Vera - 01.07.1987, Qupperneq 28
Þaö hefur komið æ betur í Ijós á undanförnum árum aö ýmsir
starfshópar kvenna eru ódeigastir í baráttunni fyrir hækkun
á kjörum launafólks. Er skemmst að minnast BSRB-verkfalls-
ins 1984, en mikil virkni kvenna var einkennandi fyrir þaö
verkfall. Nú í vetur hafa ýmsir kvennahópar s.s. sjúkraliöar og
fóstrur látið að sér kveða og tekist að rjúfa svolítið skarð í lág-
launastefnu undanfarinna ára. Þetta hefur þó ekki gengið
þrautalaust fyrir sig og fengu fóstrur t.d. skömm í hattinn frá
forustu sínsfélags og máttu sitja undir stöðugum hótunum og
svigurmælum frá æðsta valdi borgarinnar — borgarstjóra.
Ein þeirra sem á sæti í kjaranefnd fóstra er Margrét Pála
Ólafsdóttir. í greininni hér á eftir segir hún frá gangi mála í
samningaviðræðunum við borgina, karlaveldinu beggja
vegna borðsins og þeirri baráttu sem fóstrur háðu á eigin for-
sendum.
Samningar opinberra starfsmanna voru lausir um s.l. áramót,
en ekkert fór þó að hreyfast í samningamálum fyrr en í byrjun
febrúar, þegar launanefnd sveitarfélaganna og hin ýmsu starfs-
mannafélög gerðu svo nefndan rammasamning, þar sem kveðið
var á um lágmarksinnröðun starfshópa í launaflokka. Síðan átti
hvert félag að semja um endanlega innröðun og er því lokið víðast
hvar. Ríki og borg voru ekki með í rammasamningnum, en Starfs-
mannafélag ríkisins (SFR) og Starfsmannafélag Reykjavíkur-
borgar (St. Rv.) eru tvö stærstu félögin innan BSRB og með
stærstu láglaunahópana innan sinna dyra, auk fjölmargra fag-
hópa. Þar hreyfðist ekkert fyrr en um miðjan marsmánuð, en þá
samdi Reykjavíkurborg við litla hrifningu félagsmanna, sem
höfðu gert kröfu um að færast nær launum á almennum vinnu-
markaði. Samningurinn einkenndist m.a. af:
1) Lítilli heildarhækkun, en þess í stað var launatöflunni breytt
og starfsaldursþrepum fækkað úr 8 í 6 þrep, á þann veg
hækkuðu byrjunarlaun um 17% en síöan stiglækkandi og
laun eftir 18 ára starf hækkaði aðeins um 4.3% — tæpur
þriðjungur borgarstarfsmanna var kominn í efsta þrepiö og
átti skv. því að fá þessi 4.3% og helmingur þess var verð-
bótaþátturinn 1. mars.
2) Fjórir starfshópar áttu að fá sérstaka hækkun um tvo launa-
flokka. Annars vegar fjöldauppsagnahóparnir, fóstrur og
sjúkraliðar, og hins vegar gæslukonur og vagnstjórar. Þó var
Ijóst að fóstrur og sjúkraliðar myndu ekki sætta sig viö þessa
hækkun — meira þurfti að koma til eins og síðar kom á dag-
inn.
3) Samningnum fylgdi bókun, þar sem kveðið var á um endur-
röðun borgarstarfsmanna í launaflokka og sagt var að það
væri loforð um svigrúm til hækkana — en ekki var gefið upp
hversu mikið né til hverra.
Sjúkraliðar sprengdu fjötrana
Samningurinn var felldur með yfir 200 atkvæða mun og þar
með tryggt að ríkisstarfsmenn fengju tækifæri til að gera betur.
Óábyrgir spaugarar segja reyndar að Starfsmannafélag Reykja-
víkurborgar sé alltaf prófsteinn á lélaga samninga — ef þeir fari
ekki þar í gegn dugi þeir hvergi. Sú varð raunin. í kjölfar þessa fór
Starfsmannafélag ríkisstofnana í samningaviðræður og í krafti
uppsagna sjúkraliða náðist í gegn launahækkun sem sprengdi af
sér fjötrana frá jólaföstusamningum ASÍ. Þessi árangur kvenna-
hópanna er aö mínu mati óumdeilanlegur.
Borgin undirritaði síðan ríkissamninginn að mestu óbreyttan og
trúlega hefur verið þungt í borgarkörlunum beggja vegna borðs-
ins — bæði með að láta ríkið ráða ferðinni og að auki var þetta
staðfesting á réttmæti þess að fella fyrri samninginn. Reyndar
höfðu fóstrur verið gerðar aö blóraböggli þá — og það útskýrir
Er samið
e.t.v. hvers vegna fóstrur voru fyrstar úti í seinni samningnum,
fengu ekki launaflokkshækkun og voru þar með orðnar lægst
launuðu fóstrur landsins.
Slík var staðan, þegar borgarsamningurinn fór undir atkvæði í
annað sinn á skömmum tíma. Atkvæðagreiðslan átti að standa í
tvo daga samkvæmt venju og úrslit voru tvísýn. Brunaverðir og
vagnstjórar höfðu hvatt til þess að þessi samningur yrði felldur og
fóstrur höfðu — eins og áður lýst því yfir að þær mundu hvorki
styðja samninginn né draga uppsagnir sínar til baka. Þá féll
sprengjan. Á seinni degi umræddrar atkvæðagreiðslu samþykkti
borgarráð — einhliða — að þeir kvennahópar skyldu fá sérstaka
hækkun, fóstrum og þroskaþjálfurum var úthlutað tveimur launa-
flokkum en gæslukonum aðeins einum.
Starfsmannafélagið brást við af fullri hörku, yfirlýsti samþykkt-
ina sem ósmekklega íhlutun í atkvæðagreiðsluna sem að lokum
var ógilt af félagsfundi og öll kjörgögn brennd á báli. Fóstrur lýstu
því hins vegar yfir að samþykktin hafi verið rétt skref — á röngum
tíma og að auki of skammt gengið. Þennan áherslumun fóstra og
félagsins má e.t.v. skýra með því að fóstrur hafa gegnum tíðina
séð samskonar vinnubrögð. Þeim hafa ávalltv verið skömmtuð
laun og sviðið sárt að borgaryfirvöld og starfsmannafélagið hafa
verið samstíga í að halda forræði hópsins í sínum höndum. í hug-
um fóstra skipti því ekki öllu máli hvort borgin stóð ein að sam-
þykktinni eða hvort fulltrúi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar
væri í myndinni — í hvorugu tilvikinu hefðu fóstrur verið spurðar
ráða.
Atkvæði voru loks greidd að nýju í þriðja sinn 27. og 28. aþríl
og var samningurinn samþykktur með miklum meirihluta. Upp-
sagnir fóstra stóðu þá enn og aðeins fáir dagar til 1. maí.
Fóstrum ávallt skömmtuð iaun
28