Vera - 01.07.1987, Side 40
og 266 svaeöi eru auk þeirra á náttúruminjaskránni. Á
Reykjavíkursvæöinu og næsta nágrenni þess eru friö-
lýst 7 náttúruvætti, 3 friðlönd og 3 fólkvangar og 22
svæði eru auk þeirra á náttúruminjaskrá.
í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1984—2004, handriti í
febrúar 1987 segir á bls. 124. ,,Það er stefna borgaryfir-
valda aö Elliðaárdalurinn og fleiri slík svæði verði sett
undir svokallaða borgarvernd. En borgarvernduð
svæði eru þau kölluð sem borgarstjórn hefur samþykkt
að friða vegna sérstæörar náttúru, landslags, sögu-
minja, umhverfis eða útivistargildis. Þessum svæðum
mun borgarstjórn leitast við að halda ósnortnum frá
náttúrunnar hendi. í einstaka tilfellum getur borgar-
stjórn þó leyft vissa starfsemi eða framkvæmdir sem
hún telur tengjast eðli og hlutverki svæðanna og eru í
þágu almennings.“
Tjörnin — Vatnsmýrin og Elliðaárdalur eru dæmi um
svæði sem verða borgarvernduð. Þau eru bæði á nátt-
úruminjaskrá, en hafa ekki verið friðlýst.
Tjörnin og mest allt hennar mikilvæga fuglalíf á tilvist
sina Vatnsmýrinni að þakka. Frá mýrinni streymir vatn
til Tjarnarinnar og í gróðri hennar fela fuglarnir hreiður
sín. Hugsið ykkur Reykjavik án Tjarnarinnar og fugl-
anna þar og munið að fyrir örfáum árum lét flugmála-
stjóri grafa skuröi í mýrina til að þurrka hana og garð-
yrkjustjóri sagði að það gerði ekkert til, tilgangurinn
væri bara sá að „slétta og fegra“ borgina okkar.
Elliðaárdalnum hefur þegar verið breytt mjög mikið
og allt í þágu almennings eða hvað? Árið 1920 var reist
stifla við Árbæ sem setti hluta dalsins í kaf. Á 3. áratugn-
um var stíflað við Elliðavatn og við það fór hluti Þing-
ness, þar sem eru merkar fornminjar, í kaf. Á þeim 5.
var reist vararafstöð við Elliðaár, heljarinnar bygging og
Ijót, sem bíður eftir því allt árið að vera notuð einstaka
sinnum í desember, annars aldrei. í kring um árið 1980
olli Höfðabakkabrúin nokkrum deilum, en hún reis, og
ofar í dalnum hefur verið ákveðið að Ofanbyggðavegur
fari þvert yfir dalinn og skeri Elliðavatn og Vatnsenda-
hæð frá öðrum hluta svæðisins.
Frá alda öðli hefur laxveiði verið mikil i Elliðaám og til
eru sögur um að á síðustu öld hafi stundum veiðst mörg
þúsund laxar á dag í ánum. Laxveiðimenn hafa fengið
því framgengt undanfarin ár, að steypt er upp í aðra
kvísl árinnar rétt fyrir neðan Höfðabakkabrúna til að
veita öllu vatninu yfir í eystri kvísl árinnar. Við það hverf-
ur undurfagur lítill foss, Kermóafoss, úr vestari kvísl-
inni. Síðan um 1950 hefur skógrækt verið stunduð í
Elliðaárdal. Tré eru nú að verða búin að þekjaallan dal-
inn, hraun, jökulsorfnar klappir, votlendi, allt er þetta að
breytast í skóg. Um leið hverfur í raun fjölbreytileiki
svæðisins.
Þannig mætti lengi telja. Væri ekki líka hægt að
byggja þarna sjoppu í þágu almennings eða keiluhöll
með þeim skilyrðum að þeir aðilar sem það gerðu
greiddu rífleg aðstöðugjöld í borgarsjóð. Nei, án gam-
ans. Væri ekki eðlilegt að áður en farið er út í einhvers
konar framkvæmdir á þeim svæðum sem talin eru hafa
náttúruverndargildi þá væri leitað álits hlutlauss aðila,
s.s. Náttúruverndarráðs. Það finnst mér, en þér? Þá er
líka óþarfi fyrir borgina að segja sig úr náttúruverndar-
lögum við aðra hluta landsins. Eða eigum við kannski
bara að stofna borgríki í landinu, grunnskólalögin, nátt-
úruverndarlögin. . . hvað næst?
Sigrún Helgadóttir
4
t
Att þu von
á gestum?
Við bjóðum þrjár gerðir afiídýíu.
Vogaídýfu m / kryddblöndu
Vogaídýfu m / lauk
Létta Vogaídýfu m/beikon
sem eru jafnframt góðar sem sósur með
öllumjnat
VCKjA
JDÝT'A
VoqaB^**
40