Vera - 01.07.1987, Side 38
í apríl s.l. samþykkti borgarstjórn nýtt
aðalskipulag fyrir Reykjavík til næstu
tuttugu ára.
í grófum dráttum má segja að aðal-
skipulag sé stefnumörkun sveitarstjórnar
í þróun byggðar, umferðar og umhverfis í
sveitarfélaginu. Eins og gefur að skilja
eru skiptar skoðanir um þessa grundvall-
arþætti og stjórnarandstaðan í borgar-
stjórn treysti sér ekki til að samþykkja þá
stefnumörkun sem nýja aðalskipulagið
felur í sér. Kvennalisti, Alþýðuflokkur og
Alþýðubandalag stóðu sameiginlega að
bókun í 11 liðum þar sem bent var á
helstu annmarka skipulagsins. Sú bókun
verður ekki tíunduð hér heldur aðeins
nefnd helstu efnisatriðin.
AÐALSKIPULAG
Þaö sem gildir um flesta þætti skipulagsins er aö
stefnumörkunin er ekki nægilega markviss. Stööu mála
í dag er gerö nokkuð góð skil en minna fer fyrir framtíð-
arsýninni. Sem dæmi má nefna aö lítil tilraun er gerð til
aö meta þörfina fyrir félagslega þjónustu af ýmsu tagi
á komandi árum. Hversu mikið þarf t.d. aö byggja af
dagvistarheimilum, sérhönnuöum leiguíbúöum fyrir
aldraöa, skólum, félagsmiöstöövum og fleiru? Sama
stefnuleysiö er upp á teningnum í menningarmálum —
hvar er t.d. framtíðaraðstaða fyrir frjálsa leikhópa i borg-
inni?
Tölvu í hvert eldhús
Þarsem framtíðarsýninaer aðfinnaer hún ekki beint
aölaðandi — síst fyrir konur. í kaflaum ibúaog húsnæð-
ismál segir m.a.: „Líklegt er t.d. að i framtíðinni muni
vaxandi hluti starfa í landinu fara fram á heimilunum
fyrir framan tölvuskjái. Þaö mun leiða til þess aö fjöl-
skyldumeðlimir fá fleiri tækifæri til samveru. . . Þegar
störfin færast I auknum mæli inn á heimilin gæti farið
>svo að konur fengju aukinn áhuga á því að eiga fleiri
börn en ein af skýringunum á fækkandi barneignum á
Vesturlöndum undanfarin ár hefur verið ósk kvenna að
komast I störf utan heimilis." Sá sem sér hlutina I þessu
Ijósti hlýtur að vera þeirrar skoðunar að konur þjáist af
iðjuleysi og þar sé að finna aðalhvatann að atvinnuþátt-
töku þeirra. Það er hægt að gera ótrúlega margar
athugasemdir við þessa stuttu klausu en ég læt lesend-
um Veru það eftir. Það er huggun harmi gegn að þessi
framtíðarsýn er án allra tengsla við stefnumörkun aðal-
skipulagsins þó hún sé hluti af texta þess.
Einkabíllinn í fyrirrúmi
Mjög viðamikill þáttur I aðalskipulaginu eru umferðar-
málin. Ólíkt því sem gerist annars staðar er þar líka að
finna mjög ákveðna stefnumörkun. Við sem stóðum að
bókuninni í borgarstjórn erum hins vegar I veigamiklum
atriðum andvíg þeirri stefnumörkun. Umferð einkabíla
situr í algeru fyrirrúmi og markmið skipulagsins miðast
við að koma henni áfram á sem auðveldastan hátt og á
sem skemmstum tíma. Afleiðingin er dýr umferðar-
mannvirki, umhverfisspjöll, aukin mengun og aukin
slysatíðni. Dæmigert fyrir þessa stefnumörkun er að
það er ekki meginmarkmið hennar að draga úr umferð-
arslysum og stórefla almenningssamgöngur sem eru,
þegar allt kemur til alls, ein besta fyrirbyggjandi að-
gerðin gegn slysum.
í skipulaginu er haldið fast við lagningu hraðbrautar
um Fossvogsdal og um jaðar Öskjuhlíðarinnar sem
óneitanlega dregur úr gildi þessara útivistarsvæða. Þá
eiga Sóleyjargata og Fríkirkjuvegur að breikka á kostn-
að Hljómskálagarðsins og Tjarnarinnar.
Þó umferðarþunginn á Miklubrautinni sé ærinn nú
þegar þá á hann enn eftir að vaxa því mjög lítil áhersla
er lögð á að stýra umferð I auknum mæli á Sætúnið sem
getur borið talsvert meiri umferð en það gerir í dag.
Þetta er auðvitaö fráleit pólitík þar sem Sætúnið liggur
mun fjær íbúðabyggð en Miklubrautin og umferð þar
veldur því minni óþægindum. Að auki er mun nær að
fullnýta þá fjárfestingu sem liggur I Sætúninu í stað
þess að fara út I dýr umferðarmannvirki á Miklubraut.
í skipulaginu er gengið út frá því að Reykjavíkurflug-
völlur verði þar sem hann er um ókomin ár en nú eru
hins vegar allir í stjórnarandstöðunni I borgarstjórn
komnir á þá skoðun að stefna eigi að íbúðabyggð á
þessu svæði I framtíðinni.
Borgarvernd
í þeirri bókun sem ég gat um hér áðan var mótmælt
þeim hugmyndum að setja Elliðaárdalinn og fleiri slík
svæði undir ,,borgarvernd“. Slík náttúruvernd á sér
enga stoð I lögum og þjónar þ.a.l. alls ekki sama tilgangi
og friðlýsing samkvæmt náttúruverndarlögum. Töldum
við fráleitt að Reykjavík gæti tekið sig út úr I þessu efni,
enda gæti það skapað fordæmi fyrir landið allt. Elliöaár-
dalinn ætti því hiklaust að friðlýsa samkvæmt náttúru-
verndarlögum.
Þó borgarstjórn hafi nú samþykkt aðalskipulagið þá
er ekki þar með sagt að það hafi þegar tekið gildi. Skipu-
lagsstjórn ríkisins á eftir að gefa grænt Ijós og íbúar
borgarinnar eiga rétt á að kynna sér skipulagiö og gera
athugasemdir við það áður en það hlýtur endalega
staðfestingu ráðherra. Áhugasömum lesendum skal
bent á að athugasemdir stjórnarandstöðunnar eiga að
fylgja skipulaginu I kynningu enda fórum við sérstak-
lega fram á það I borgarstjórn.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.