Vera - 01.07.1987, Page 20

Vera - 01.07.1987, Page 20
um finnst þeim verajafnrétti nema kannski þar sem konan vinnur heima, þá heldur karlinn aö hún hafi ekkert veriö aö gera allan daginn, hafi kannski verið meö kerlingar í kaffi en auðvitað hefur hún veriö aö vinna. Og nú spyr ég þær þeirrar spurningar sem krakkar eru alltaf spuröir, hvaö þær ætli aö gera þegar þær verða stórar: Arney: ,,Ég vil veröa leikkona og svo ætla ég líka aö vera í fótboltanum, kannski tennis líka meö ef ég get.“ Ætlaröu aö verðaatvinnufótboltamaður? ,,Nei, þágæti ég ekki veriö leikkona líka. Svo myndi ég alveg vilja vera arkitekt líka — ég myndi reyna aö fá einhverja vinnu sem ég hef áhuga á og líka sem er vel borg- uð.“ Anna: ,,Ég hef nú alltaf ætlaö að veröa bóndi, en svo er ég farin að hallast frá því. Mig langar til að verða leikari eða leikstjóri eöa fornleifafræöingur. Þaö er svo margt sem mig langar til aö gera aö ég veit ekki hvað ég á að verða.“ Erna: ,,Ég myndi alveg vilja vera gullsmiður eins og pabbi minn. Svo myndi ég vilja vera fornleifafræöingur og svo myndi ég vilja vinna í einhverju áhuga- leikhúsi, eða svoleiðis, en stunda fótbolta með.“ Rósa: ,,Ég myndi vilja vera leikkona og svo í fótbolta. Mig langar aö veröa arkitekt og svo myndi ég vilja vera flugfreyja á sumrin." Ýmislegt fleira datt þeim i hug aö gaman væri aö veröa þegar þær yröu stórar, þ.á.m. fararstjóri á sumrin o.fl. Ég innti þær eftir því hvort þær ætluðu að gifta sig og eignast börn. Ein sagðist nú ekki hafa hugsaö sér aö fara aö drattast meö einhvern kall á eftir sér, en hinar sögöust geta hugsað sér aö gifta sig en ekki fyrr en aö mjög vel athuguðu máli. Þær höföu séö þáttinn Sambúö/ sambúðarslit ísjónvarpinu, þarvar kallinn ofsalegagóöurfyrst en svo fór hann aö vera alltaf úti á kvöldin og gamaniö fór heldur að kárna. Þær voru sammála um að það væri nauösynlegt aö kynn- ast köllunum vel og finna út hvort hægt væri aö treysta þeim áður en fariö væri út í hjónaband eöa sambúð. Og svo yröu þeir nú líka aö gera eitthvað á heimilunum og skilja aö þeir væru ekki heilagir! En hvernig ætla þær nú aö komast yfir þetta allt, búa í sambúö, eiga börn, vinna starf sem þær hafa áhuga á og stunda íþróttir? Þær voru nú ekki meö miklar áhyggjur af því. Jú sennilega þyrftu þær aö velja og hafna aö einhverju leyti, nú annars væri þetta bara spurning um aö skipuleggja tímann og hagræöa vinnunni. Þó væri ekki nógu gott aö börnin væru ein heima, þá kynntust foreldrarnir þeim ekki og þau gætu lent í eiturlyfjum og allskyns vitleysu. Jú víst væri betra aö fólk þyrfti ekki aö vinna svona mikið og aö fjölskyldan gæti verið meira saman. Jafnrétti Ég spuröi þær að lokum hvernig þær vildu hafa heiminn ef þær fengju aö ráöa: Fyrst og fremst aö þaö væru engin kjarnorkuvopn til í heiminum, og enginn her, aö friður ríkti á milli landa og fólk gæti unnið saman í staö þess aö vera í stríði. Aö lönd eins og Sovétríkin væru opnuö og fólk gæti hugsað og gert þaö sem það vildi án þess aö vera sett á geðsjúkrahús eða í fangelsi. Og aö Bandaríkin hættu að drottna yfir öllu. Þær vildu að jafnrétti ríkti á milli allra og aö hver fengi aö ráö sínu lífi. Laun ættu aö vera jöfn þannig að fólk gæti lifað af því sem þaö langaði aö gera og þær tóku dæmi um aö ef t.d. maður vildi verða búðarstúlka