Vera - 01.07.1987, Page 11
I
l
*
1
»
Ljósmynd: b.b.
hér er öðruvísi en venjulegt líf. Við erum að
gera allt annað en ætlast er til af okkur af
þjóðfélaginu. Samkvæmt öllu ættum við að
vera í fastri vinnu og hafa ákveðið takmark
í lífinu, markmið sem við myndum ákveða
fyrirfram. Við myndum vita nokkurnvegin
hvað næsti dagur ber í skauti sínu. Þetta er
kallað öryggi því þú ferð eftir ákveðnu
mynstri, ákveðnum staðreyndum. En í
rauninni fylgir þessu mikið óöryggi. Líf sem
byggir á eignum og peningum er óöruggt
líf. Peningar, hús og slíkt eru mjög óstöðug
fyrirbæri, þú getur misst alla stjórn á þeim.
Við búum ekki svona."
Vera spurði þær Kate, Chris og Jo hvort
þær sofi þarna fyrir utan bláa hliðið og hvort
þeim væri ekki oft hræðilega kalt. ,,Við
breiðum yfir okkur plast, í staðinn fyrir tjald.
Það fer eiginlega eftir því hvernig dagurinn
á undan hefur verið hvort okkur verður kalt
eða ekki. Lögreglan tekur af okkur dótið
okkar þegar hún kærir okkur fyrir að vera
með drasl á almenningi. Því getur það farið
eftir því hvort okkur hafa verið gefin teppi
hvort okkur verður kalt eða ekki. Ég hef
aldrei verið hérna í snjó en ég held að rign-
ingin sé verst. Þegar maður blotnar er erfitt
að þurka ser. Maður getur alltaf klætt sig
betur, farið í fleiri peysur og vafið um sig
teppum ef bað er mjög kalt."
Vera ætlaði að fara að kveðja og þakka
fyrir sig þegar Kate spurði hvort einhver hafi
sagt henni frá ,,Zapping'7 Það hafði engin
gert svo þær bættu úr því.
,,Fyrir tveimur árum síðan fóru konurnar
hérna að finna fyrir ýmsum sjúkdóms-
einkennum. Sumar konurnar lömuðust
tímabundið, blæðingar rugluðust og einu
sinni á sama hálftímanum misstu tvær konur
fóstur við eitt hliðið. Það kom hingað vís-
indakona sem sagði að þetta væru einkenni
sem fylgdu geislavirkni. Hún var síðan
mæld hérna og kom í Ijós að geislavirkni er
hærri hérna við hliðin og mest virtist hún
vera í höfuðs og kviðarhæð en það voru ein-
mitt þeir staðir sem konurnar fundu mest til
í. Síðan fóru konurnar að tengja við þessa
vanlíðan hátíðnihljóð sem heyrast hérna
stundum. Því svo virðist sem vanlíðan fylgi í
kjölfar þessara hétiðnihljóða. Við heyrðum
einhver hljóð í gærkvöldi og hendurnar á
mér urðu eitthvað skrítnar. Þó veit ég ekki
hvort það hafa verið sömu hljóðin. Maður
hefur heyrt margar sögur um hvað þetta
getur verið en meðal okkar gengur þetta
undir nafninu ,,Zapping''.
„Konur sem hafa farið inn í herstöðina
hafa fundið skjöl um efnahernað (biological
warfare) svo það getur vel verið að þeir séu
að gera einhverjar tilraunir á okkur. Zapping
virðist hafa mismunandi áhrif á konur.
Sumar finna mikið fyrir því, aðrar þola það
betur."
,,Þetta hefur orðið til þess að friðarbúð-
irnar hafa breyst. Hérna áður voru margar
konur við Græna hliðið með börn með sér.
Þær eru farnar og við ráðleggjum ófrískum
konum að koma ekki. Konur með börn
koma heldur ekki lengur hingað."
Hvaðan kemur þetta orð „Zapping”?
„Þetta erslanguryrði líklega úramerískri vís-
indaskáldsögu. Við vitum ekki hvaða fyrir-
bæri þetta er svo það gengur undir þessu
nafni. Zapping getur verið hvað sem er.
Margir hallastá að það sé örbylgjur því vatn
hefur allt í einu farið að sjóða. Maður hefur
heyrt margar sögur. Önnur nöfn sem við
hefðum yfir fyrirbærið væru opinber heiti."
Þegar Vera fór sátu Kate, Chris og Jo enn-
þá undir plastinu og biðu þess sem verða vill.
Skyldi lögreglan koma í dag og reyna að
finna eitthvað til þess að kæra þær fyrir eða
verður þetta einn af þeim dögum þegar þeir
láta þær í friði. Ef svo er þá þlotna þær ekki
í nótt því þá fá þær að halda plastinu sem
þær hafa og geta sofið undir því. En ef þeir
koma þá taka þeir líklega dótið þeirra og
kæra þær fyrir að vera með drasl á almenn-
ingi og þá verður nóttin blautari og kaldari.
En hvort sem verður er eitt víst, þær verða
þarna áfram.
bb
(1) Cook, A., and Kirk, G., 1983. Geeenham
women everywhere. Pluto Press Limited.
11