Vera - 01.07.1987, Blaðsíða 26
veg hennar til föðurins, um tilraun hennar til að banka uppá hans
lokuðu dyr. Sjálf hef ég reynt að auka skilning minn í gegnum syni
mína tvo, sem ég kynntist áöur en þeir fæddust. Margt af því sem
þeir sem strákar þurfa að horfast í augu við vekur þó hjá mér ugg".
Umræðan fer nú að snúast um það þegar karlrithöfundar þurfa að
setja sig í spor kvenna í bókum sínum. Það virðist ekki valda þeim
þungum áhyggjum þar sem þeir ganga flestir útfrá því að þeirra
skynjun og lífsviðhorf sé það eina rétta. Það er því meiri ástæða til
að hafa áhyggjur af því hvaða áhrif bókmenntir þeirra geta haft en
hvort þeir eigi í basli með kvenpersónur sínar.
,,Þaögildir sjálfsagt þaðsama um bókmenntir ogt.d. sálfræði. Þar
hefur karlmaðurinn verið reglan, konan undantekningin og smátt
og smátt verða konur fyrir áhrifum af þeirri mynd af sjálfri sér, sem
þær eru mataðar með. Einn góðan veðurdag passar Öskubuska í
skóinn sinn, búið er að fjarlægja bæði hæl og tá".
Þóað Márta viðurkenni opinskátt að henni gangi illa aðskilja karl-
menn eru þeir oft afar áberandi, fyrirferðarmiklir, í bókum hennar
— en ávallt er þeim lýst frá sjónarhorni kvenna. í lokakvæði bókar-
innar, „ástarsögu aldarinnar" (Árhundradets kárlekssaga 1978),
sem Kristín Bjarnadóttir hefur þýtt á íslensku kemur fram hvað Márta
vill með listsköpun sinni:
„Þegar jörðin gengur í bylgjum
tek ég örsmá skref
sem varla
greinast
þá get ég ef til vill
haldið jafnvæginu
Þegar sekúndurnar
hrannast upp
og dynja svo á mér
þá verð ég að vera
afar ströng við þær
Ein af annarri ein af annarri
fá þær að líða hjá mér
óendanlegan tíma
til morguns
Þegar blaðsíður
kaflar og hugsanir
virðast ógreinanlegar
tek ég orðin
eitt af öðru
og held þeim lengi upp í Ijósið
svo þau verði
gagnsæ
Síðan safna ég
þeim örlitla kjarki
sem eftir er
og hvísla í kyrrþey
en aðeins að þeim
sem hafa eyrun mjög nærri jörðu
og skreiðast áfram
eins og ég
Sársauki og ótti flæða yfir okkur, samhliða styrknum, sem býr í
þeim konum sem Márta lýsir i bókum sínum. Verða þessar tilfinning-
ar að fylgjast að?
„Viðleitnin að standa fyrir því sem maður er, vera öðru vísi, velja
aðrar leiðir, veldur oft ótta og kvíða. Þetta er erfið leið, en sú eina
mögulega fyrir mig. Hún er mér einfaldlega nauðsynleg."
Þau viðfangsefni, sem fyrir marga kvenrithöfunda eru nauðsyn-
leg, eins og fyrir Mártu, eru alls ekki áhugaverð í augum „bók-
menntastofnunarinnar". Þar hafa sjónarmið karla fengið að ráða í
aldir og því erfiðleikum bundið að fá viðurkennt að bækur sem fjalla
um hversdag kvenna séu bókmenntir, list. Márta bendir á að hún
hafi oft orðið vör við jákvæð viðbrögð karla við bókum sínum, en
þar sem flestir telji sig nú vita hvað hún skrifi um eru nú kvengang-
rýnendur látnir fjalla um þær. Þar meðeru þær settar íflokk B. í bók-
inni „Karlmönnum verður ekki nauðgað" (Mán kan inte váltas
1976) tók Márta upp efni sem braut múrana og vakti áhuga karla
og var bókin m.a. kvikmynduð fljótlega.
„Það var barnslegt að trúa því að ég gæti náð fram með þessu
móti. Umræðan fór fljótt að snúast um það hvort hægt væri að
nauðga körlum en ekki um það sem bókin fjallar í raun um."
Henrik Tikkanen, listamaður og rithöfundur, eiginmaður Mártu
fékk mikinn áhuga á bókinni strax á meðan Márta vann að gerð
hennar og byrjaði í framhaldi af því að mála myndir af ungum fal-
legum konum og allskonar táknum karlmennskunar. Ein af þessum
myndum tók huga Mártu svo föstum tökum að hún ákvað að skrifa
bók útfrá henni. Þessi mynd prýðir nú kápuna á Rauðhettu. Fyrir
Martu er myndin svo mikilvægur hluti bókarheildarinnar að hún lét
hana ganga á milli áheyrenda allan tímann sem hún sjálf las úr bók-
inni. Myndin gefur vísbendingar um þær andsstæðu tilfinningar
sem úlfarnir í lífi Rauðhettu vekja hjá henni. Þeir hræða og hafa
aðdráttarafl í senn.
„Ég reyni að fjalla um kynhvöt kvenna og spyr spurninga eins og;
er gott að vera kona?"
Vanmáttur og takmörkun karla á því að geta skilið og sett sig inní
líf kvenna er eins og rauður þráður í öllum bókum Mártu. Hún held-
ur þó ekki að hérsé á ferðinni úthugsuð aðferð karla. Hún velur held-
ur að kalla það hugsanaleysi.
„Til er það sem er verra en skilningslausu karlarnir, það finnst mér
stundum að minsta kosti. Nefnilega, „ekki systurnar." Ég verð t.d. bál-
reið þegar ég heyri konu eins og Fay Weldon og margar fleiri neita
því að þær skrifi kvennabókmenntir. Afhverju hefur orðið feministi
orðið að svo Ijótu orði."
Á hádegisverðarfundinum eyddi Márta nokkrum tíma í að fjalla
um það hvernig bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs væri
dreift út og í spaugsömum tón sagði hún að stundum viritist kynferði
skipta þarna meira máli en bókmenntahæfileikar. Því var mótmælt
úr salnum að bókmenntum væri skipt upp í kvenna- og karlabók-
menntir. —■ Márta er eiginlega á móti merkimiðum en telur þó að
þeir séu nauðsynlegir stundum.
„Við skulum muna að það voru fyrst og fremst karlar sem settu á
okkur merkimiðann kvennabókmenntir. Svo skulum við líka muna
að það er ekkert jafnrétti, — ekki í Finnlandi, ekki hér og þá getum
við ímyndað okkur hvernig það lítur út annars staðar í heiminum.
Auðvitað snýst skáldunin fyrst og fremst um baráttuna við sjálfan
sig. Baráttuna að trúa á það sem maður gerir og finna jafnvægi á
milli sjálfs sín og sjálfgagnrýninnar. Þar sem karlar hafa allt aðra og
betri möguleika á þvi að iðka skáldskap sinn, hin daglega aðstaða
er þeim t.d. mun auðveldari, en aðstaða kvenrithöfundarins, sem er
allt önnur og verri. Svo lengi sem það er þannig verðum við að vinna
sérstaklega að því að lyfta fram verkum kvenrithöfunda."
Márta er eiginlega ekkert undrandi þegar hún fær mótmæli gegn
því að deila eigi út sérstökum verðlaunum til kvenrithöfunda. Hún
álítur að þau mótmæli eigi skilt við andstöðuna gegn orðinu
feministi.
„Sjálfsagt er þetta annars vegar tengt því að nú erum við komnar
26