eöa fóstra, heföi maður bara ekki efni á því og yröi kannski tannlæknir, sem manni þætti grautfúlt og svo bitnaði það bara á fjölskyldunni aö maður væri alltaf í vondu skapi! Allir ættu aö fá aö stunda þær íþróttir sem þeir vildu, sumir foreldrar vilja ráða í hvaða Iþróttir börnin fara og láta þau fara í það sem þau voru í sjálf. Þeim finnst aö krakkar eigi aö fá að ráöa meiru og þeim veröi kennt að vera opin og hreinskilin. Já að fólk almennt verði opnara og þori að segja meiningu sína, jafnvel þó aö þaö sé óþægilegt. Aö lokum sögöu þær aö þaö ætti að hætta aö framleiða sígarettur og önnur eiturefni: ,,Þaö er alltaf verið aö tala um reyklaust ísland árið 2000, af hverju er þá verið aö flytja sígarettur inn?“ Já, þær voru ekki aö velkjast í vafa um hvaö þær vildu gera og hvernig þær vildu hafa heiminn þessar konur framtíðarinnar. Þaö var engin deyfð eöa aumingjabragur yfir þeim. Ef þetta eru dæmigerðar stelpur og ef raddir þeirra fá aö hljóma í framtíðinni llt ég björtum augum fram á veginn og kvíði engu. K. Bl. ,,Ég æföi fimleika af miklu kappi þegar ég var yngri, en hætti þegar ég var 13—14 ára. Þá breytti ég um félagsskap, fór aö fikta viö aö reykja og varö kærulausari bæði gagnvart fimleikunum, skólanum og því sem honum fylgir. Viö vorum fjórar vinkonur sem æföum saman, vorum þrjár sem hættum um svipað leyti, og er- um allar hættar í dag. Viö höfum ekki haldið hópinn síö- an, tölumst svona viö þegar við hittumst á götu. Stelpur hugsa ööruvísi á þessum aldri, finnst þær veröa of gamlar til aö æfa, finnast þær ekki geta eins mikið og þegar þær voru yngri. Það fer mikill tími í æfingar áhugamálin veröa önnur og svo förum við líka aö pæla I strákum. Ég sé stundum eftir því að hafa hætt aö æfa, því ég veit að ég get verið góð í fimleikum, en þetta bara skeði. Ég æföi jassballett og dans, en er hætt því núna, þaö er bæöi tímafrekt og dýrt. Við stelpurnar æfum oft dans í frjálsum tímum i leikfimi og svo æfi ég sjálf dans heima. í dag eyði ég frítíma mínum fyrst og fremst meö vin- konu minni. Ég á eina mjög góöa vinkonu og viö erum alltaf saman. Við förum ekki mikiö, sitjum mest heima hjá henni og spjöllum um lífið og tilveruna, og bara um allt og ekkert. Viö tölum saman um alla hluti, erum al- gjörar trúnaðarvinkonur. Þaö er mjög mikilvægt fyrir mig aö eiga svona góöa vinkonu. Þegar ég var yngri vorum viö fleiri vinkonur saman, en nú erum við bara tvær. Ég held aö það skipti allar stelpur miklu máli aö eiga eina góða vinkonu. Á þessum aldri segir maður, eða þaö geri ég, vinkonum sinum frekar frá því sem maður hugsar, en foreldrunum. Viö ræðum alskonar hluti, við tölum um skólann, föt, stráka, um krakkana í skólanum og bara um svo margt. Fullorðna fólkið hefur oft áhyggjur af okkur, t.d. aö viö séum aö byrja að reykja, smakka vín og aö stelþurnar verði óléttar og aö það sé almennt vesin á okkur. Aö við séum að þvælast úti á kvöldin og gera eitthvað slæmt af okkur. Ég hef lítið pælt í því hvort þessar áhyggjur séu réttlátar og skiljanlegar. Vinirnir hafa meiri þýöingu fyrir mig núna, en þegar ég var yngri sérstaklega ef maður getur treyst þeim full- komlega. Það er öðruvísi núna, en þegar ég var lítill krakki, þá var maður bara aö leika viö þá, en núna erum 20

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.