála og önnur stjórnvöld. Það skal enn
fremur koma á samvinnu milli allra þeirra sem
annast heilbrigðisfræðslu.
Heilbrigðisfræðsluráð skal vera miðstöð þekk-
ingaröflunar, miðlunar og sérkunnáttu á öllum
sviðum heilbrigðisfræðslu þannig að ráðgjöf sé
þar alltaf tiltæk fyrir heilbrigðis- og skólayfirvöld,
áhugamannafélög og alla þá sem fást viö heil-
brigðisfræðslu."
Guðrún Agnarsdóttir benti á mikilvægi þess að fyrir-
byggjandi aðgerðir verði efldar. Hún sagði að þetta sæ-
ist best á því mikla fjármagni sem varið er í spítalaþjón-
ustu. Hjá velflestum velferðarþjóðfélögum er heilbrigð-
isþjónusta fjárfrekasti útgjaldaliðurinn, sagði Guðrún,
en hjá íslendingum hefur þessi kostnaður hækkað úr
3%. af þjóðarframleiðslu árið 1950 í rúmlega 8% árið
1982. Sagði Guðrún að meirihluti þess kostnaðar, eða
52%, sem íslendingar veröu í heilbrigðisþjónustu færi
í sjúkrahús en aðeins 6% í heilsugæslustöðvar. Hér á
landi er heilsugæslustöðvum einmitt ætlað að sjá um
heilbrigðisfræðslu og heilsuvernd en hingað til hafa
þær verið allt of fáar.
Heilbrigðisfræðslu hefur verið ábótavant hér á landi
og vill Kvennalistinn bæta úr með stofnun Heilbrigðis-
fræðsluráðs, sem sér um að efla heilbrigðisfræðslu í
landinu t.d. með því að koma á samvinnu milli þeirra
sem annast heilbrigðisfræðslu hér á landi, en einnig er
því ætlað að vera miöstöð þekkingaröflunar, stuðla að
rannsóknum og könnunum og afla nýrra upplýsinga um
framfarir á læknis-, farsóttar-, félags- og sálfræðilegu
sviöi. Heilbrigðisfræðsluráðið á að ráðleggja um for-
gang verkefna í heilbrigðisfræðslu og standa fyrir kynn-
ingu á heilbrigðisfræðslu i samvinnu við heilbrigðisyfir-
völd. Það á að sjá um gerð dreifirita, auglýsingagerð og
fræðsluefni til flutnings í hljóðvarpi og sjónvarpi.
Frumvarp um Heilbrigðisfræðsluráð var síðan sent til
heilbrigðis- og trygginganefndar neðri deildar og þaðan
til umsagnar til hinna ýmsu heilbrigðisstétta hér á landi.
Umsagnir þessar ættu að liggja fyrir í haust þegar málið
verður tekið upp aftur.
Bergljót Baldursdóttir skrifaði þingmálasíðurnar.