Vera - 01.07.1987, Qupperneq 35
ABEND
rekendur höföu i gegnum árin
leitað til hennar meö ábend-
ingu um skrifstofufólk, en Þór-
unn er búin að kenna við Verzl-
unarskólann í mörg ár. Það
kom í Ijós að að þetta hafði ver-
ið gamall draumur hjá henni
svo við ákváðum að slá til. Við
vildum fá einhvern sérfræðing
með okkur sem hefði lært að
nota Strong Campell, því þó
svo að við hefðum fengið þjálf-
un í þvi að nota þetta hjálpar-
tæki sem Strong Campell er, þá
erum við ekki sérfræðingar við
erum bara ,,sveinar“. Sölvína
benti okkur á Ágústu, sem var
þá að Ijúka sálfræðinámi í
Minnesóta þar sem hún hafði
meðal annars lært að fara með
Strong Campell. Eftir mörg
bréf og símhringingar ákvað
Ágústa að vera með okkur í
þessu fyrirtæki, þar sem
blandað yrði saman annars
vegar sérfræðiþjónustu við
starfs- og námsval og hins
vegar ráðningaþjónustu. Nú
síðan tók sinn tíma að gera það
sem gera þarf til að koma á fót
fyrirtæki, meðal annars að
finna hentugt húsnæði og í
þyrjun mars á þessu ári hóf
Ábendi sf., síðan starfsemi
sína.
Á hvern hátt er þjónustan hjá
ykkur ödruvísi en gerist hjá öðr-
um ráðningaþjónustum?
Ágústa: Það sem við höfum
fram yfir aðrar ráðningaþjón-
ustur er það að við reynu m ekki
aðeins að finna heppilegan
einstakling í starf fyrir atvinnu-
rekandann heldur um leið að
finna heppilegt starf fyrir ein-
staklinginn. Þetta er sem sagt
tvihliða, að fyrirtækið fái góðan
starfskraft og að starfskraftur-
inn verði ánægður hjá fyrirtæk-
inu. Það er dýrt fyrir fyrirtæki
að þjálfa upp nýjan starfskraft
og þess vegna mikilvægt fyrir
það að starfskrafturinn verði
ánægður í starfi og dvelji þar af
leiðandi lengur hjá fyrirtækinu.
Ánægður starfskraftur vinnur
verk sin vel og hefur fáa veik-
indadaga auk þess sem starfið
verður honum markmið i sjálfu
sér en ekki bara eitthvað sem
hann verður að gera til að
vinna fyrir launum.
Hverjir eru það helst sem leita
til ráðningaþjónustu ef þeir eru
i atvinnuleit?
Nanna: Það er mikil breidd í
þeim hópi, en þó er líklega
stræstri hópurinn konur á milli
tvítugs og þrítugs, alla vega af
þeim sem leitað hafa til okkar.
Enn sem komið er höfum við
mest séð um að ráða í verslun-
ar- og skrifstofustörf, Þórunn
er sérfræðingur í að meta
hæfni til slíkra starfa. Þó að
þessi aldurshópur sé í meiri
hluta þá er samt talsvert um að
eldra fólk sé að leita sér að
vinnu, annað hvort af þvi að
það vill skipta um starf eða er
að koma út á vinnumarkaðinn
á ný. í þvi síðar nefnda er um
að ræða konur sem eru að
koma út á vinnumarkaðinn
35