Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 13

Vera - 01.12.1987, Blaðsíða 13
 Ljósmynd: Elín Rafnsdóttir „Þaö er fremur stutt síöan ég fór aö vinna mikið meö konum og ég hafði, held ég, ekki hugmynd um hvaö þaö væri gaman. IVlér finnst konur skemmtilegar, hugmynda- ríkar, skapandi. Karlmenn — einfaldlega ekki eins skemmtilegir. — Fyrst hélt ég nú bara, aö mitt mat væri eitthvað brenglaö en veistu hvaö! Þetta er bara tónninn T konum í dag.“ ,,Þeir hafa dagaö uppi eins og nátttröll“ Þegar VERA fór á stúfana til aö leita álits kvenna á niöurstööum í bók Share Hite, geröum viö það einfaldlega meö því aö fitja upp á samræðum um karlmenn, hlusta eftir röddum kvenna í samtölum og á kjaftatörnum. Þær sem við spuröum beint út um bók Share voru ekkert sérstak- lega undrandi á niðurstöðunum, þótt þær tækju misjafnlega djúpt Tárinni. Við veltum því fyrir okkur hvort rétt væri aö taka viötöl viö sem flestar konur úr sem flestum störf- um, á misjöfnum aldri o.s.frv. En svo létum viö eitt viötal nægja. Ekki vegna þess að ein kona geti talað fyrir munn allra, heldur vegna þess aö viðtölin voru, þrátt fyrir ólík blæbrigöi, næsta keimlík. Katrín Theo- dórsdóttir varö fyrir valinu einfaldlega vegna þess aö hún var reiðubúin til að tjá sig og tilheyrði engum öfgahópi í þessum efnum. Katrín er fjögurra barna móöir í laganámi og starfar meö Kvennaráðgjöf- inni og þaö var hún sem átti orðið hér aö ofan. Viö byrjuöum á því aö spyrja Katrínu hvernig hún skýröi þennan ,,tón“ í konum: ,,Ég held þetta séu vonbrigði og e.t.v. reiði útíkarlana. Við höfum allarbreystsvo mikið en þeir hafa hreinlega dagað uppi eins og nátttröll. Kvennaáratugurinn hefur kennt okkur aö vinna saman og viö höfum lært, aö þaö er hægt og aö þaö er mjög gaman. Viö höfum tekið sjálfar okkur og umhverfið til gagngers endurmats og gagnrýni, haslaö okkur völl á vinnumark- aði, í stjórnmálum, menntaö okkur o.s.frv. Viö erum orönar öflugri og meö sterkari sjálfsvitund. Breytingarnar á okkur hafa auövitaö ekki farið fram hjá karlmönnum, en þeir hafa brugðist undarlega við með því að ríghalda í sín gömlu hlutverk og snú- ist til varnar gegn breytingunum. Þetta eru orönar tvær breiöfylkingar!" — Eitt af því sem konurnar í bók Share 13

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.