Vera - 01.07.1987, Side 23
Þetta með húsverkin hefur vafist mikið fyrir mér.
Hvers vegna skyldu konur líta svo á, að ekki aðeins séu
þær eina fólkið sem kann til húsverka, heldur líka eina
fólkið sem ber skyldu til að sinna húsverkum? Það ligg-
ur jú í því að stelpum er kennt að laga sjálfar til i her-
berginu sínu, hjálpa mömmu við uppvaskið o.s.fr. Alveg
greinilega! Hér var slæmt að eiga enga stráka, sem
hægt væri að skikka í þessi verk og gefa stelpunum frí.
Það væri ein aðferð. En hvaða aðferð getur stelpu-
mamma notað til að kenna þessum verðandi konum
sínum, að húsverk séu síöur en svo í verkahring kvenna
eingöngu? Alið þær upp í að halda að húsverk geri sig
sjálf eins og karlmenn virðast vera aldir upp í? Sam-
kvæmt því þyrfti ég að laga til á nóttunni þegar enginn
sæi til!
Reyndar setti ég snemma strangar reglur byggðar á
þeirri forsendu að allt heimilisfólkið væri jafn ábyrgt fyrir
útliti heimilisins, klæðnaði og matseld, að hver og einn
verði að þjónusta sig sjálfur. Þessi regla strandar bara á
manns eigin innprentaða forriti: að bara mömmur kunni
og geti gert hlutina nógu vel!
En þrátt fyrir alla þessa nákvæmlegu útreiknuðu
verkaskiptingu og endalaust tal um húsverk sem vinnu
virðast þær standa í þeirri meiningu að vinna sé nokkuð
sem karlar gera en konur ekki! Jafnvel þegar konur taka
sig til og fara að stjórna heíminum af löngum og ströng-
um fundum, er það ekki vinna. „Mamma er á fundi,
pabbi að vinna“ sagði lítill strákur um foreldrana sína og
svo ekki orð um það meir.
FEGURÐ KEMUR AÐ INNAN
Á maður að leyfa stelpunum sínum að horfa á
fegurðarsamkeppnir í sjónvarpinu? Sönn fegurð kemur
að innan — tautar hún ég og samt standa þær angistar-
fullar frammi fyrir speglinum vegna þess að nefnið á
þeim er of stutt, hálsinn of sver, efri vörin of þunn. ,,Föt-
in skapa ekki manninn" og samt standa snjóþvegnar
gallabuxur efst á óskalistanum. Og sú elsta er bara tíu
ára!
ÞÆR ERU HVORT EÐ ER ÆÐI! ,
Að ýmsu leyti er ég búin að gefast upp við að ala þær
upp. Hver er minn máttur andspænis auglýsingunum,
barnatímunum, framhaldsþáttunum, andrúmsloftinu í
skólanum. Maður bara gerir sitt besta og vonast til að
vera að sá fræjum þar og hér, sem munu verða að
kvenfrelsisblóma einhvern tíman seinna! Og þegar ég
fylgist með þeim í leik veit ég svo sem ekki af hverju
áhyggjurnar eru. Stelþur eru algjört æði! Þær rigsa um í
hópum og skipuleggja tombólur eða hjólreiðatúra, af-
mælisveislurnar eru úthugsaðar löngu fyrirfram, gesta-
listi, matvælalisti, leikjalisti, leikritin æfð, búningar. . .
það er alveg endalaust hvað þeim getur dottið í hug.
Sjáið strákana: Hvað gera þeir þegar fer að vora? Taka
sér bolta undir handlegg og skunda út á næsta völl til
að sparka og spyrna eftir fyrirframsettum reglum! Og
þegar þeir fá leið á boltanum þá dettur þeim helst í hug
að fara að hrekkja stelpur! (Nú rís einhver stráka-
mamma upp til að mótmæla vona ég!)
