Vera - 01.07.1986, Qupperneq 36

Vera - 01.07.1986, Qupperneq 36
KONUR HVAÐ NÚ? sums staðar á Norðurlöndum, að aðilar vinnumarkaðarins hafa gert með sér jafnréttis- samning um að leiðrétta launamisréttið í áföngum. Loks er það Framkvæmda- nefnd um launamál kvenna, sem í eiga sæti fulltrúar póli- tískra flokka, ýmissa kvenfé- laga og kvennasamtaka og verkakvennafélaga. Hún hef- ur gengist fyrir könnunum og ráðstefnum um ýmis kjaramál og réttindamál sem geta orð- ið konum í samninganefndum stuðningur og öðrum hvatn- ing. Svo verðum við líka að vera á verði vegna nýju tækn- innar sem er að ryðja sér til rúms. Hún kemur til með að draga úr eftirspurninni eftir vinnuafli og það mun ekki síst bitna á konum, einkum konum á ,,framabraut“. Það þarf líka að taka á dagvistunarmálum og skóla- málum. Það er ekki bara nauðsynlegt að koma á sam- felldum skóladegi heldur verður að koma á samfelldu skólahaldi. Börnin mín hafa átt frí í 17 daga frá því í janú- ar, fyrir utan lögboðna frí- daga. Það er næstum 1 dag- ur í viku, 5. hver dagur. Um suma dagana vissi enginn fyrirfram. Skólinn er búinn 23. maí og hefst ekki aftur fyrr en 1. sept. Þetta erfiðar konum þátttöku í atvinnulífinu og við verðum að gera eitt- hvað í þessum málum. Mér finnst við ekki vera nógu duglegar að láta heyra í okkur. Við verðum að taka höndum saman og setja fram kröfur. Það þýðir ekki að bíða eftir því aö aðrir geri það fyrir okkur. ,,Höfuðáherslan lögð á félagslegu málin" Elín Pálsdóttir Flygenring lögfræðingur og fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráðs. — Elín, hvað nú? — Þú átt við hvernig þróun- 36 Elín Pálsdóttir Flygenring. Ljósmynd: Anna Gyða Gunnlaugsdóttir. in verður? Mér sýnist að höf- uðáherslan muni verða lögð á félagslegu málin, lengingu fæðingarorlofs, dagvistunar- mál, máltíðir í skólum og samfelldan skóladag o.fl. í þessum dúr. Félagsleg þjón- usta hefur alls ekki haldist i hendur við fjölgun kvenna á vinnumarkaði og ég sé ekki fram á annað en að konum muni halda áfram að fjölga á vinnumarkaðnum svo að það verður að gera eitthvað til að bæta félagslegar aðstæður. Að vísu eru ungu stúlkurnar áhugalausar um réttindabar- áttu kvenna núna. Það sýna allar kannanir bæði erlendis og hérna heima. Þeim finnst þær hafa fullt jafnrétti. En það er hætt við að þær reki sig á þegar þær fara að finna fyrir erfiðleikunum og gera kröfur til þjóðfélagsins. Þá held ég að lögð verði áhersla á að breyta mati á hefðbundnum kvennastörfum og knúið á um að ábyrgð og umönnun verði tekin inn í matið og að laun kvenna batni við það. Það getur verið að þetta sé draumsýn, en ég vona ekki. í menntunarmálum verður lögð áhersla á aö hvetja stelpur til að fara í hefð- bundnar karlagreinar, en erfitt er að spá um hvernig það tekst, en það verður að byrja á því á meðan þær eru litlar. Um þróunina I stjórnmálum treysti ég mér ekki til að spá a.m.k. ekki fyrr en eftir næstu kosningar (31. maí). í síðustu kosningum jókst tala kjörinna kvenfulltrúa um helming. Það er aö vísu ekki svo há tala af því að þær voru svo fáar fyrir. En umræðan um kvenna- framboð og kvennalista átti þátt í fjölguninni. Það er von- andi að hún haldi áfram og að það verði sjálfsagður og eðlilegur hlutur fyrir stjórn- málaflokka að hafa konur með á listunum til jafns við karla en ekki kvöð og þving- un. „Kvennabaráttan þarf að taka nýja stefnu" Hjördís H. Hjartardóttir, félagsráðgjafi. Jæja, Hjördís, hvað nú? — Ja, við stöndum frammi fyrir þeim raunveruleika núna, að 70—80% kvenna eru úti á vinnumarkaðnum og að stór hluti þeirra getur ekki lifaö af launum sínum. Kvennabaráttan þarf að snú- ast upp í stéttabaráttu því að málið snýst um hvernig eigi að skipta kökunni. Á meðan konur geta ekki séð fyrir sér með vinnu sinni verða aðrir hlutir að sitja á hakanum. Þaö er ekki tímabært að berj- ast fyrir fæðingarorlofi fyrir kventannlækna á meðan stór hluti kvenna á ekki til hnífs og skeiðar. Ég vildi sjá fyrir mér sterka og frakka kvenna- baráttu sem léti virkilega að sér kveða. Ástandið er ekki að lagast. Það er að versna eins t.d. laun kvenna og klámaldan sem er að skella yfir okkur og gerir konur að hreinni söluvöru sýna og sanna. Kvennabaráttan þarf að taka nýja stefnu. Að undanförnu hefur verið leitað að því sem sameinar, fremur en sundrar, en það er ansi margt sem aðskilur og mun- urinn er að aukast með vax- andi tekjumun í landinu. Spurningin er hvort kjara- skerðingin hefði gengið svona yfir okkur ef við hefð- um verið á verði, ef viö hefð- um ekki verið svona upptekn- ar af öllu þessu borgar- og þingstússi. Baráttan snýst um kjörin, ekki bara hjá konum, en stærsti hluti karla getur séð fyrir sér, en stærsti hluti kvenna getur það ekki og kvennabaráttan hlýtur að taka á því. Eins og málum er komið hlýtur maður að velta fyrir sér hvort það breytist nokkuð nema með byltingu, ekki blóðugum átökum heldur um- snúningi þjóðfélagsins, stór- breytingu. Það er svo margt sem aflaga fer út frá gamal- dags réttlætissjónarmiðum að það þýðir ekkert mjatl. Við erum á kolvitlausri leið og verðum að snúa öllu við. Það þrífst ekkert í þessu samfé- lagi nema gróðaöflin og ein- hverjir í kring um þau. Al- menningur þrífst ekki — hann er á vonarvöl bæði fjárhags- lega og tilfinningalega. k

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.