Vera - 01.07.1987, Síða 41

Vera - 01.07.1987, Síða 41
Lífssýn kvenna SIGRAÐI Góö útkoma í einstökum kjördæmum er eftirtektar- verð einmitt meö tilliti til þess sem nefnt var hér að fram- an, þ.e. að í 5 kjördæmum var boðið fram í fyrsta skipti. Hin kjördæmin þrjú þ.e. Reykjavík, Reykjanes og Norð- urland eystra komu að sama skapi vel út. Nú eru alls 13 konur á þingi, þ.e. sex Kvennalistakon- ur, tvær frá Alþýðubandalagi, ein frá Alþýðuflokki, ein frá Framsóknarflokki, tvær frá Sjálfstæðisflokki og ein frá Borgaraflokki. Hlutfall kvenna á Alþingi jókst nú úr 15% í 20,6%, þannig að við mjökumst nú hægt og bít- andi í það hlutfall sem algengast er á hinum Norður- löndunum, en þar er hlutfall kvenna á þjóðþingunum 24—31%. Til að hafa nú allar tölur á hreinu er rétt að birta hér niðurstöðutölur Kvennalistans í einstökum kjördæm- um. Niðurstöður Alþingiskosningana 1987, Kvennalistinn Atkvæði % '87 % ’83 Þingk. Reykjavik 8.353 13,9 8,4 3 Reykjanes 3.220 9,1 7,2 1 Vesturland 926 10,4 0,0 1 Vestfirðir 318 5,3 0,0 0 Norðurland vestra 337 5,2 0,0 0 Norðurland eystra 992 6,3 5,8 1 Austurland 508 6,3 0,0 0 Suðurland 816 6,6 0,0 0 Landið allt 15.470 10,1 5,5 6 Þingkonur Kvennalistans eru samkvæmt þessu Guð- rún Agnarsdóttir (R.vík), Kristín Einarsdóttir (R.vík), Þórhildur Þorleifsdóttir (R.vík), Kristín Halldórsdóttir (Reykjan.), Málfríður Sigurðardóttir (Norðurl.eystra) og Danfríöur Skarphéðinsdóttir (Vesturl.). Guðrún Agnars- dóttir og Kristín Halldórsdóttir lýstu því yfir fyrir kosning- ar að þær mundu segja af sér þingmennsku eftir tvö ár og þá taka við Guðrún Halldórsdóttir, Reykjavík og Anna Ólafsdóttir Björnsson, Reykjanesi. Þingflokkurinn hefur því heldur betur stækkað því þær Guðrún Hall- dórs. og Anna koma til með að taka virkan þátt í starfinu og það þarf vonandi ekki að ítreka það að þingflokks- fundir eins og allir aðrir fundir Kvennalistans eru opnir öllum Kvennalistakonum. Stjórnarmyndun ,,/Etlar Kvennalistinn í ríkisstjórn og ef svo er þá með hverjum og hver eru skilyrðin?" Spurningar í þessum dúr dundu á Kvennalistakonum i kosningabaráttunni og að loknum kosningum var gengið enn harðar eftir svörum. Sumir túlkuðu úrslitin sem beina kröfu kjósenda um það að Kvennalistinn færi í ríkisstjórn, því annars kæm- ust öll góðu málin aldrei í framkvæmd. Það var mikið rætt um það hvort Kvennalistinn mundi „þora að axla þá ábyrgð sem fylgir því að fara í ríkisstjórn“. Spurning- in er ekki um það að þora eða þora ekki, heldur um það hverju ríkisstjórnarþátttaka mundi skila í þeim málum sem Kvennalistinn berst fyrir. Sú ábyrgð að fara í ríkis- stjórn vafðist ekki fyrir Kvennalistakonum, frekar en það hefur vafist fyrir konum að axla ábyrgð í þjóðfélag- inu almennt. Það eru málefnin nú sem fyrr, sem skipta meginmáli og ef það er fyrirséð að þau málefni sem Kvennalistinn leggur aðaláherslu á nái ekki fram aö ganga þá er til lítils að fara í ríkisstjórn. Eftirtektarvert er hversu fast var sóst eftir að fá fram skilyrði Kvennalist- ans fyrir stjórnarsamstarfi á meðan hinir flokkarnir gáfu nánast ekkert uppi um hver þeirra skilyrði eru. Þetta er enn furðulegra þegar litið er til þess að fyrir kosningar gaf Kvennalistinn út mjög ítarlega stefnuskrá og ef hinir áhugasömu fjölmiðlamenn sem og stjórnmálamenn

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.