Vera - 01.07.1987, Qupperneq 29

Vera - 01.07.1987, Qupperneq 29
ÍS»K ' 'PtlDÍ 3 LDÐDVfW^ Fóstrur 1. mai. um siálfsvirðingu? Samningsstaða fóstra Áður en síðasti þátturinn hefst er nauðsynlegt að útskýra samningstöðu fóstra, og hvers vegna fjöldauppsagnir voru eina vopnið sem stéttin gat beitt. Til að gera langa sögu stutta má segja að gömlu samningsréttarlögin hafi bundið opinbera starfs- menn í átthagafjötra, öllum borgarstarfsmönnum var skylt að vera í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar sem átti samnings- réttinn fyrir alla og hið sama gilti um önnur sveitarfélög. Þannig gátu faghópar eins og t.d. fóstrur og sjúkraliðar ekki stofnað eigin stéttarfélög vegnafjölda viðsemjenda. Ríkisstarfsmenn geta hins vegar skipt sér í stéttarfólög s.s. lögreglumenn, sfmamenn o.s.frv. og Starfsmannafélag ríkisstofnana er þá ,,ruslakista“ fyrir þá sem ekki eiga aðild að öðrum stéttarfélögum og innan þess félags eru þ.a.l. fóstrur og sjúkraliðar sem starfa hjá ríkinu. B.S.R.B. samdi síðan fyrir alla ríkisstarfsmenn. Ný samningsrétt- arlög tóku gildi í des. s.l. og geta þau valdið straumhvörfum í allri samningsgerð. Þar með fengu félög háskólafólks loks samnings- og verkfallsrétt, sem nýttur hefur verið í vetur og ríkisfélögin geta samið sjálfstætt ef þau kjósa þá leið. Jafnframt var því langþráða marki náð að heimila hópum með marga viðsemjendur að stofna eigin stéttarfélög með samnings- og verkfallsrétti. Þar með er i Veldi starfsmannafélaga sveitarfélaganna hnekkt, og hópar geta sjálfir ákvarðað hvort þeir sitji áfram á sama stað eða taki sér samningsréttinn sjálfir. Nýju lögin komu of seint fyrir fóstrur og sjúkraliða en í næstu samningum er þá í fyrsta sinn mögulegt að Þessir hópai hafi eigið forræði í höndunum. sínum. Annars vegar voru samningaatriðin s.s. launahækkanir þar sem Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar fer með okkar um- boð, hins vegar voru stjórnsýslumál s.s. undirbúningstími og rýmkun á yfirvinnureglum, en engar reglur banna borginni að ræða þau mál beint við viðkomandi faghóp. Til nánari útskýringar skal undirstrikað að fóstrum þótti mjög mikilvægt að komast sjálf- ar til viðræðna og túlka sínar kröfur milliliðalaust — svona einu sinni. Ef ekki í samningaviðræðunum, þá allavega varðandi sér- málin. Á þessum grundvelli sendu fulltrúar fóstra borgarráði bréf, þar sem óskað var eftir viðræðum. Þetta bréf var tekið fyrir þann 28. aþríl en á sama fundi lá fyrir erindi starfsmannafélagsins undirrit- að af formanni félagsins Haraldi Hannessyni, þar sem tilkynnt var að starfsmannafélagið myndi vilja ræða málefni fóstra við fulltrúa borgarinnar. Þar með var Ijóst að deilan snérist ekki aðeins um fóstrur, borgaryfirvöld og launakröfur, heldur vinnubrögð og vald — og hver réði yfir hverjum. Borgarráðsamþykkti að viðræð- ur skyldu fara fram og 29. apríl var viðræðunefnd fóstra boðuð á óformlegan fund með embættismönnum borgarinnar svo og for- manni starfsmannafélagsins til að kynna kröfur fóstra. Þetta var í fyrsta og eina sinn sem rætt var við fóstrur. Embættismenn borgarinnar og forystumenn starfsmanna- félagsins gengu hins vegar frá okkar málum daginn eftir í starfs- kjaranefnd og undirrituðu þar (án samþykkis eða vilja fóstra) sam- komulag um launamál og gengu frá bókunum og bréfum um sér- mál. Efnisinnihaldið er síðan öllum kunnugt sem fylgdust með fjölmiðlum. Að kvöldi þess dags, þann 30. apríl, yfirlýstu Reykja- víkurfóstrur að uppsagnir stæðu enn og kröfðust þess að réttir aðilar staðfestu óljósa þætti í samkomulaginu og óskuðu eftir við- ræðum við borgina, t.d. um starfsheitið deildarfóstra, sem hafði enn verið hafnað. Sama kvöld ákváðu þó ríkisfóstrur að draga Vinnubrögð og vald En aftur að fóstrum — eftir samþykkt samningsins. Á loka- spretti baráttunnar urðu fóstrur að fara þá leið að tvískipta kröfum 29

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.