Vera - 01.07.1987, Síða 5
„Forréttindakvennablað“?
Hardeberga, Svíþjóö, 27. 4. 1987
Kæra Vera
Ég vona aö þið fyrirgefið mér trassaskap-
inn og þakka ykkur jafnframt fyrir að hafa
haldið áfram að senda mér ykkar ágæta
blað.
Það er alltaf jafn gaman að fá Veru og að
mínu mati er hún góð hún Vera a.m.k. í
heild.
Aðeins einn galla langar mig að nefna.
Hann er sá, að ég held að margar konur
eigi erfitt með að finna samnefnara sinn í
blaðinu ef svo má að orði komast. Það eru
að miklu leyti ,,forréttindakonur“ sem
skrifa blaðið og eiga af augljósum ástæð-
um (finnst mér) auðveldast með aö höfða
til annarra kvenna af sama ,,tagi“. Ég setti
gæsalappir utan um forréttindakonurnar
því í raun og veru ætti t.d. menntun ekki að
vera forréttindi, en á íslandi er hún það
samt.
Hópur verkakvenna á íslandi er stór en
ég get ímyndað mér að það sé erfitt fyrir
konur í þeim hópi að vinna að gerð Veru.
Tími þeirra hlýtur að fara í brauðstrit og
heimilishald. Lítill eða enginn tími tii
annars. Ég man eftir bréfi sem birtist i Veru
fyrir nokkrum árum frá konu í Breiðholti (ef
ég man rétt). Hún gagnrýndi blaðið dálítið
harkalega en margt af því sem hún sagði
átti rétt á sér þá og sumt af því á það enn.
Nú vona ég að þið takið það ekki of
nærri ykkur að ég sé talsvert sammála
þessari konu. Gagnrýni á alltaf rétt á sér,
sérstaklega ef hún er sanngjörn. Eins og
ég sagði áöan skil ég mætavel aö það hlýt-
ur að vera erfitt að fá konur úr mismunandi
stéttum til að vinna við blaðið. Á meðan
svo er, er nauðsynlegt aö þær konur, sem
vinna svona blað séu meðvitaðar um þetta
vandamál. Við sem erum svo heppnar að
hafa átt tök á að afla okkur framhals-
menntunar erum misjafnlega undir það
búnar að setja okkur inn í vandamál
annarra stétta. Við ættum allar að reyna
að forðast háa hestinn sem við gagnrýn-
um marga karlmenn fyrir að vilja setjast á.
Bestu kveöjur og ástarþakkir fyrir (í
heild sinni) gott blað,
ykkar Guörún Gísladóttir.
Kæra Guðrún
Þakka þér fyrir bréfið. Við tökum það ekki
nærri okkur að fá gagnrýni, við viljum fá
gagnrýni. Hins vegar er okkur ekki alltaf
alveg Ijóst hvernig við getum brugðist við
henni.
Ýmislegt i bréfinu þínu hefur orðið okkur
að umtalsefni, ekki aðeins okkur i ritnefnd-
inni heldur líka öðrum, sem koma hingað i
Kvennahúsið og hafa dottið inn í þær um-
ræður. Spurningar á borð við: Í hverju felast
forréttindin? Hvers vegna er kvennahreyf-
ingin — ekki aðeins á islandi heldur alls
staðar — látin sæta þeirri gagnrýni, einum
stjórnmátasamtaka — að vera samansafn
einhverra forréttindakvenna, mennta-
kvenna, millistéttakvenna? Eru vandamál
kvenna stéttbundin?
Þú vekur i bréfi þinu máls á mörgu sem i
reynd snertir kvennahreyfinguna, Kvenna-
listann — enda er Vera afsprengi hreyfingar,
í ritnefndinni eru konur, sem hafa verið virk-
aríkvennabaráttu (m.a.o., við erum ekki all-
ar svokallaðar menntakonur!) og í sjálfu sér
ekki óeðlilegt að þótt Vera, (til hverra hún
höfðar, hvernig hún haga máli sínu o.s.fr.)
fái á sig sams konargagnrýni og hreyfingin,
sem hún er sporttin af.
Ljósmynd: Elin Magnúsdóttir.
Við í ritnefndinni lýsum hér með eftir svör-
um frá öðrum lesendum Veru og frekari
athugasemdum við bréf Guðrúnar. Látið nú
hendur standa fram úr ermum og sendið
okkur ykkar skoðun, ykkar hugmyndir og
ykkar lausnir. Og mikið væri nú gaman að
heyra frá þeim konum, sem Guðrún gerir að
umtalsefni, verkakonunum. Það vill nefni-
lega þannig til að gagnrýni af þvi tagi sem
fram kemur ibréfi Guðrúnar, ernær alltaf frá
,,forréttindakonunum“ — ekki hinum, sem
,,forréttindakornurnar“ hafa áhyggjur af!
Ritnefnd
P.s. bréfið, sem Guðrún vitnar til, birtist i 4.
tölublaði Veru 1984. Þær ykkar, sem eigið
það blað, gætu jafnvel látið fljóta með skoð-
anir sínar á þeirri gagnrýni.
Áskrifandi erlendis spyr hvort Vera
hafi póstgírónúmer, þar eö slíkt
myndi auðvelda henni að borga
áskriftina sina.
Póstgírónúmer VERU er: 21600-3.
5