Vera - 01.07.1987, Qupperneq 14
Stelpur
fæðast
ekki
„stelpur"
Við fæðingu er ekki mikiil munur á stelpum
og strákum. Þegar þau eru orðin fullorðin
eru þau aftur á móti ólík, bæði hvað varðar
hegðun, útlit og starfsval. Kynin gegna
ólíkum hlutverkum í þjóðfélaginu, stelpurn-
ar eru í störfum sem beinast að umönnun og
þjónustu bæði inni á heimilunum og úti í
þjóðfélaginu en strákarnir eru virkir í
stjórnunarstörfum og við mótun samfélags-
ins. Þessi munur á milli kynjanna er orðin
okkur svo eðlilegur og þykir svo sjálfsagður
að við tökum varla eftir honum og margir telja
hann meðfæddan.
En er hann það? Ástæðan fyrir því að
stelpur og strákar verða svona ólík er að
við búum í kynskiptu þjóðfélagi. Flest allt
í þjóðfélaginu gerir ráð fyrir að kynin hafi
ólík hlutverk. Þannig skiptir máli hvort maður
er karlkyns eða kvenkyns þegar maður
sækir um vinnu alveg eins og það skiptir máli
hvort þú ert kaþólskur eða mótmælenda-
trúar ef þú sækir um vinnu á norður-írlandi
eða svartur eða hvítur ef þú sækir um vinnu í
t.d. Bandaríkjunum.
Strax eftir aö barn er fætt er byrjað (oftast ómeövitaö) að aölaga
það aö því þjóðfélagi sem þaö á eftir aö búa í. Þess vegna eru
stelpur og strákar alin upp á ólíkan máta. Stelpur læra aö rækta
meö sér eiginleika sem hafa verið skilgreindir sem kvenlegir og
strákar rækta meö sér eiginleika sem skilgreindir eru karllegir.
Strax eftir fæðingu eru stelpurnar vaföar inn í bleik teppi og strák-
arnir í blá teppi og þar meö er félagsmótunin hafin.
FÉLAGSMÓTUN STELPNA OG STRÁKA
Félagsmótun er hugtak sem notaö er yfir þá mótun, þaö nám
sem á sér staö þegar barninu er kennt aö tileinka sér reglur og
athæfi sem gilda í samfélaginu. Strax frá fæðingu er stelpum
kennt aö þær eru öðruvísi en strákar og strákum kennt aö þeir eru
öðruvísi en stelpur. Frá fæðingu er komið fram viö stelpur á ann-
an hátt en stráka. Þeim eru gefin ólík leikföng og þau eru klædd
á ólíkan máta. Stelpur eiga aö vera sætar og fínar í fallegum litum
en strákar í dekkri litum og mega óhreinka sig meira.
Alls staðar í þjóðfélagi okkar er ætlast til aö stelpan hagi sér
samkvæmt því sem hefur verið skilgreint stelpulegt og strákurinn
hagi sér samkvæmt því sem hefur verið skilgreint strákalegt. Ef
barnið gerir þaö ekki er þaö áminnt af þeim fullorðnu og jafnvel
skilið útundan af félögum.
Sama hegðun hjá strákum og stelpum kalla fram ólík viðbrögö
hjáþeim fullorönu. Til dæmisef lítil stúlkadetturog meiðirsig, fer
aö gráta og hleypur til pabba, kyssir hann á meiddiö og huggar
hana. Ef lítill drengur kemur grátandi er líklega sagt við hann
,,vertu nú sterkur drengur, hertu þig upp, ertu aö skæla út af
þessu“ o.s.frv. Á sama hátt ef lítil stúlka leikur sér meö látum og
hávaöa, keyrir bíl af miklum krafti þá er iðulega sagt viö hana
,,svona leika stelpur sér ekki“, ,,þú getur oröiö skítug“ eöa ,,er
þetta nú dömulegt?“. Aftur á móti er brosað við stráknum sem
14