Vera - 01.07.1987, Side 34
Ábendi sf. er nýlegt fyrirtæki á sviði ráðgjafa og ráðninga, eigendur og
starfskraftar Ábendis eru þær Ágústa Gunnarsdóttir, sálfræðingur, Nanna
Christiansen, ráðgjafi og Þórunn Felixdóttir, ráðgjafi.
Það vekur ávallt áhuga og forvitni hjá aðstandendum Veru þegar fréttist
af einhverju sem konur eru að framkvæma, undirrituð lagði því leið sína inn
á Engjateig 7, þar sem Ábendi er til húsa og hafði tal af þeim Nönnu
Christiansen og Ágústu Gunnarsdóttur.
Rætt við
Ágústu
og Nönnu
um öðruvísi
ráðgjöf
Það er nú þegar þó nokkur
fyrirtæki sem sjá um atvinnu-
ráðningar og sum þeirra búin
að starfa í áraraðir, hvers vegna
og hvenær stofnuðið þið
Ábendi?
Nanna: Ábendi er stofnað í
lok síðasta árs, hún brosir og
bætir við, eftir um það bil níu
mánaða meðgöngu. Við Þór-
unn Felixdóttir vorum í fyrra við
nám í Háskólanum hjá Sölvínu
Konráðs, þar sem hún kenndi
starfs-og námsráðgjöf. Þarvar
eðlilega mikið rætt um atvinnu-
líf, starfsmöguleika og þess
háttar. Um þetta leyti var ég
sjálf mikið að velta því fyrir mér
að skipta um starf, ég hafði
verið kennari í mörg ár og þrátt
fyrir það að mér fannst kennsl-
an ágætis starf þá langaði mig
að breyta til. Ég fór á ráðninga-
stofur en mér fannst ég fá þar
mjög ófullnægjandi þjónustu
og þegar ég fór að ræða við
félaga mína, sem voru í sömu
hugleiðingum og ég og líka
höfðu snúið sér til ráðninga-
stofa, kom í Ijós að fólk var al-
mennt óánægt, ósátt við þjón-
ustuna. Störfin sem fólki
buðust voru ekki í neinum
beinum tengslum við það sem
hentaði hverjum og einum,
það var frekar að fólk gæti átt
von á starfi ef einhver þekkti til
annað hvort fjölskyldu eða
tengdafjölskyldu viðkomandi
aðila. Við þetta vaknaði áhugi
minn á starfsemi ráðninga-
þjónusta, ég ræddi við nokkuð
marga atvinnurekendur bæöi
íslenska og erlenda og það
kom í Ijós að íslenskir atvinnu-
rekendur voru ekkert sérstak-
legaánægðir heldur. Ég kynnt-
ist einnig lítillega ráðninga-
þjónustu erlendis og sá þar að
mínu mati miklu faglegri vinnu-
brögð. í námi mínu hjá Sölvinu
tók ég áhugasviðs ábendið,
Strong Campell, þar kom í Ijós
aö ég hafði töluvert miklar líkur
á að verða ánægð í starfi sem
starfsmannastjóri eða við
starfsmannahald. Eftir að hafa
rætt þetta við Sölvínu vaknaði
hugmyndin, hvers vegna ekki
bara að stofna eina góða ráðn-
ingaþjónustu? Ég ræddi um
þetta við Þórunni, vegna þess
að ég vissi að margir atvinnu-
34