Vera - 01.07.1987, Page 2
Á aldrinum 5—15 ára leika stelpur sér nær eingöngu viö aðrar stelpur
og strákar viö aöra stráka. Flestir foreldrar hafa tekið eftir því aö leikir og
venjur stelpna og stráka á þessum aldri eru ólíkir en þrátt fyrir þaö þykir
þessi aðskilnaður milli kynjanna svo sjálfsagður aö yfirleitt heyrist lítiö
á hann minnst. Reyndar endurspeglar hann og einnig hinir ólíku leikir
krakkanna þaö kynskipta þjóöfélag sem viö búum í og börnin eru alin
upp í. Aðskilnaðurinn er hluti af félagsmótun kynjanna sem mótar stelp-
ur og stráka á ólíkan hátt til þess aö þau falli inn í þau hlutverk sem þeim
eru ætluð í þjóöfélaginu. Þó svo allir viti af þessari ólíku leikmenningu
stelpna og stráka á þessum aldri er miklu meira vitaö um hvernig strákar
eru og hvernig þeir leika sér. Karlmenn eru valdameiri og meira áberandi
í þjóöfélaginu en konur og svo viröist sem strákar séu að sama skapi
meira áberandi en stelpur. Komið hefur fram aö strákarnir eru fyrirferða-
meiri og taka meira af tíma kennaranna en stelpurnar og margar stelpur
og foreldrar þeirra hafa kvartaö yfir áhugaleysi fjölmiöla á íþróttum
stelpna. Sjaldan er sagt frá íþróttum og tómstundum þeirra jafnvel þótt
þærséu aö keppa í hefðbundnum karlaíþróttum. Fjölmiölar veita stelp-
unum helst athygli þegar þær eru orönar eldri, fyrir útlit og kynþokka og
eyða löngum tíma í fegurðarsamkeppnir og slíkt þar sem þær koma fram
sem kynverur. Bókmenntir og sjónvarpsefni endurspegla oft hvaö lítið
er vitaö um stelpur og leiki þeirra. Þar eru þær oftar en ekki bara með
strákunum og fá aö hjálpa til í ævintýrum þeirra. Þaö hefur lítiö veriö gert
með þaö stelpulega og þótt niðrandi fyrir stráka aö vera stelpulegir.
Samt læra stelpur aö þróa meö sér eiginleika sem allir geta veriö sam-
mála um aö séu jákvæöir og samkvæmt öllu ættu aö nýtast þeim vel þeg-
ar út í þjóðfélagið er komið. Komið hefur fram aö leikir stelpna og sam-
skipti byggjast ekki á valdasamskiptum eins og hjá strákunum heldur á
vináttutengslum þar sem hlutverk bestu vinkonunnar er mikilvægt. í leik
efla þær meö sér samvinnu og leggja áherslu á jafnrétti. Þær læra aö
leysa vandamál sín og árekstra meö orðum sem ekki er auðvelt markmiö
og getur gengiö erfiðlega og kostar oft mikið þref og þras. Strákar, aftur
á móti skera úr vandamálum sínum oftar en ekki meö áflogum og stríöni
enda eru þeir aö búa sig undir aö starfa í samfélagi þar sem slíkt er viður-
kennt sem lausn á vandamálum. Þannig þykja eiginleikar sem eru í raun
jákvæðir og ætti samkvæmt öllu aö vera hampaö í þjóðfélagi eins og okk-
ar, neikvæöir bara af því aö þeir hafa veriö tengdir viö kvenkynið og telj-
ast kvenlegir. Þetta endurspeglar einnig stööu kvenna og það vanmat
sem er á því sem kallað hefur veriö „kvenlegir eiginleikar". Sem svar viö
þessu er þetta tölublað Veru helgað stelpum og stelpnamenningu og er
skref í áttina aö því aö gera stelpurnar sýnilegri í þessu þjóöfélagi.
bb
VERA
3—4/1987 — 6. árg.
Útgefendur:
Kvennaframboðið í Reykjavík
og Samtök um Kvennalista.
Símar: 22188 og 13725
í VERU NÚNA:
3—5 Lesendabréf
6—7 Noi Donne
Viötal viö blaðakonu af
„ítalskri Veru“
8—11 Greenham Common
Vera heimsækir konurnar viö
Bláa hliöiö
12—13 Stelpnamenning —
falin menning
14—17 Stelpur fæöast ekki stelpur
Um félagsmótun stelpna og stráka
18—20 Spjallaö viö stelpur
Fjórar 12 ára segja frá
20—21 Vinkonan mikilvægust
Rætt viö 15 ára stelpu
22—23 Móöir verðandi kvenna
segir frá
24—27 Viö hreyfum okkur í hringi
Rætt viö Mártu Tikkanen
28—30 Er samið um sjálfsvirðingu
Barátta fóstra
30—32 Um bækur
34—36 Ábendi
Öðru vísi ráöningaþjónusta
38—40 Borgarmál
41—44 Þingmál
45 Bækur/leikhús
46 Uppáhalds bækurnar mínar
Mynd á forsíöu:
Elín Rafnsdóttir
Ritnefnd:
Ingibjörg Sólrún Gisladóttir
Kristin Blöndal
Magdalena Schram
Ragnhildur Eggertsdóttir
Brynhildur Flóvenz
Elin Garðarsdóttir
Bergljót Baldursdóttir
Snjólaug Stefánsdóttir
Utlit:
Kicki
Starfsmaður Veru:
Kicki Borhammar
Auglýsingar:
Þórunn Yngvadóttir
Dreifing og fjármál:
Ragnhildur Eggertsdóttir
Ábyrgö:
Ragnhildur Eggertsdóttir
Setning og filmuvinna:
Prentþjónustan hf.
Prentun:
Prentberg
Bókband:
Félagsbókbandiö
Ath. Greinar í Veru eru birtar
á ábyrgö höfunda sinna og eru
ekki endilega stefna útgefenda.
2