Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 3

Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 3
VERA „bréf” Hótel Vík Reykjavík Þvílík auglýsing Berlín, 13. 5. 1987 Kæra Vera! Ég vil nú byrja á því aö óska (þeim) Kvennalistakonum til hamingju meö þenn- an ,,frábæra“ kosningaárangur! Ein ábending (svona fyrir næstu kosningar), aösenda „Sendibréf til námsmanna" fyrr, sérstaklega til námsmanna erlendis, þaö barst hingað, til Þýskalands, eftir kjördag! Hin eiginlega ástæöa mín fyrir skrifum mínum til ykkar er auglýsing nokkur í síö- asta tölublaði Veru (2/1987 apríl) nánar til- tekiö á bls. 37. Aö mínu mati á auglýsing þvílík alls ekki heima í kvennablaði (í öör- um blööum ekki heldur). Ég veit aö auglýs- ingasamkeppnin er hörð, samt má nú velja og hafna. (Fyrsta grein Veru í sama blaði var um klám gegn konum og klám- blöö. . .) í febrúarblaði (1987) Veru var mjög áhugaverð grein eftir Bergljótu Baldurs- dóttur um aö íslenskan sé karlamál. í mörgum atriðum er ég henni sammála en ekki öllum t.d. finnst mér þaö hljóma niör- andi aö segja kennslukona en hins vegar allt I lagi aö segja kvennablaö. . . alls ekki svo auðvelt ,,mál“ en mjög sþennandi. En mér datt í hug ein starfsgrein sem var karl- mannsstarf en er kvenkynsorö: lögregla! Með bestu kveðjum og takk fyrir gott Barabara Ágæta Barbara. Þakka þér fyrir bréfiö og ábendingarnar. Hvar snertir auglýsinguna á bls. 37 þá hafa nokkrar konur lýst sömu skoðun og þú gerir i bréfinu þinu. Ritnefnd Veru erykkur ósam- mála. Þetta er bara mynd af konu sem er í nærfötum að augiýsa nærföt! Við teljum myndina fjarri því að vera klám og erum ósammála þeirri skilgreiningu á klámi, sem kemur fram i gagnrýni ykkar, þ.e. að mynd af fáklæddri konu sé klámfengin sama hvaða umhverfi, stellingar, kringumstæður o.s.frv. er um að ræða á myndinni. Sú skil- greining myndi útiloka margar Ijósmyndir úr Veru, sem þegar hafa birst og að okkar mati leiða til tepruskaparaf því tagi, semkom 19. aldarfólki til þess að hafa dragsiða dúka á borðum svo fæturnir sæjust ekki! Nekt er ekki klámfengin, nærfatnaður er ekki klám. skrifið VERU / greininni sem þú vitnar einmitt til í bréfinu þínu, kemur fram skilgreining á klámi sem ritnefnd Veru getur fallið sig við: ,,klám er allt það efni sem viðurkennir og samþykkir kynferðislega niðurlægingu og misnotkun á konum og börnum." Lesendur Veru eru okk- ur greinilega ekki allar sammála og við bíö- um eftir því að heyra meira frá ykkur um þetta mál — látið þið nú endilega í ykkur heyra, þið sem eruð sammáta Barböru og öðrum, sem voru ósáttar við þessa lýsingu. Það sem ritnefnd vill biðjast afsökunar á i sambandi við umtalaða auglýsingu er að texti hennar er að nokkru leyti á ensku. F. h. ritnefndar, Ms Heilsugœsla Ég leyfi mér aö koma á framfæri nokkr- um athugasemdum við umfjöllun VERU 2/1987, aprílblaði, um almenna heilsu- gæslu og starfsemi Heilsugæslunnar Álftamýri og mælast til aö þær veröi birtar i heiðruðu blaði yðar. Fyrst má minna á, aö sú þróun í heilsu- gæslu, sem lýst er í grein Huldu Ólafsdótt- ur, er ekki síst til orðin vegna hugmynda- fræöi, sem þróast hefur meðal heimilis- lækna vegna örrar framvindu heimilis- læknisfræðinnar á umliðnum einum til tveimur áratugum. Þar hefur þráfaldlega verið lögö sérstök áhersla á yfirgripsmikla og samfellda þjónustu til handa fjölskyld- um og á hóþstarf heilbrigðisstétta um slíka þjónustu. Vert er aö geta þessa hér til að leggja á þaö áherslu, aö þeir heirriilislækn- ar, sem ekki hafa fengið aöstööu inni á hin- um lögformlegu heilsugæslustöðvum, þurfa ekki að vera lakar innrættir af fag- legum metnaði eöa siðfræðilegu háttalagi en hinir opinberu, og hafa reyndar ein- hverjir þeirra fyrrnefndu ekki legið á liði sínu við að efla slíka þróun. Því hefur það löngum aukið trega í þeirra hópi að svo fá- ar heilsugæslustöðvar skulu komnar í gagnið á Reykjavíkursvæðinu sem raun ber vitni, þótt flestum sé Ijóst, að orsökin fyrir því sé af öðrum toga sþunnin en látið er að liggja í grein VERU, þ.e.a.s. fyrst og fremst vegna staðfastrar tregðu ríkisvalds- ins til að veita fé til slíkra framkvæmda. Sú er einmitt orsökin til þess að 5 heimilis- læknum fór að lengja biðin eftir hinu mildi- lega forræði og tilsjón hins alvalda rikis- apparats og hófu að leita annarra lausna til að koma í framkvæmd tilgangi og hug- myndum núgildandi laga um heilbrigðis- þjónustu, þar sem m.a. er kveðið á um starfshætti heilsugæslustöðva, einsog vel er reifað i greininni. Niðurstaðan varð Heilsugæslan Álftamýri (Hg.Á.), sem H.Ó. fjallar sérstaklega um í VERU. Þar kom fram töluverð vitneskja um faglegan og þjónustulegan ávinnig af því að lækna- þjónustu sé breytt úr viðteknum heimilis- lækningum i heilsugæslulækningar. Jafn- framt er viðurkennt, að „Heilsugæslan í Álftamýri sé faglega ágætlega i stakk búin til að gegna heilsugæslu í Háaleitis- og Laugarneshverfi. . . (með), ,,bætta þjón- ustu“ fyrir 7—8000 borgara, en jafnframt lýst að síðan var samt greitt atkvæði gegn því öllu i borgarstjórn. 3

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.