Samkvæmt könnunum eru stelpur betri námsmenn en
strákar og taka forystuna í félagslífi barnaskóla-
bekkjanna. Þær haga sér eins og þær sem valdið hafa,
prúðar og frjálslegar í fasi, slást ekki í frímínútum, gráta
ef þeim býður svo við að horfa. . . En svo allt í einu ger-
ist eitthvað. Strákarnir taka taumana í sinar hendur og
halda þeim upp frá þvi. Þetta heitir að verða kyn
,,þroska.“ Sér er nú hver þroskinn! Ég bíð eftir honum
með öndina í hálsinum því þá ætla ég að fylgjast vel
með því sem gerist.
HREKKJUSVÍN
Stelpur virðast hafa það fyrir kæk að skammast út í
stráka. Þeir rusla til, skemma, stríða, hrekkja. Á vissum
aldri fyllast þær næstum því andúð á strákum. Er það
gagnkvæmt? Sjálfsagt er þetta einhver undirbúningur
undir kynhlutverkið og þá meina ég kyn eins og í kynlíf
og allt það. Ég velti því töluvert fyrir mér hvers vegna sá
undirbúningur virðist felast í stríðsástandi. Ég reyni að
draga úr þessu ástandi með því að mótmæla því að allir
strákar séu hrekkjusvín og bendi á dæmi um reglulega
ágæta stráka. En allt kemur fyrir ekki.
Og svo er líka annað, kannski er ég sjálfri mér ósam-
kvæm því um leið og ég neita því harðlega að strákar
séu yfirhöfuð hrekkjusvín, neyðist ég til að vara þær við
karlmönnum! Nú er nefnilega þangað komið í ævi eldri
dætra minna, að þær eru farnar að ferðast um upp á
eigin spýtur. Þær taka strætó í bíó eða bara niður í bæ,
þær labba út í sundlaug. . . fara hitt og þetta án þess að
nokkur fullorðin sé með þeim. Allt í lagi, þið megið taka
strætó, segi ég, vitandi sem er hversu gaman það er að
skoða sig um í heiminum, — þið megið bara alls ekki
tala við ókunnuga menn. Og ef þið villist, verðið þið að
spyrja konu til vegar. Og ef einhver býður ykkur far í
bílnum sínum, verðið þið að segja nei takk, jafnvel þótt
heill konfektkassi sé í boði og jafnvel þó komin sé úr-
hellisrigning! Mér finnst fyrir neðan allar hellur að þurfa
að ala á svona tortryggni og þori ekki að hugsa þá
hugsun til enda hvað ég sé að gera mannúð og lífsvið-
horfum þessara litlu stelpna með því. En hvað á ég að
gera annað?
SJÁLFSÍMYND I MOLUM?
Bönnin hefta auðvitað frelsi þeirra. Það eru sams kon-
ar bönn og allar konur verða að búa við. Ekki þvælast
um ein í myrkrinu. Og hvernig get ég skýrt ástæðurnar
út fyrir þeim? Hvað læra þær um samskipti kynjanna á
þessu banni? Og ef þær skyldu nú stelast til að þiggja
far, myndu þær þá ekki segja mér ef eitthvað kæmi fyrir
af ótta við að vera refsað fyrir að brjóta reglurnar? Og
hvaða mynd er ég að gefa þeim af kynstofni pabba
þeirra? Strákamömmur hljóta að velta því fyrir sér hvað
þær geri sjálfsímynd litlu strákanna sinna með því að
vara þá viö kynbræðrum þeirra á þann hátt sem allir
foreldrar þurfa að gera nú til dags.
Eru þetta spurningar, sem karlmenn takast á við? Það
þætti mér gaman að vita. Og ef þeir gera það ekki —
hvers vegna ekki?
ENGIN NIÐURSTAÐA
Ég fæ ofsalegt kikk út úr því að eiga þrjár verðandi
konur — þrjár stelpur frjóar og frjálslegar. Ég læt mig
dreyma um að við eigum eftir að verða vinkonur sem
deilum reynslu og leyndarmálum. Vonandi verður það
svo. Og sjálfsagt er mér og þeim hollast að ég gefi þeim
svigrúm og gleymi öllum þessum kenningum um það
hvernig stelpur eru gerðar að konum, því það er alla
vega Ijóst að við fæðumst ekki konur, við erum gerðar
að þeim. Hvernig og hvenær veit ég ekki. En ég hefði
áhuga á að vita hvað hinar mömmurnar segja og gera.
Malla